Velferð - 01.07.2007, Blaðsíða 30

Velferð - 01.07.2007, Blaðsíða 30
c------------------------- Vilhjálmur lætur af formensku Á formannafundi sem haldinn var 2. júní s.l. lét Vilhjálmur B. Vilhjálmsson af formennsku í stjórn Hjartaheilla og sagði við það tækifæri að hann gerði það með glöðu geði vitandi það að arftaki sinn, Guðmundur Bjarnason, væri rétti maðurinn til að taka við. Vilhjálmur hefur í gegnum tíðina verið mikill félags- málamaður. Hann sat i stjórn Foreldra- og styrktarfélags heyrnardaufra frá árinu 1966 til 1984, þar af formaður árin 1966 til 1969. Sat í stjórn Félags íslenskra símamanna 1964 til 1974 og var ritstjóri Símablaðsins árin 1968 til 1974. Vilhjálmur var í stjórn Öryrkjabandalags íslands frá 1981 til 1986 þar af formaður 1983 til 1986. Formaður Hjartaheilla á höfuðborgarsvæðinu frá 1997 og i stjórn Hjartaheilla, landssamtaka hjartasjúklinga frá 1998 og formaður frá árinu 2000. Vilhjálmur sat í stjórn SÍBS frá 2001 og formaður í stjórn Reykjalundar frá sama tíma. Vilhjálmur var einn af frumkvöðlum að stofnun íslenskrar Getspár (Lottó) sem starfar í þágu íþróttahreyfingarinnar, öryrkja og ungmennahreyfingarinnar. Hann var fram- kvæmdarstjóri hjá íslenskri Getspá árin 1986 til 1999,1 stjórn Víkingalottós 1993 til 1999 og í framkvæmdanefnd Víkingalottós frá 1993 til 1999. Vilhjálmur er heiðursfélagi í Félagi heyrnarlausra og hlaut gullmerki íþrótta og Ólympiusambands íslands 1999 og gullmerki Hjartaheilla 2. júní s.l. Á.Þ.Á. Sjalfvirkir blóðþrýstings mælar ■ Nákvæmir - klíniskt prófaðir ■ Notendavænir ■ Handleggsborði í þinni stærð ■ Þriggja ára ábyrgð microlife Hágæða , hlóðþrýstingsmælar NYTT frá Microlife ÁÍSLANDI Söluaðilar: HjartaHeill LYFJA GAgpS APOTEK - rétt leið HjartaHeill APÓTEK VESTURLANDS NYTUR GOOS AF HVERJUM SELDUM IVIÆLI Umboð á íslandi: Vistor hf. 30 VELFERÐ

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.