Velferð - 01.07.2007, Blaðsíða 26

Velferð - 01.07.2007, Blaðsíða 26
c------------------------------------------------------------------------ Tilgangur stuðningshópanna er: að gefa og þiggja Félagsmönnum SÍBS og þar á meðal félagsmönnum Hjartaheilla stendur til boða þátttaka i stuðnings- og sjálfshjálparhópum. í hópstarfinu gefst þeim tækifæri til að takast á við erfiðleika sem geta fylgt í kjölfar alvarlegra veikinda og nýtt þá erfiðu reynslu á jákvæðan hátt fyrir sjálfan sig og aðra. Hópstarfið byggir á gagnkvæmum stuðningi þar sem jafningjar miðla hver öðrum af persónulegri reynslu og þekkingu, veita hver öðrum tilfinningalegan stuðning og vináttu auk þess að miðla hagnýtum upplýsingum og ráðum. Jafningjastuðningur hefur reynst mörgum góð leið til að ná tökum á andlegri vanlíðan og unnið gegn kvíða og þunglyndi. Hver hópur er sérstakur, hann er fyrirbæri sem verður til í samskiptum einstaklinganna þar sem gjarnan skapast sérstakt andrúmsloft samkenndar og skilnings. Eðli hópstarfsins og sá samtakamáttur sem skapast í hópunum getur veitt einstaklingunum kraft, gleði og bjartsýni og stuðlað að jákvæðum breytingum á aðstæðum til hins betra. Hugmyndafræðin byggir á sjálfshjálp með samhjálp, að gefa og þiggja. Lögð er áhersla á samkennd, virðingu, miðla reynslu, hlusta og ekki síst að eiga góða stund saman. Fólk hittist á jafningjagrundvelli og allar upplýsingar sem koma fram innan hópanna eru trúnaðarmál. Þeir félagsmenn Hjartaheilla sem hafa áhuga á að taka þátt í stuðningshóp eða vilja ræða mál sín geta haft samband við Margréti Albertsdóttur félagsráðgjafa SÍBS í síma 825-5095 eða sent tölvupóst á margret@sibs.is M.A. Fréttatilkynning Hjartaheill og Lyfja gera samning Hjartaheill landssamtök hjartasjúklinga og Lyfja undirrituðu samstarfssamning 2. maí sl. Samningurinn veitir félagsmönnum Hjartaheilla sérkjör á öllum lyfseðilsskyldum lyfjum auk afslátt af hjartamagnyl í öllum Lyfju apótekum ásamt því að þeir verða meðlimir í Heilsuklúbbi Lyfju. Gefin verða út sérstök heilsukort Lyfju til félagsmanna sem jafnframt gildir sem félagsskírteini. Enginn vafi er á að samningur þessi mun nýtast félagsmönnum verulega. Samningurinn felur einnig í sér að Lyfja mun sjá til þess að söfnunarbaukar Hjartaheilla verða ávallt staðsettir við alla afgreiðslukassa apótekanna ásamt því að fræðslubæklingar sem Hjartaheill gefur út verði aðgengilegir í apótekunum. Nú í júní verða sendir greiðsluseðlar til félagsmanna Hjartaheilla og munu þeir sem greiða árgjaldið fá sent Heilsukort Lyfju (félagsskírteini Hjartaheilla) nokkrum dögum síðar. Hægt er að gerast félagsmaður í Hjartaheill með því að senda tölvupóst á netfangið: hjartaheill@hjartaheill.is eða hringja í síma 552 5744. Á meðfylgjandi mynd eru: Aðalheiður Pálmadóttir forstöðumaður verslunar- og markaðssviðs Lyfju og Ásgeir Þór Árnason framkvœmdarstjóri Hjartaheilla landssamtaka hjartasjúklinga 26 Velferð

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.