Velferð - 01.12.2007, Blaðsíða 4

Velferð - 01.12.2007, Blaðsíða 4
c------------------------- Hjartastuðtæki á Norðurlandi vestra Afhending tækisins: Fríða Pálmadóttir tekur við gjöf úr höndum Sigurlaugar Hermannsdóttur. Með þeim eru Valgarður Hilmarsson og Hlynur Tryggva- son. Mynd: Ólafur Bernádusson Sigurlaug Hermannsdóttir, formaður Hjartaheilla á Norðurlandi vestra, kom færandi hendi á dvalarheimilið Sæborg á Skaga- strönd nýverið. Erindið var að afhenda heimilinu hjartastuðtæki að gjöf frá Hjartaheill til minningar um Björgvin Brynjólfsson sem lést í vetur en var heimilismaður á Sæborg. Björgvin var lengi einn af ötulustu forsvarsmönnum félagsins á svæðinu og er mikill missir af slíkum mðnnum. Á myndinni tekur Fríða Pálmadóttir við gjöf úr höndum Sigurlaugar Hermannsdóttur. Með þeim eru Valgarður Hilmars- son og Hlynur Tryggvason. Stuðtækið, sem félagið gaf, er meðfærilegt og leiðbeinir þeim sem það notar með því að tala við hann á íslensku. Ekkert svona tæki var til á Sæborg eða á heilsugæslunni á Skagaströnd, en það mun verða notað þar ef með þarf, þar sem heilsugæslan og dvalarheimilið eru sambyggð og því auðvelt að nálgast tækið í neyðartilvikum. Hjartaheill hefur á undanförnum árum gefið hjartastuðtæki í ýmsar stofnanir á Norðurlandi vestra s.s. heilbrigðisstofnanir á Hvammstanga, Blönduósi og Siglufirði og einnig í sjúkrabíla og íþróttamiðstöðina á Blönduósi. Segja má að félaginu verði mikið úr félagsgjöldum þeirra 120 félaga sem eru í svæðisdeildinni, því svona tæki kostar um 250 þúsund krónur. Hjartaheill færir öllum landsbyggðarfélögum þakkir fyrir störf þeirra a liðnum árum og hlakkar til áfram- haldandi samstarfs. Hið minnsta starf og jákvætt viðhorf er okkur mikils virði. Fríða Pálmadóttir, forstöðumaður Sæborgar, veitti tækinu viðtöku eins og áður segir og þakkaði gjöfina. Sagði hún að tækið tryggði öryggi heimilismanna betur en áður hefur verið og kom fram í máli Fríðu, að hún hefði einmitt verið að skoða auglýsingu um slíkt tæki fyrir nokkrum dögum og látið sig dreyma um að geta einhvern tíma keypt svona tæki fyrir heimilið. Sagðist hún þekkja dæmi um að slík tæki hefðu bjargað mannslífum. 4 velferð

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.