Velferð - 01.12.2007, Blaðsíða 18

Velferð - 01.12.2007, Blaðsíða 18
c---------------------------------- Reynslusaga Líf með lyfjjum - í Ijósi reynslunnar Síðari hluti erindis sem flutt var d ráðstefnu SÍBS í Norrœna húsinu drið 2005: Guðmundur Magnússon, fyrrv. skólastjóri í síðasta tölublaði birtum við fyrr hluta greinar Guðmundar þar sem hann lýsir á einkar skýran og skilmerkilegan hátt reynslu sinni varðandi veikindi og áhrif og aukaverkanir lyfja. Þar segir Guð- mundur meðal annars Sjúklingar, sem nota margs konar lyf, þurfa að vera vel á verði og vera gagnrýnir á þróun eigin mála og ræða þau við lækna sína, enda best fyrir báða aðila. Fyrir nokkrum árum tók að blæða úr tungunni. Reynt var að stöðva blóð- rennslið með því að brenna fyrir opið, en það dugði skammt. Læknirinn ákvað eftir blóðmælingu að minnka Kovar- skammtinn fyrst í stað og taka einnig magnýlið burt, en á því hafði ég verið fram að þessu. Það hef ég ekki notað síðan. Ég var lagður inn og gefinn blóðvökvi (plasma) og var útskrifaður eftir tvo daga. í kjölfarið hófust svo þéttar blóðmælingar til að fylgjast sem best með þróuninni. Ekki er ein báran stök. Læknar töldu, að verkir í kviðarholi tengdust botnlanganum. Hann var síðan fjarlægður, en reyndist heill og óskemmdur að skurðinum loknum! í desember 2003 bólgnuðu báðar axlir með tilheyrandi kvölum. Áður hafði myndast stór og ljótur marblettur á vinstri upphandlegg. Þarna var blóð- þynningin á fleygiferð. Við skoðun á Bráðavaktinni kom í ljós, að blætt hafði mn á báða axlarliði. Axlirnar voru veikar fyrir, því að einhvers konar gigt hafði plagað þær um alllangt skeið. Verkirnir voru sárir og lyf gefin til að slá á þá. Loks þegar gigtarlæknir, sem þekkti nokkuð sjúkrasögu mína, kom og skoðaði mig, var ákveðið að veita mér sömu meðferð og áður. Ég var lagður inn á gæsludeild og síðar á gigtardeild, blóðvökvi pantaður frá Blóðbankanum, og þetta gerist ekki í einum hvelli að næturlagi. Rúmlega fjórir tímar liðu frá því ég kom á Bráðavaktina þar til blóðvökvinn kom í hús. Nú hélt ég, að stríðinu væri lokið, en svo var ekki. í dymbilviku bólgnuðu axlirnar aftur og nú svo um munaði. Kvalirnar voru nánast óbærilegar. Reynt var að lina þær með Parkodín forte og loks með Nobligan. Niðurstaða læknanna á Bráðavaktinni var sú, að ég væri með gigtartegund, sem nefnist Frosnar axlir. Hálfruglaður af stórum skömmtum verkjalyfjanna var ég sendur heim kl. þrjú um nóttina, eftir sex stunda dvöl á Bráðavaktinni. Nestaður var ég með Nobligan til að taka um morguninn, lyfseðli til áframhaldandi töku lyfsins og beiðni um sjúkraþjálfun. Um morguninn leið mér illa, var hálfvankaður við morgunverðarborðið. Fram yfir hádegi lá ég að mestu í móki, var þungt um andardrátt og missti meðvitund tvisvar á þessu tímabili. Sjúkrabíll flutti mig síðan á gigtardeild Landspítalans og við nákvæma blóðrannsókn kom í ljós, að ég var með svokallaða Kristallagigt, en ekki með Frosnar axlir. Ég dvaldi fimm daga á gigtardeildinni og samkvæmt úrskurði læknanna þar var mér eindregið ráðlagt að fara í sjúkraþjálfun eins og læknar Bráðavaktarinnar höfðu einnig gert. Sterkari verkjalyf skyldi ég ekki taka en Parkodín og engin gigtarlyf. Þannig er saga mín í stuttu máli um líf með lyfjum í ljósi reynslunnar. Ég er ekki að reka hnýflana í einn eða neinn Ég hef gert mér grein fyrir því frá upphafi veikinda minna, að staða læknisins er þrautin þyngri, þegar orsakir erfiðra sjúkdóma finnast ekki, þrátt fyrir eilífa leit að sökudólgnum. Þar eiga báðir aðilar í vök að verjast. Ég hef nú verið í sjúkraþjálfun í tæpt ár með góðum árangri. Að lokum nefni ég augnbotnasjúk- dóminn. Hann er allskæður í föðurætt minni. Ég læt þvl fylgjast vel með augunum og eins og er virðist lítið á honum bera. Augnlæknirinn hefur ráðlagt mér sem forvörn að taka daglega þrjár tegundir af vítamínum. Þær eru: Súper C-vítamín 500 mg, E-vítamín 200 a.e og opti L-Zinc. Ráðgjöf augnlæknisins byggir á fjölmennri amerískri rannsókn. Niðurstöður sýndu, að sjúkdómurinn ýmist hægði á sér eða jafnvel stöðvaðist alveg hjá 30 % þátttakenda í rann- sókninni. 18 Velferð

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.