Velferð - 01.12.2007, Blaðsíða 25

Velferð - 01.12.2007, Blaðsíða 25
o Þrálátu sjúkdómarnir leggjast mest á fullorðið, vinnandi fólk, og valda því miklum efnahagslegum erfiðleikum. Fjölskyldur fátæku ríkjanna eru líklegri til að þurfa að eyða sparifé sínu til að sjá um ættingja sem er sjúkur af krónískum sjúkdómi eða verða að taka börn og unglinga úr námi til að sinna veikum ættingjum. (Á Indlandi t.d. er þekkt, að foreldrar selji börn sín vegna fjárhags- erfiðleika.) í stuttu máli; vanþróuð lönd þjást meira af völdum þrálátra sjúkdóma en þróuðu löndin. Árið 2005 voru 3A þeirra sem létust af völdum þrálátra sjúkdóma frá þjóðum sem voru með tekjur undir meðaltali. Af hverju eru fátækar þjóðir svo viðkvæmar fyrir sjúkdómum hinna ríku ? Af hverju er þesum þáttum veitt svo lítil athygli og þróunaraðstoð mest beint að smitsjúkdómum? Einfaldasta skýringin á aukningu þrálátra sjúkdóma er sú, að þeir fátæku lifa lengur en áður vegna bætts hreinlætis og betri heilbrigðisþjónustu. Meðal ævilengd í fátækari hluta heimsins hefur aukist frá 1965 úr 50 árum í 65 ár árið 2005. Áherslan á smitsjúkdómana hefur skilað árangri. Þess vegna eru fleiri eldri sem fá króníska sjúkdóma. Önnur skýring felst í breyttum lífsstíl þar sem reykingar og óhollt mataræði eru veigamestu þættirnir. í Kína reykja um 300 milljónir manna og reykingar aukast stöðugt meðal fátæku þjóðanna, meðan þær minnka meðal ríkra þjóða. Hjá þjóðum sem hafa meðaltekjur eykst offita hröðum skrefum. Mexíko er nú næst feitasta þjóðin meðal OECD-ríkjanna, næst á eftir Bandaríkjunum. í Kína er fimmta hvert barn á aldrinum 7-17 ára i borgum landsins of þungt samvkæmt yfirlýsingu aðstoðarheilbrigðisráðherra Kína á síðasta ári. Þrátt fyrir að þrálátu sjúkdómarnir séu orðnir mesta heilbrigðisvandamál nánast allra þjóða, þá leggja fátæku þjóðirnar enn mesta áherslu á lækningu smit- sjúkdóma. Þar kemur til tregða skrifræðis og einnig áhersla hjálparstofnana og lyfjafyrirtækja á að vinna gegn smitsjúk- dómunum. Þeir eru einfaldari viðfangs og úrræðin eru augljósari. Það er einfaldara að fara í herferð með bólu- setningum en að vinna að breyttum, bættum og heilbrigðari lífsstíl, meiri hreyfingu og almennri menntun. Þýdd og endursögð grein úr The Economist í ágúst 2007 . H.E Sam Hotels Hotel-Konference-Wellness Vibehaven 500 ■ 4800 Nykabíng F. Telefon 5488 2700 www.samhotels.dk Samband sveitarfélaga suðurnesjum F I LFELL Raf hönnun É Ármúli42, 108 Reykjavík Sími: 530 8000, Fax: 588 8302 fs 98500 Netfang: rafhonnun@rafhonnun.is, www.rafhonnun.is iso 9001:2000 ^spron FÓTAAÐGERÐASKÓU í S E A N D S HOTEL REYKJAYÍK Egill Arnason hf Ármúli 8, 108 Reykjavík, 595 0500 Baldursnes 6, 603 Akureyri, 595 0590 www.egillarnason.is velferð 25

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.