Velferð - 01.10.2013, Síða 4
Sveinn Guðmundsson.
í Egyptalandi skrifaði maður fyrir
þúsundum ára; „Hjartanu eigum við að
þakka alla visku“ í því landi til forna
var talið að í hjartanu byggi skynsemin,
viljinn og tilfinníngarnar. Pannig mátti
skilja að ást og ástríður, kærleiki og sorg
væru upprunnar frá hjartanu. Þannig
var hjartað líkamanum, það sem sólin er
heiminum.
Frá þeim tíma og það sem við vitum í
dag er allt annað en engu að síður táknar
hjartað nú heilindi. Þeir sem leggja
hjarta sitt í verk, gera eitthvað af heilu
hjarta, þeir eru óskiptir í verkinu.
Hjartaheill hefur á þrjátíu ára vegferð
sinni haft í röðum sínum einstaklinga
sem hafa gengið í verkin og rutt brautina
í þeirri viðleitni að búa að velferð
samborgara sinna sem haft átt við veikindi
að stríða og til að miðla upplýsingum um
forvarnir og hjartasjúkdóma.
Því var vel við hæfi að samtökin komu
sér upp miðli sem hlaut nafnið Velferð.
Frá rítstjora
Fyrsta blaðið kom út á árinu 1989. Frá
þeim tíma og til dagsins í dag hefur það
komið út óslitið.
Þrátt fyrir miklar breytingar þar sem
vefmiðlar hafa tekið mikið yfir prentað
mál í tölvuheimum hafa samtökin talið
rétt að halda útgáfu Velferðar áfram. Með
útgáfunni eru samtökin að kynna það
helsta sem er að gerast í heiminum og snýr
að hjartasjúkdómum, læknavísindum,
forvörnum og félagsstarfi. Að sjálfsögðu
er það sem birtist í blaði okkar ekki
tæmandi listi en gefur góða mynd af því
sem er að gerast í núinu og á sama tíma
skyggnumst við líka til fortíðar.
Pétur Bjarnason er einn af okkar ágætu
félagsmönnum sem hefur lagt mikla vinnu
í að draga saman í þessari hátíðarútgáfu
Velferðar sögu Hjartaheilla. Að sjálfsögðu
er öll sagan ekki skráð í þessu blaði.
Stiklurnar eru góðar í blaðinu og gefur
góða mynd af starfi samtakanna liðinna
ára.
Við byggjum á reynslu félagsmanna í
þeim raunheimi sem snýr að sjúklingum
með hjartasjúkdóma. Það er margur
sannleikurinn sem kemur ekki fyllilega
í ljós fyrr en eftir persónulega reynslu.
Til að brúa bil kynslóða sem hafa sögu
að segja er besta leiðin að miðla henni.
Velferð er einn veittvangur til þess. Sagt
er að; „Að fortíð skal hyggja er nútíð skal
byggja“-
Lífð er gott, njótið þess.
Sveinn Guðmundsson, ritstjóri,
varaformaður Hjartaheilla.
Velferö, málgagn og fréttabréf
Hjartaheilla.
Útgefandi: Hjartaheill, Síðumúla 6,
108 Reykjavík.
Heimasíða samtakanna: hjartaheill.is
Sími: 552 5744.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Sveinn Guðmundsson
fíitnefnd: Ásgeir Þór Árnason,
Guðrún Bergmann Franzdóttir
Margrét Albertsdóttir og Pétur
Bjarnason.
Prentun og umbrot: Viðey ehf.
Forsiðumynd: Árni Rúnarsson
Upplag: 7.000
Aðsendar greinar eru á ábyrgð höfunda.
Efnisyfirlit
Hjartakvillar fyrr og nú...........5
Þróunin á íslandi..................5
Anna Cronin heiðruð................6
Landssamtök verða til..............6
Fyrstu skrefin.....................7
Samstarf við SÍBS um útgáfumál ... 7
Samtökin styrkjasti sessi..........8
HL stöðvar :.......................8
Velferð hefur göngu sína...........9
Deildaskipting LHS.................9
Innganga í SÍBS....................9
Fjáröflun fyrstu árin.............10
Norrænu hjartasamtökin............11
Neistinn - styrktarfélag
hjartveikra barna.................11
Húsnæðismál...................... 12
Hjartagangan..................... 13
Blóðþrýstingsmælingar- SÍBS lestin 13
Útgáfu og kynningarmál............14
Lyfjaverð á íslandi...............14
Söfnunarkúlurnar..................14
Framlög og gjafir.................15
GullmerkiLHS......................15
Perluvinir....................... 15
Stórsveit SÍBS....................15
Hjólað hringinn...................16
Átak á afmælisári.................16
Hjartadrottningar -
Hjartavernd - Heilaheill..........16
Starf innan SÍBS..................17
Nýlegar lagabreytingar............17
Stefnumótun fyrir Hjartaheill....18
Hlutverk Hjartaheilla.............18
Framtíðarsýn Hjartaheilla........18
Formenn frá upphafi...............18
Myndir úr starfi Hjartaheilla....19
4 VELFERÐ