Velferð - 01.10.2013, Blaðsíða 7
öllum greiddum atkvæðum. Frumvarp undirbúningsnefndar að
lögum var síðan borið upp og samþykkt með nokkrum breytingum
samkvæmt tillögum fundarmanna. í þriðju grein laganna voru
ákvæði um að félagsmenn geti allir orðið sem eru hjartasjúklingar
og einnig aðrir sem áhuga hafa á að styðja markmið samtakanna.
í samræmi við þetta mættu læknar, hjúkrunarfólk og margir
aðstandendur sjúklinganna á stofnfundinn og gerðust félagar.
Fyrstu stjórn LHS skipuðu
Ingólfur Viktorsson formaður,
Alfreð G. Alfreðsson varaformaður,
Björn Bjarman ritari, Jóhannes
Proppé gjaldkeri og Sigurveig
Halldórsdóttir meðstjórnandi.
Markmið LHS var frá upphafi að
standa fyrir fjáröflun, til þess að
vinna að markmiðum samtakanna
með fræðslu um hjartasjúkdóma,
upplýsingaöflun og miðlun, styrkja
menntun sérfræðinga og að efla
samvinnu við önnur samtök Ingólfur Viktorsson
hjartasjúklinga.8
Fljótlega eftir stofnun samtakanna voru stjórnarmenn boðaðir
til fundar og hádegisverðar með sérfræðingum hjartadeildar
Landspítalans. Pökkuðu gestgjafarnir hlýhug í garð deildarinnar
með fyrirhugaðri fjáröflun og gerðu grein fyrir starfi deildarinnar.
Stjórnarmenn LHS gerðu grein fyrir starfi og fyrirætlunum
samtakanna og sögðust myndu tryggja það að hjartasónartækið
sem nefnt er hér á eftir yrði áfram í landinu. Samstarf samtakanna
og starfsfólks Landspítala hefur verið mjög gott alla tíð og
samskipti mikil.
Til gamans flýtur stutt tilvitnun úr fundargerð stjórnar hér
með, til að sýna hve margt hefur breyst frá þessum tíma: „Skotið
var á stuttum fundi stjórnar í „reykingaafdrepi" hjartadeildar.“9
„Reykingaafdrep” á hjartadeildum heyra nú sögunni til.
Fyrsta fjáröflun samtakanna var sala „hjartaprjónsins“, sem var
rautt hjartalaga merki með áfestum prjóni. Sala hans gekk strax
vel og var um árabil traust fjáröflunarleið.
Fyrstu skrefin
Hjartasjúklingum var vel ljóst hvað þörf fyrir nýjan tækjabúnað
á Landsspítala var orðin brýn. Því var fyrsta verk þeirra að safna
fé til að kaupa hjartasónartæki, sem hingað hafði verið lánað,
erlendis frá til kynningar. Með öflugri fjársöfnun og samningum
um eftirgjöf á tollum og aðflutningsgjöldum tókst að halda
tækinu og færa Landspítala það til eignar. Næsta verkefni var að
Emil Sigurðsson og Rúrik Kristjánsson
úr fjáröflunarnefnd LHS.
----------------------------------------------9
beita sér með ályktunum og þrýstingi á ráðamenn um að fá
fjárveitingu til kaupa á nýju hjartaþræðingartæki, sem var orðið
mjög nauðsynlegt að fá. Tækið var keypt árið 1984.
Næsta ár voru keyptir þrír hjartasíritar, „Holtertæki“, á vegum
LHS til að fylgjast með hjartsláttartruflunum sjúklinga og skrá
þær. Gjöf LHS fylgdi hugbúnaður og ferð fyrir hjúkrunarfræðing
til London til að kynna sér meðferð tækjanna. í samantekt sem
þessari er tæpast hægt að koma að öllum þeim fjársöfnunum
og tækjagjöfum gjöfum sem LHS stóð að á fyrstu árum sínum.
Til dæmis var efnt til átaks undir kjörorðinu: „Tökum á -
tækin vantar“ árið 1985 og þetta slagorð hefur sjaldnast verið
langt undan enda lýsandi fyrir það sem var verið að gera. Fyrsti
formaður fjáröflunarnefndar var Björn Halldórsson, en 1985 tók
Rúrik Kristjánsson við því starfi og gegndi því um langt árabil af
orðlögðum dugnaði.
Fljótlega eftir stofnun samtakana var tekið upp kynningar-
og upplýsingastarf í húsnæði Hjartaverndar að Lágmúla 9, þar
sem hin nýju samtök fengu aðstöðu. Var samstarf þessara tveggja
samtaka mjög gott um þessa starfsemi. Henni var einkum beint
að sjúklingum sem voru að fara til útlanda í hjartaaðgerð og
vandamönnum þeirra. Einnig tókst að fá fargjöld fylgdarmanna
hjartasjúklinga til útlanda lækkuð um helming frá venjulegu
fargjaldi. Þessu til viðbótar var veitt aðstoð eftir föngum við þá
hjartasjúklinga sem sækja þurftu læknishjálp til útlanda.
Landssamtök hjartasjúklinga komu sér upp eigin
skrifstofuaðstöðu í góðu leiguhúsnæði í Hafnarhúsinu við
Tryggvagötu og flutlu starfsemi sína þangað úr Lágmúla 9. Var
skrifstofan opnuð 4. júlí, 1985.
Þess má geta að viðræður voru
við Hjartavernd árið 1990 um
aukið samstarf. Hjartavernd fór
fram á samvinnu við LHS um
upplýsingaþjónustu og bauð fram
hlutdeild í launum sameiginlegs
starfsmanns, sem ynni að þessum
málum. Sigurður Helgason átti
viðræður við Hjartavernd vegna
þessa, taldi á því ýmis tormerki
og að slíkt samstarf væri því ekki
tímabært. Sigurður tók síðan við
hálfu starfi sem upplýsinga- og
fræðslustjóri Hjartaverndar þar
sem hann ritstýrði m.a. málgagni
samtakanna, Hjartavernd, fram til ársins 1996.10 Með starfi
Sigurðar hjá Hjartavernd, ásamt því að gegna formennsku í LHS
sköpuðust góð tengsl milli þessara samtaka, sem bæði hafa unnið
að málefnum hjartasjúkdóma, Hjartavernd á sviði rannsókna
og vísindastarfs og LHS sem sjúklingasamtök, sem stöðugt hafa
unnið að bættum aðstæðum til lækninga á hjartasjúkdómum.
Samstarf við SÍBS
um útgáfumál
Allt frá stofnun Landssamtaka
hjartasjúklinga var áhugi SÍBS á starfi
þeirra mikill, enda hafði Reykjalundur
þá starfrækt hjartaendurhæfingu í
nokkur ár og þekking var orðin mikil
á þeirri grein. Blaðið Reykjalundur birti
grein eftir Ingólf Viktorsson árið 1984
um fyrstu ár LHS og í janúar 1985,
þegar ákveðið hafði verið að leggja af
Sigurður Helgason tók víð
formennsku LHS árið 1990.
VELFERÐ 7