Velferð - 01.10.2013, Síða 9

Velferð - 01.10.2013, Síða 9
Fráfyrstu HL stöðinni á Háaleitisbraut í Reykjavík. Ákveðið var að starfsemi stöðvarinnar yrði í upphafi þrenns konar: 1. Viðhaldsþjálfun fyrir þá sem aðfullu eru útskrifaðir af sjúkrastofnunum. 2. Endurhæfing hjartasjúklinga eftir tilvísun hjartalœkna sem hœfist um sex vikum eftir útskrift af sjúkrahúsi 3. Endurhœfing lungnasjúklinga eftir tilvísun lungnalækna. í september 1992 flutti stöðin aðsetur sitt á nýjan stað, sem eru húsakynni íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík að Hátúni 14. Það hefur HL stöðin haft aðstöðu síðan. HL-stöðin á Akureyri hóf starfsemi í húsi Sjálfsbjargar, Bjargi, árið 1991. Landssamtök hjartasjúklinga, SÍBS og Hjarta- og æðaverndarfélag Akureyrar og nágrennis stóðu að stofnun hennar. HL-stöðin er sjálfseignarstofnun. Sérstök stjórn sér um rekstur hennar og er hún rekin með styrk frá ríkinu og þj álfunargj öldum. Velferð hefur göngu sína Samstarfið við SÍBS um útgáfu SÍBS frétta var LHS hagstæð. Þar var opin leið til að koma fréttum af starfseminni til félagsmanna, sem fór ört fjölgandi, voru orðnir 1.400 á aðalfundi 1989. Þar að auki hafði LHS ekki þurft að bera kostnað af útgáfunni. í sambandi við fimm ára afmæli LHS kom upp hugmynd um að gefa út veglegt afmælisrit. Hlaut það nafnið Velferð og kom út árið 1989. Útgáfan gekk mjög vel og var ákveðið að halda henni áfram. Ritstjóri Velferðar fyrstu tvö árin var Alfreð G. Alfreðsson, en Hallur Hermannsson tók síðan við. Velferð var ætlað að vera málgagn og fréttabréf samtakanna og var frá upphafi fjármögnuð með auglýsingum, en blaðið er sent öllum félagsmönnum og velunnurum, auk þess að því er dreift á sjúkrastofnanir og biðstofur. Skemmst er frá því að segja að blaðið Velferð hefur komið út óslitið síðan og gegnt með ágætum því hlutverki sem því var í upphafi ætlað. Deildaskipting LHS Á aðalfundi LHS 10. mars 1990 var kynnt breyting á lögum samtakanna þar sem gert var ráð fyrir deildaskiptingu eftir landssvæðum Einnig að LHS væri heimilt að gerast aðili að heildarsamtökum annarra líknarfélaga t.d. SÍBS og Öryrkjabandalagi íslands, með samþykki 2/3 gildra atkvæða í allsherjaratkvæðagreiðslu. Lagabreytingarnar voru samþykktar á framhaldsaðalfundi 31. mars, 1990.15 Stofnfundur Félags hjartasjúklinga á Reykjavíkursvæði var 15. september 1990 og Félags hjartasjúklinga á Eyjafjarðarsvæði þann 16. september. Síðan komu svæðisfélögin hvert af öðru Alls voru stofnuð 10 svæðafélög innan LHS. Ellefta félagið, Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, gekk í raðir samtakanna í september 1996 og varð þar með 11. deildin innan samtakanna. Félögin hétu öll Félag hjartasjúklinga og voru síðan kennd við viðkomandi svæði, en oft voru þau kennd við svæði sitt í umræðunni án þess fullt nafn fylgdi. Þau voru eftirtalin, ásamt fyrstu formönnum þeirra: Á Reykjavíkursvæði, formaður Jón Þór Jóhannsson, á Eyjafjarðarsvæði, formaður Gísli J. Eyland, á Austurlandi, formaður Reynir Sigþórsson, á Norðurlandi vestra, formaður Knútur Ólafsson, í Þingeyjarsýslum, formaður Áslaug K. Georgsdóttir, Vestfjarða, formaður Jóhann Kárason, á Vesturlandi, formaður Bent Jónsson, á Suðurnesjum, formaður Sigmar Ingason, á Suðurlandi, formaður Gunnar Jónsson og Félag hjartasjúklinga í Vestmannaeyjum, formaður Eiríkur Bogason.16 Þessi breyting á lögunum og starfseminni leiddi til þess að aðalfundir samtakanna lögðust af og þing LHS komu í staðinn. Fengu nýkjörin félög fundarsetu eftir félagatölu. Fyrsta þing landssamtakanna var haldið 22.- 23. mars 1991 og sátu það um 60 fulltrúar hvaðanæva að af landinu. Var þess getið í fundargerð að félagsmenn væru nú yfir 2000 talsins. Samþykkt var að stofna Styrktarsjóð hjartasjúklinga með stofnfé kr. tvær milljónir. Var sjóðnum sett skipulagsskrá og kosin stjórn. Fyrsti formaður sjóðsstjórnar var Sigurveig Halldórsdóttir. Innganga 1 SÍBS Eins og fyrr var getið var samvinna frá upphafi góð milli LHS og SÍBS og starfsemin á Reykjalundi var sameiginlegur vettvangur. Samvinna var góð um stofnun HL stöðvarinnar í Reykjavík og samstarf varð áfram á þeim vettvangi, auk blaðaútgáfunnar. 26. sambandsþing SÍBS 1988 samþykkti: „ ... að næsta stjórn sambandsins skuli vinna að því, að Landssamtök hjartasjúklinga gerist aðilar að SÍBS, sem sérstök félagsdeild í sambandinu.“17 Óformlegar viðræður hófust eftir þetta en fátt gerðist þó fyrr en 3. september 1990 að stjórn LHS sendi bréf til sambandsstjórnar SÍBS. Þar var óskað eftir stuðningi stjórnar SÍBS við það að Landssamtök hjartasjúklinga yrðu deild í SÍBS. Þá þegar hafði stjórn SÍBS ákveðið að halda viðræðum áfram. Ekki var samt algjör einhugur um málið, þó fleiri væru því fylgjandi. Komu einkum fram efasemdarraddir frá SÍBS deildunum í Reykjavík og Hafnarfirði.18 Ákveðið var að bjóða fulltrúum frá Landssamtökum hjartasjúklinga að sitja næsta þing SÍBS, haustið 1990. Var því boði tekið og sátu Sigurður Helgason VELFERÐ LANÐSSAMTÖK HJARTASIÚKLINGA Forsíða 1. tbl. Velferðar. Alfreð G. Alfreðsson VELFERÐ 9

x

Velferð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.