Velferð - 01.10.2013, Síða 13

Velferð - 01.10.2013, Síða 13
Ásgeir Þór Árnason hefur verið framkvæmdastjóri sam- takanna frá árinu 1999. Ingólfur Viktorsson, sem hafði verið skrifstofustjóri lét af störfum 1999, en við starfi hans tók Rúrik Kristjánsson. Einnig kom Jóhannes Proppé, gjaldkeri LHS í hlutastarf hjá samtökunum. Ásgeir Þór Árnason, kom til starfa sem framkvæmdastjóri samtakanna síðar á sama ári og hefur gegnt því starfi síðan. Vilhjálmur B. Vilhjálmsson tók við formennsku í Landssamtökum hjartasjúklinga á 6. landsþingi LHS árið 2000, af Gísla J. Eyland, sem óskaði ekki eftir endurkosningu. Sama ár tók Vilhjálmur við varaformennsku í stjórn SÍBS af Gísla og varð formaður stjórnar Reykjalundar. Vilhjálmur gegndi starfi formanns samtakanna til ársins 2007, sem þá hétu Hjartaheill. Það ár tók Guðmundur Bjarnason við og hefur verið formaður stjórnar Hjartaheilla síðan. Vilhjálmur B. Vilhjálmsson var formaður LHS frá 2000 til 2007. Hjartagangan í fyrsta sinn var efnt til viðburðar sem hlaut nafnið „Hjartagangan“ 31. ágúst 1991. í Reykjavík var gengið í Elliðaárdalnum og auk þess á 30 stöðum v|ðs vegar um land. Gangan var vandlega undirbúin og m.a. mætti borgarstjórinn í Reykjavík við upphaf þessarar fyrstu göngu og flutti ávarp ásamt formanni undirbúningsnefndar, Haraldi Steinþórssyni. Gangan var fyrst og fremst hugsuð til þess að undirstrika hollustu gönguferða fyrir landsmenn og hjartasjúklinga sérstaklega. Alls tóku um 4.000 manns þátt í þessari fyrstu hjartagöngu. Næsta ár var gengið í lok júní og tók LHS í tengslum við það þátt í fjöldahreyfingu á vegum ÍSÍ, sem nefndist: „Heilbrigt líf - hagur allra“. Ekki reyndist það breyta miklu varðandi þátttöku í Guðmundur Bjarnason hefur verið fonnaður Hjartaheilla síðan 2007. Hjartagangan 31. ágúst 1991. ------------------------------------------Z> göngunni. Hjartagangan hefur verið árlegur viðburður á vegum hjartasjúklinga og var framan af alltaf gengið um hásumarið, oft í júní, en hin síðari ár oftast í september. Árið 2000 var stofnað til alþjóðlegs hjartadags, í september ár hvert, og féll það vel saman við hjartagönguna, sem síðan var tengd þessum degi. Blóðþrýstingsmælingar- SÍBS lestin í nóvember árið 2000 bauð LHS upp á ókeypis blóðþrýstings- og blóðfitumælingu í Stykkishólmi í tilefni af tíu ára afmæli Félags hjartasjúklinga á Vesturlandi. Um 130 manns mættu og létu mæla sig og haldinn var fræðslufundur í tengslum við þennan atburð. Þetta var reyndar ekki það fyrsta sem gert var af þessu tagi á vegum LHS. Um 1200 manns voru mældir 1 Perlunni, þegar sýningin „Heilsa og heilbrigði“ var þar árið 1995, en samtökin áttu aðild að sýningunni. Þá var þess getið að þetta hefði verið gert á sama hátt tveimur árum áður, árið 1993. Frá átaksfundi LHS í Perlunni. Upphafið má e.t.v. rekja til 2. þings LHS, 18. - 19. september, 1992. Þingið skoraði á heilbrigðisráðherra að láta fara fram á næstu 5 árum skoðun á kólesteróli og blóðþrýstingi allra landsmanna, 35 ára og eldri. Jafnframt verði gerð könnun á reykingum, hreyfingu og mataræði hjá viðkomandi aðilum.24 Þorkell Guðbrandsson hjartalæknir flutti erindi að loknum mælingum og kom að framkvæmd þeirra. Hann sagði í pistli í Velferð, að fjölmargir hefðu haft of há gildi og að margir hefði síðan haft samband við heilsugæsluna í Stykkishólmi í framhaldi af því og fengið viðeigandi meðferð. Árið eftir stóðu SÍBS deildin á Austurlandi og Félag hjarta- sjúklinga á Austurlandi sameiginlega að blóðþrýstingsmælingum og fræðslu og komu Pétur Bjarnason framkvæmdastjóri SÍBS og Ásgeir Þór Árnason framkvæmdastjóri LHS að þessu átaki, en einnig voru flutt þar fræðsluerindi um hjarta- og lungnasjúkdóma. Sama ár vor mælingar í tengslum við Hjartagönguna, á Akureyri, í Reykjavík og Vestmannaeyjum. Þátttaka var svo góð að ekki hafðist undan að mæla. Nú var boltinn farinn að rúlla. Mælt var vítt um land á næstu árum á vegum aðalskrifstofunnar í samvinnu við svæðisfélögin og heilsugæslu staðanna og einnig farið í stofnanir og fyrirtæki, m.a. í Alþingi, til ríkisendurskoðenda og miklu víðar. Alls staðar var þessu framtaki fagnað og víða fundust einstaklingar sem senda þurfti til frekari rannsókna eða læknismeðferðar. Til viðbótar við áðurnefndar mælingar hefur einnig verið mæld súrefnismettun og kjörþyngdarstuðull. Þess má geta að við mælingar í Mjódd á Hjartadaginn 2001 voru um 400 mældir, þar af voru 13% með greindan háþrýsting og 15% flokkuðust í offituhóp. Þetta kom velferð 13

x

Velferð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.