Velferð - 01.10.2013, Qupperneq 18

Velferð - 01.10.2013, Qupperneq 18
trúnaðarmenn til að gæta hagsmuna Hjartaheilla á viðkomandi svæði. Peim ber þó að skila árlega yfirliti yfir starfsemi sína og fjárreiður til Hjartaheilla. Pá skulu tenglarnir eða trúnaðarmennirnir velja fulltrúa á aðalfund samtakanna í samráði við framkvæmdastjóra Hjartaheilla. Breyting þessi helgast af þeirri staðreynd að erfitt hefur verið að halda úti öflugu og formlegu félagsstarfi í sumum landshlutadeildunum og er þá heimilt að haga starfseminni með þeim hætti sem hér er lýst. Lítt eða ekki hefur þó reynt á þetta félagsform enn sem komið er.35 Stefnumótun fyrir Hjartaheill Nemendur við Háskólann í Reykjavík áttu frumkvæði að því að vinna skýrslu, sem þau nefndu „Stefnumótun fyrir Hjartaheill" með fjölmörgum hugmyndum um starfsemi samtakanna. Fór fram nokkur vinna innan stjórnar til að vinna úr hugmyndum skýrslunnar. Stefnumótunarnefnd á vegum stjórnarinnar vann árið 2011 að þessu verkefni og skilaði tillögum til stj órnarinnar um breytt skipurit, hlutverk, markmið til næstu ára og framtíðarsýn fyrir samtökin ásamt tillögum um nýjar fjáröflunarleiðir og slagorð. Markmiðið var m.a. að einfalda stefnuskrána frá því sem verið hafði. Stjórnin tók tillögurnar til afgreiðslu og gerði þær flestar að stefnu Hjartaheilla. Það er við hæfi að birta í lokin hlutverk og framtíðarsýn Hjartaheilla eftir þessa endurskoðun, en auk þess voru sett markmið til næstu fimm ára i starfinu, en þau verða ekki tíunduð hér.36 Hlutverk Hjartaheilfa er: • að sameina hjartasjúklinga, aðstandendur þeirra og áhugafólk um heilbrigt hjarta • að stuðla að betri heilsu og bættum lífsgæðum í íslensku samfélagi, með áherslu á framfarir í forvörnum, fræðslu og meðferð hjartasjúkdóma • að standa vörð um hagsmuni og réttindi hjartasjúklinga • að starfa faglega • að framfylgja markmiðum samtakanna HjartaHeill C Ásgeir Þór Árnason, framkvœmdastjóri Hjartaheilla. Framtíðarsýn Hjartaheilla: • Hjartaheill verði öflug hagsmunasamtök á sviði heilbrigðismála á íslandi með stóran og virkan hóp félagsmanna. • Hjartaheill verði leiðandi við að bæta lífsgæði landsmanna með eflingu forvarna og fræðslu um hjartasjúkdóma. Formenn LHS / Hjartaheilla frá upphafi: Ingólfur Viktorsson 1983 - 1990 Sigurður Helgason 1990 - 1996 GísliJ. Eyland 1996-2000 Vilhjálmur B. Vilhjálmsson 2000 - 2007 Guðmundur Bjarnason 2007 - Tilvísanir 1 Bengt W Johansson. „Sagan stendur hjartanu næst. Kransæðasjúkdómar í sögunnar rás.“ Lœknahlaöió, 91. árg. 3.tbl., 2005. 2 Grétar Ólafsson. „Stutt ágrip af sögu hjartaskurðaðgerða. “ Velferð, 4. árg. 1. tbl. 1992. bls. 14. 3 Gestur Þorgeirsson og Högni Óskarsson. „Stiklað yfir 100 ár í þróun læknisfræðinnar." Læknablaðið, 91. árg. 10. tbl. 2009. 4 Gunnlaugur Sigfússon. „Hjartaígræðsla.“ Læknablaðið, 86. árg. 9. tbl. 2000, bls. 583-586. 5 Ingólfur Viktorsson. „Landssamtök hjartasjúklinga". Reykjalundur, 38. árg. 1984 bls. 21 - 29. 6 Þórarinn Arnórsson. „Brjósthols- og hjartaskurðlækingar á lslandi.“ Læknablaðið, 99. árg. 6. tbl. 2013, bls. 318. 7 „Hjartaskurðlækningar hafnar á Landspítala." DV 6. október 1983. 8 Lög LHS, samþykkt á sto'fnfundinum. 9 2. Stjórnarfundur LHS, 9. nóvember, 1983. 10 7., 8. og 11. stjórnarfundir LHS, 11. júlí, - 3. september 1990. 11 Skýrsla stjórnar LHS til aðalfundar 1. júní, 1985. 12 20. stjórnarfundur LHS, 8. mars, 1986. 13 Skýrsla stjórnar LHS til aðalfundar 28. júní,1986. 14 Ingólfur Viktorsson. „Óskir okkar og vonir hafa ræst“. Velferð, 1. tbl. l.árg. 1989, bls. 4-8. 15 Fundargerð aðalfundar LHS, 10. mars, 1990 og framhaldsaðalfundar 31. mars 1990. 16 Velferð, 2. árg. 3. tbl. 1990, fréttir í blaðinu af stofnun deildanna. 17 Fundargerð 26. þings SÍBS, 15.-16. október 1988. 18 512. fundur stjórnar SlBS, 5. júlí, 1990. 19 „LHS verður vel fagnað innan raða SÍBS“. Velferð, 3. árg. 1. tbl. júní, 1991. 20 Jón Þór Jóhannsson. „ LHS er formlega gengið í raðir SÍBS“, Velferð, 4. tbl. 2. tbl., bls. 4. 21 „Norrænu hjartasamtökin-Vilja gera árið 1996 að Norrænu hjartaári“. Velferð, 5. árg. 3. tbl. bls. 28 - 33. 22 „Söguleg stund“. Velferð, 8. árg. 4. tbl. bls. 15 23 Velferð 10. árg. 1. tbl. bls. 11. 24 „Öflug starfsemi og næg verkefni framundan". Velferð, 4. árg. 2. tbl. bls. 25 - 31. 25 „Um 400 manns mældir í Mjódd“. Velferð, 13. árg. 2. tbl. bls. 4-5. 26 Ársskýrsla Hjartaheilla til aðalfundar 2012. 27 Skýrsla framkvæmdastjóra til formannafundar Hjartaheilla, 6. sept. 2008. 28 Rúrik Kristjánsson, viðtal PB við hann, 6. febrúar, 2013. 29 Pétur Bjarnason. „Perluvinir eru að komast á fermingaraldurinn“, SIBS blaðið, 27. árg. 2. tbl. 2011, bls. 23. 30 Ásgeir Þór Árnason. „Hringurinn-1400 km. á 15 dögum“. SÍBS blaðið 21. árg. 3. tbl. 2005, bls. 18 - 19. 31 Skýrsla Hjartaheilla til SÍBS þings 2010. 32 Skýrsla Hjartaheilla til SlBS þings, 27. október, 2012. 33 14. - 16. fundur stjórnar LHS, 7. apríl - 6. júní, 2000. 34 Pétur Bjarnason. Sigur lífsins, SÍBS í 75 ár. Reykjavík, 2013, bls. 224-227. 35 Upplýsingar í tölvubréfi frá Guðmundi Bjarnasyni, dags. 18. september, 2013. 36 Nefndarálit stefnumótunarnefndar Hjartaheilla, 12.04.2011. 18 VELFERÐ

x

Velferð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.