Fréttablaðið - 23.02.2019, Blaðsíða 120
Dreifing dreifing@postdreifing.is
Ef blaðið berst ekki 800 1177
Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 550 5000
Ritstjórn 550 5070 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild 550 5050 auglysingar@frettabladid.is Prentun Ísafoldarprentsmiðja
mest lesna dagblað landsins.
ÞÚ GETUR NÁLGAST FRÍTT EINTAK AF
FRÉTTABLAÐINU VÍÐSVEGAR UM LANDIÐ.
Óskir þú eftir því að fá blaðið í áskrift, hafðu samband við Póstdreifingu.
Sirrýjar
Hallgrímsdóttur
BAKÞANKAR
Allir í
bátana!
GRADVIS
blómapottur Ø12cm
Pottaplanta
aloe vera 950,-
2.990,-
Það hefur lengi legið fyrir að fjórmenningaklíkan, Sólveig, Ragnar, Gunnar Smári og
Vilhjálmur, ætlar ekki að semja.
Markmiðið er átök, þau vilja breyta
samfélaginu og til þess ætla þau
að beita verkalýðsfélögunum. Það
verður ekki gert með skynsamleg
um samningum sem skila launafólki
auknum kaupmætti, lágri verðbólgu
og fullri atvinnu. Ekkert fútt í því.
Fjórmenningarnir hafa tileinkað
sér orðræðu og slagorð úr stétta
baráttu þriðja og fjórða áratugar
síðustu aldar með áberandi hætti.
En þrátt fyrir slagorðin, vaxandi
reiði, sívaxandi hneykslan, úthlaup
af fundum og annað slíkt þá er
augljós munurinn á þessum hópi
og verkalýðsleiðtogum eins og til
dæmis Guðmundi Jaka. Allir skynj
uðu heilindi Jakans, fyrir hverju
hann barðist af hörku og þáttur
hans í þjóðarsáttinni skilaði launa
fólki gríðarlegri kjarabót. Gunnar
Smári er enginn Jaki, nýuppfundinn
sósíalismi hans væri hlægilegur ef
afleiðingar væru ekki alvarlegar.
Hver skyldi þurfa að borga fyrir
stjórnmálabrölt fjórmenninga
klíkunnar? Verður það „auðstéttin“
sem Sólveigu Önnu verður svo tíð
rætt um? Nei, ekki aldeilis. Það fólk
er búið að breyta lánunum sínum
í óverðtryggð lán og það fólk mun
ekki missa vinnuna þegar harðnar
á dalnum.
Við höfum nefnilega séð þetta
allt áður, oft. Laun hækka langt
umfram framleiðni, verðlag hækkar
og gengið fellur, fyrirtækin fækka
starfsfólki. Það er hægt að fletta upp
á þessari sögu t.d. í Öldinni okkar,
ef maður nennir ekki að hlusta á
hagfræðingana. En það er láglauna
fólkið sem skuldar verðtryggt og
það er láglaunafólkið sem missir
fyrst vinnuna. Ríka liðið sleppur.
Herkostnaðurinn af stjórnmála
baráttu fjórmenningana mun falla
á launafólk. En hva, það þarf að færa
fórnir fyrir byltinguna.
Fjórmenninga-
klíkan
2
3
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:3
0
F
B
1
2
0
s
_
P
1
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
6
3
-3
0
F
4
2
2
6
3
-2
F
B
8
2
2
6
3
-2
E
7
C
2
2
6
3
-2
D
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
1
2
0
s
_
2
2
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K