Fréttablaðið - 23.02.2019, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 23.02.2019, Blaðsíða 38
Jói segir að öllu sé tjaldað til í köku ársins en hún er venjulega kynnt á konu- daginn. „Kakan er einstaklega fersk og góð að þessu sinni,“ segir hann. „Kakan inniheldur bitter marsipan og appelsínutröffel frá Odense sem gerir hana létta og bragðgóða. Kökuna er hvort sem heldur hægt að færa frúnni í morgunmat en ekki síður sem eftirrétt eftir frábæra kvöldmál- tíð. Þetta er svo skemmtilegur dagur enda bíður fólk spennt eftir að fá að smakka köku ársins á hverju ári,“ segir Jói. „Mér finnst frábært að útbúa flottan morgunverð með brauði, salati, pestó, ostum og ýmsu áleggi. Kannski eitthvað sætt á eftir, til dæmis súkkulaði croissant. Það er vel hægt að gleðja konuna með því að vekja hana í ilmandi kaffi og bakkelsi á konudaginn. Síðan myndi ég elda flottan, léttan kvöld- verð, til dæmis eitthvað ítalskt, og hafa þá köku ársins í eftirrétt. Það er einföld leið til að slá í gegn á þessum degi,“ segir Jói sem sjálfur getur ekki útbúið morgunverð heima þar sem hann er bundinn í vinnu. „Ég hef aldrei verið heima á konudagsmorgun,“ segir hann. „Þetta er einn af annasömustu dögum ársins í bakaríinu og það er svo gaman að taka á móti öllum þessum eiginmönnum og unn- ustum sem ætla að koma konunni sinni á óvart. Þeir eru venjulega mættir eldsnemma enda vilja þeir hafa allt tilbúið áður en hún vaknar. Við opnum bakaríin klukkan átta og allt starfsfólk er ræst út þennan dag.“ Bakarí Jóa Fel hafa boðið upp á köku ársins á konudaginn í mörg ár og hún er alltaf jafnvinsæl. Kakan hefur verið lengi í undir- búningi en hún er síðan skreytt aðfaranótt konudagsins. „Menn mæta til vinnu klukkan þrjú um nóttina og hefjast handa enda eru um fimm hundruð kökur seldar þennan dag,“ segir Jói en flest allir bakarar sem eru í Landssambandi bakara bjóða upp á köku ársins. Jói er formaður samtakanna. „Það er alltaf mikill spenningur meðal bakara jafnt sem almenn- ings að sjá og smakka köku ársins. Að þessu sinni er þetta einstaklega góð kaka og falleg. Hún mun gleðja allar konur. Í kökunni er súkku- laði, appelsínugel og marsipan svo þetta getur ekki klikkað. Fólk á að gera vel við sig á konudaginn og njóta. Það er mjög einfalt að koma við í bakaríinu og kaupa bæði brauð og sætmeti,“ segir hann. „Ég segi stundum að það sé æðislegt að afgreiða karlana því það er hægt að plata öllu inn á þá,“ segir Jói í gam- ansömum tón. En þess má geta að yfir tíu þúsund slíkar kökur seljast um land allt þennan eina dag. „Það hefur skapast svo skemmtileg hefð og stemming í kringum köku ársins,“ segir bakarinn. Nú geta eiginmenn í Grafarvogi einnig náð sér í morgunverðar- bakkelsi og köku ársins því að nýtt bakarí Jóa Fel var opnað í Spöng- inni í síðustu viku. Því hefur verið afar vel tekið af Grafarvogsbúum enda hafa þeir verið bakaríslausir um lengri tíma. „Við höfum fengið ótrúlegar góðar viðtökur í Spöng- inni og hlökkum til að þjónusta íbúa þar,“ segir Jói Fel. Bakarí Jóa Fel eru í Holtagörðum, Spönginni, JL-húsinu, Garðabæ og Smáralind. Opnunartími er alla virka daga frá 7-18 og 8-18 um helgar nema í Smáralind þar sem opnunartíminn 8.30-18 virka daga, 10-18 á laugardögum en 12-18 á sunnudögum. Nánar má skoða opnunartíma og þjónustu á heimasíðunni joifel.is. Bakararnir hjá Jóa Fel eru á fullu í undirbúningi fyrir konudaginn. Kaka ársins rennur ofan í landsmenn þennan dag. MYNDIR/SIGTRYGGUR ARI Jói Fel hefur hér sett upp ákjósanlegan morgunverðarbakka með ýmsu góðgæti og nýbakað brauð að auki. Pestó, salöt, ostur, álegg og grænmeti. Það er fullt af alls kyns brauðmeti og sætindum sem bíður herranna á konudag fyrir morgunglaðninginn. Jói Fel tekur glaður á móti þeim. Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 550 5762 | Elín Albertsdóttir, elin@ frettabladid.is, s. 550 5761 | Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@frettabladid.is, s. 550 5765 | Starri Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 550 5763 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653, Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 3 . F E B R ÚA R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 2 3 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 0 F B 1 2 0 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 6 3 -A C 6 4 2 2 6 3 -A B 2 8 2 2 6 3 -A 9 E C 2 2 6 3 -A 8 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 0 s _ 2 2 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.