Fréttablaðið - 23.02.2019, Blaðsíða 86
Hjá Landspítala
dró Job.is úr aug-
lýsingakostnaði án þess
að drægi úr fjölda
umsókna.
Í dag erum við
óhræddari við að
skipta um störf ef við
sjáum tækifæri til að
vaxa á nýjum stað.
Job.is er fyrsti atvinnuaug-lýsingavefurinn á Íslandi og fagnar nú 20 ára afmæli sínu,“
segir Sigríður Sigmarsdóttir sem
tók við rekstri fyrirtækisins í árs-
byrjun eftir að hafa starfað hjá því í
hálft annað ár og líkað vel.
Sigríður tók við stjórnartaum-
unum af Kolbeini Pálssyni og Guð-
jóni Guðmundssyni, stofnendum
Job.is.
„Job.is er atvinnuauglýsinga-
vefur þar sem fyrirtæki geta
auglýst eftir starfsfólki á auð-
veldan og ódýran máta,“ upplýsir
Sigríður. „Fyrirtæki greiða fyrir
auglýsingar sem sendar eru í
tölvupósti til atvinnuleitenda og
atvinnuleitendur skrá sig frítt og fá
senda tölvupósta þegar ný störf eru
auglýst. Þeir geta svo stillt vaktina
sína og fengið þá eingöngu senda
tölvupósta með störfum sem þeir
hafa áhuga á.“
Job.is hefur frá upphafi leitast
við að halda verðum í lágmarki og
hefur verðskráin ekki hækkað í
tvö ár.
„Nýjasta viðbótin í flóru Job.is
eru fastir samningar við fyrirtæki
sem þurfa ítrekað að auglýsa eftir
starfsfólki. Þeir bjóða að auki sjálf-
virka innkeyrslu starfa og auðvelda
þar með störf mannauðsstjóra og
markaðsfólks því eingöngu þarf að
setja starf á heimasíðu fyrirtækis-
ins og þá keyrist það inn til Job.is,“
útskýrir Sigríður.
Landspítali háskólasjúkrahús
er stærsti vinnustaður landsins.
Hann hefur nú í tvö ár birt öll laus
störf á Job.is og ber fyrirtækinu vel
söguna.
„Forsvarsmenn mannauðs-
sviðs Landspítala sáu að flestar
umsóknir bárust rafrænt og því gaf
augaleið að auglýsa sem flest störf
á vefnum. Job.is dró úr auglýsinga-
kostnaði án þess að drægi úr fjölda
umsókna,“ upplýsir Sigríður.
Fyrir minni fyrirtæki er auðvelt
að nýta sér mannauðsstjórann hjá
Job.is.
„Mannauðsstjórinn fylgir með
þegar auglýsing er keypt og því
er auðveldlega hægt að flokka
umsóknir og halda utan um
ráðningarferlið án þess að fylla
pósthólfið af umsóknum,“ segir
Sigríður um Job.is sem er í stöðugri
þróun.
„Því ferli lýkur aldrei þar sem
tækninýjungar eru daglegt brauð
og ég hlakka til að kynna allar þær
nýjungar sem verða í boði árið
2019.“
Nánari upplýsingar á job.is.
Síungur, ferskur og traustur
Atvinnuauglýsingavefurinn Job.is stendur á tvítugu. Vefurinn er einkar skilvirkur og þægilegur í
notkun og verð fyrir þjónustuna er í lágmarki. Fjölmargar nýjungar verða kynntar á afmælisárinu.
Sigríður Sigmarsdóttir er eigandi og framkvæmdastjóri Job.is. MYND/EYÞÓR
Það sem appið hefur fram yfir vefinn er starfsvakt þar sem umsækjendur geta vaktað störf eftir þekkingu, áhugasviði og jafnvel staðsetningu.
Anna Brynja Baldursdóttir sam-
skiptastjóri. MYND ALDÍS PÁLSDÓTTIR
Þegar Alfreð fór í loftið árið 2013 þá var aðeins um að ræða einfalt app fyrir
atvinnuauglýsingar. Síðan þá
hefur Alfreð tekið stakkaskiptum
og er í dag stærsti atvinnuleitar-
miðill landsins með tugi þúsunda
notenda sem skoða atvinnuaug-
lýsingar daglega á alfred.is eða í
Alfreð appinu. „Stærsta breytingin
var að bæta ráðningarkerfi við
auglýsingakerfið sem gerir ein-
staklingum kleift að sækja um
með Alfreð prófílunum sínum,“
segir Anna Brynja Baldursdóttir,
samskiptastjóri hjá Alfreð.
Hvað er Alfreð prófíll?
„Einstaklingar í atvinnuleit geta
stofnað Alfreð prófíl á vefnum
eða í appinu og inniheldur hann
helstu atriði sem mikilvægt er
að komi fram um umsækjendur
eins og menntun og starfsreynslu.
Það þægilega við prófílinn er að
það þarf bara að fylla hann út
einu sinni og þá er hann tilbúinn
til notkunar. Til að mynda þegar
umsækjandi fær tilkynningu úr
„vaktinni“ sinni um starf sem
gæti hentað honum þá gæti hann
sótt um strax ef fyrirtækið velur
að taka við „prófílumsóknum“ í
gegnum ráðningarkerfi Alfreðs,“
útskýrir Anna Brynja.
Hvernig vaktar maður störf?
„Það sem appið hefur fram yfir
vefinn er starfsvakt þar sem
umsækjendur geta vaktað störf
eftir þekkingu, áhugasviði og jafn-
vel staðsetningu. Þegar starf, sem
passar við vakt einhvers umsækj-
anda, er birt, þá fær viðkomandi
tilkynningu beint í símann um
starfið. Raunveruleikinn í dag er
sá að við erum óhræddari við að
skipta um störf ef við sjáum tæki-
færi til að vaxa á nýjum stað og
það tel ég heilbrigt viðhorf. Þetta
held ég að sé ein meginástæðan
fyrir fjölda prófílnotenda í Alfreð
en þeir eru yfir 70 þúsund í dag.
Það eru svo margir að velta fyrir
sér næsta skrefi eða vilja einfald-
lega vakta draumastarfið.“
Eru fjölbreytt störf í boði
inni á Alfreð?
„Það er gaman að segja frá því að
fjölbreytileikinn á milli atvinnu-
auglýsinganna hefur aukist með
hverju árinu. Í fyrra voru að með-
altali 650 auglýsingar í birtingu í
hverjum mánuði en þær koma úr
öllum áttum og í þeim er óskað
eftir starfsfólki með fjölbreyttan
bakgrunn. Nú fara til að mynda öll
störf á vegum Kópavogsbæjar inn
í Alfreð og tekur bærinn við próf-
ílumsóknum í gegnum ráðningar-
kerfi Alfreðs. Þar kennir ýmissa
grasa þegar kemur að störfum svo
það er óhætt að segja að hægt sé að
finna mjög fjölbreytta flóru starfa
inni á Alfreð,“ segir Anna Brynja
að lokum.
Sæktu um starf með einum
smelli í Alfreð appinu
Alfreð er í dag
stærsti atvinnu-
leitarmiðillinn á
Íslandi og býður
upp á einfalda,
nýstárlega og
gjaldfrjálsa leið
til að sækja um
störf.
4 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . F E B R ÚA R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RRÁÐNINGARÞJÓNUSTA OG RÁÐGJÖF
2
3
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:3
0
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
7
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
6
3
-9
3
B
4
2
2
6
3
-9
2
7
8
2
2
6
3
-9
1
3
C
2
2
6
3
-9
0
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
1
2
0
s
_
2
2
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K