Mosfellingur - 11.01.2018, Page 4
www.lagafellskirkja.is
kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna
sunnudagurinn 14. janúar
Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00
Sr. Kristín Pálsdóttir
sunnudagurinn 21. janúar
Kvöldguðsþjónusta kl. 20:00
Sr. Arndís Linn
sunnudagurinn 28. janúar
Guðsþjónusta í Mosfellskirkju kl. 11:00
Sr. Arndís Linn
sunnudagaskólinn
er í Lágafellskirkju
á sunnudögum kl. 13:00
Foreldarmorgnar
eru í safnaðarheimilinu á
fimmtudagsmorgnum kl. 10:00
ttt æskulýðsstarf
fyrir tíu til tólf ára er í safnaðarheimilinu
á fimmtudögum kl. 16.
sOund æskulýðsstarf fyrir ungmenni
í 8. til 10. bekk er á fimmtudags-
kvöldum kl. 20:00
- Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64
Gunnar og Halldóra
hljóta fálkaorðu
Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum
þann 1. janúar 2018, sæmdi forseti
Íslands, Guðni Th. Jóhannesson,
tólf Íslendinga heiðursmerki hinnar
íslensku fálkaorðu. Mosfellingar
áttu tvo fulltrúa í þessum hópi.
Gunnar V. Andrésson ljósmyndari
hlaut riddarakross fyrir störf á
vettvangi íslenskra fjöl-
miðla. Gunnar er einn
reyndasti blaðaljós-
myndari landsins og
hefur starfað við fagið
í áratugi. Gunnar
tekur myndir fyrir
Fréttablaðið og Vísi.
Halldóra Björnsdóttir
íþróttafræðingur hlaut
einnig riddarakross fyrir
framlag sitt til heilsuvernd-
ar og lýðheilsu. Halldóra starfar
sem kennari í Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti. Einnig starfar hún sem
framkvæmdarstjóri Beinverndar
auk þess að hafa stýrt Morgunleik-
fimi á RÚV í 30 ár.
Allar upplýsingar um starfið í sókninni er að finna á heimasíðu kirkjunnar
w w w. l a g a fe l l s k i r k j a . i s
Heitt vatn og leik-
skólagjöld lækka
Um áramót lækkaði verð á heitu
vatni til Mosfellinga um 5 prósent.
Verð á útseldum rúmmetra af heitu
vatni frá Hitaveitu Mosfellsbæjar er
því í dag 112,88 krónur. Heita vatnið
er þannig 21,1 prósenti ódýrara
í Mosfellsbæ en hjá Veitum sem
sjá m.a. Reykvíkingum fyrir vatni.
Haraldur Sverrison bendir á að um
40% af heita vatni Veitna komi frá
Mosfellsbæ.
Þann 1. janúar lækkaði einnig
almennt leikskólagjald um 5% og
munu foreldrar greiða lægra gjald
um næstu mánaðamót. Á árinu
2017 samþykkti bæjarstjórn þá
nýlundu að öll börn 18 mánaða
og eldri greiddu leikskólagjald
óháð vistunarformi. Á þessu ári
verður bætt um betur og aldurinn
færður niður í 13 mánaða. Sama
gjald er nú greitt hvort sem börn
eru hjá dagforeldrum, í leikskólum
í Mosfellsbæ eða í einkareknum
leikskólum utan bæjarfélagsins.
Helgafell fasteignasala · Stórhöfða 33 · 110 Reykjavík S. 566 0000 · www.helgafellfasteignasala.is
Guðbrandur
Löggiltur
fasteignasali
Rúnar
Löggiltur
fasteignasali
Knútur
Löggiltur
fasteignasali
Gunnar
Hdl. Löggiltur
fasteignasali
Hólmar
Nemi til
fasteignasala
Jón
Nemi til
fasteignasala
Rúrý
Innanhúss-
ráðgjafi
Linda
Nemi til
fasteignasala
Þrastarhöfði 2
270 Mosfellsbær
98,1 fm 3 herb. Bílageymsla
Rúnar 7755 805 44.600.000
Tröllateigur 24
270 Mosfellsbær
120,6 fm 3 herb. Bílageymsla
Rúnar 7755 805 45.900.000
Laxatunga 179
270 Mosfellsbær
203,4 fm Endaraðhús Ein hæð Innb. bilskúr
Rúnar 7755 805 82.900.000
Gerplustræti 12
270 Mosfellsbær
80 fm 3-4 herb Stæði í bílageymslu
Knútur 7755 800 41.000.000
ný íbúð
Afhendist án gólfefna
GLÆSILEGA InnRÉTTAð
VefaRasTRæTi 16-22
270 Mosfellsbær
sjá nánar á www.helgafellfasteignasala.is
Líklega vönduðustu íbúðir landsins
Sýnum samdægurs
33-61 milljónVerð
hjá byggingaraðila
Möguleiki
á viðbótar-
fjármögnun
Tveggja TiL fjögurra
herbergja íbúðir
Vandaðar sérsmíðaðar innréttingar frá
Axis, lýsing frá Lumex og góð lofthæð.
Húsið er staðsteypt, klætt báruáli frá
Áltak, þar sem hönnunin fær að njóta
sín til fulls.
Innsteypt innfelld lýsing undir svölum.
Hiti undir steyptri stétt.
Bílageymsluhús í sérflokki með 35
stæðum ásamt 41 bílastæði utandyra.
Sameign og lóð eru fullfrágengin.
Rafmagnsopnanir í anddyrum,
teppa-, og flísalögð sameign.
Hljóðplötur í sameign til að dempa hljóð
utan íbúðar.
Ljósleiðaratenging komin inn í íbúðir.Afhending við kaupsamning
Mikill metnaður einkennir alla hönnun og efnisval
nOKKRAR íbúðIR EFTIR
VoGaTunGa Raðhús á einni hæð · 270 Mosfellsbær
130 fm raðhús
á einni hæð
með bílskúr.
Afhendast
rúmlega fokheld.
Afhending
í febrúar. Hafið samband við sölumenn
AðEInS 3 húS EFTIR
Mosfellsbær er í öðru sæti samkvæmt
árlegri könnun Gallup á þjónustu sveitar-
félaga en könnunin mælir viðhorf íbúa til
þjónustu í 19 stærstu sveitarfélög-
um landsins.
Þegar íbúar í Mosfellsbæ
eru spurðir hversu ánægð-
ir eða óánægðir þeir séu
með Mosfellsbæ sem
stað til að búa á eru 91%
aðspurðra ánægðir eða
mjög ánægðir. Athyglis-
vert er að varla sést neinn
munur á afstöðu til þess-
arar spurningar eftir bak-
grunnsbreytum eins og aldri,
kyni, menntun eða tekjum.
Í fremstu röð meðal sveitarfélaga
Alls eru 84% íbúa í Mosfellsbæ ánægðir
með aðstöðu til íþróttaiðkunar. Spurðir um
þjónustu Mosfellsbæjar í heild eru 84%
mjög eða frekar ánægðir sem er óbreytt
hlutfall milli ára. Þegar spurt er um gæði
umhverfisins í nágrenni við heimili reynast
83% ánægðir og 78% eru ánægð með þjón-
ustu í tengslum við sorphirðu bæjarins og
er Mosfellsbær þar í efsta sæti meðal sveit-
arfélaga. Ánægja með þjónustu í leik-
skólum bæjarins mælist um 75%.
Mosfellsbær er samkvæmt
könnuninni vel yfir lands-
meðaltali í öllum málaflokk-
um og raunar í fremstu röð
meðal sveitarfélaga sem
mældir eru nema einum.
Sá málaflokkur er þjónusta
grunnskóla bæjarins sem
dalar lítillega milli ára. Þess-
ar niðurstöður er því mikilvægt
að rýna og nýta þannig til þess
að gera enn betur á nýju ári, segir í
tilkynningu frá Mosfellsbæ.
Mikill uppbygging
Mikil uppbygging á sér nú stað í Mos-
fellsbæ þar sem nýtt hverfi í Helgafellslandi
rís nú á miklum hraða og stefnt er að opn-
un Helgafellsskóla í byrjun árs 2019. Íbúum
fjölgaði á síðasta ári um 8% sem verður að
teljast verulegur vöxtur og verkefni bæj-
arins er að sjá til þess að þessi vöxtur hafi
jákvæð áhrif á íbúana og þjónustu við þá.
stoltur af niðurstöðunni
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri segist
ánægður með útkomuna og að könnunin
veiti upplýsingar sem unnt sé að nýta til að
gera gott enn betra.
„Það er gott að fá það enn og aftur
staðfest að Mosfellingar eru ánægðir með
bæinn sinn. Við höfum ávallt verið í einu af
þremur efstu sætunum þegar spurt er um
Mosfellsbæ sem stað til að búa á, og ég er
stoltur af því. Fólk vill setjast að í bænum
okkar eins og sést á hinni miklu íbúafjölg-
un sem nú á sér stað. En það má alltaf gera
betur og við þurfum að huga vel að þeim
þáttum sem koma síður út í könnuninni.“
Heildarúrtak í könnuninni er
11.700 manns, þar af 438 svör úr
Mosfellsbæ. Nánari upplýsingar
má finna á www.mos.is.
91% íbúa ánægðir með Mosfellsbæ sem stað til að búa á • Árleg þjónustukönnun Gallup
Ánægðir íbúar í Mosfellsbæ
Ánægð(ur)
Hvorki né
Óánægð(ur)
91%
5% 4%
mosfellsbær
að vetrarlagi
Þorrablót Aftureldingar verður haldið í
íþróttahúsinu að Varmá 20. janúar. Miða-
sala og borðaúthlutun fer fram föstudaginn
12. janúar á Hvíta Riddaranum.
Líkt og áður er eingöngu hægt að taka frá
sæti gegn keyptum miða. Mikil stemning
hefur myndast í aðdraganda blótsins og
uppselt hefur verið undanfarin ár.
Þorrablótið á sér langa sögu í menningu
bæjarins, fyrsta blótið sem haldið var í
þessari mynd var árið 2008 og er því 10 ára
afmælisblót í ár. Þetta er stærsta fjáröflun-
arsamkoma Aftureldingar sem haldin er en
það eru handknattleiksdeildin og knatt-
spyrnudeildin sem halda blótið ár hvert.
Þorramatur og lamblæri úr kjötbúðinni
Að vanda sér Geiri í Kjötbúðinni um mat-
inn og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi
því auk hins hefðbundna þorramatar verður
á boðstólnum lambalæri og með því.
Hin þjóðkunni Gísli Einarsson er veislu-
stjóri og Salka Sól, Magni og Eyþór Ingi
munu halda uppi stuðinu á dansgólfinu
fram eftir nóttu ásamt hljómsveit Mosfell-
ingsins Tomma Tomm.
Borðaskreytingar munu fara fram kl. 12-
13:30 á blótsdegi. Mikill metnaður hefur
verið í borðaskreytingum hjá blótsgestum
og er það orðinn stór partur af þorrablóts-
undirbúningnum. Veitt eru verðlaun fyrir
skreytingarnar, þar sem óháð dómnefnd
dæmir borðin og gefur stig.
Allar upplýsingar um blótið má finna á
Facebook-síðu Þorrablóts Aftureldingar.
Undirbúningur hafinn fyrir þorrablót UMFA