Mosfellingur - 11.01.2018, Qupperneq 8
Margar tilnefningar
til Mosfellings ársins
Mosfellingum gafst kostur á að
tilnefna þá sem þeim þóttu verðugir
að hljóta nafnbótina Mosfellingur
ársins. Fjöldinn allur af tilnefn-
ingum barst í gegnum heimasíðu
blaðsins Mosfellingur.is. Mörg
skemmtileg ummæli fylgdu með,
eins og sjá má hér að neðan.
Guðrún Sigurðardóttir á Minna-
Mosfelli - Hún rekur þar gistiheimili
sem hefur hlotið 1. verðlaun hjá
Tripadvisor í mörg ár.
Elías Níelsson – Hann heldur vel
utan um karlana sína í UMFUS og er
ódrepandi fimmtugur.
Hafdís Huld - Gaf út frábæra tónlist
á árinu. Magnaður listamaður.
Gróa Karls - Hún er hetja í augum
mörg hundruð barna og foreldra
bæjarins. Gróa er með gullhjarta og
á heiðurinn skilið svo margfalt.
Ómar tónlistarkennari - Hann
stofnaði Skólakór Varmárskóla
og er enn mikilvægur hlekkur í
tónlistarmenningu bæjarins.
Úlfhildur Geirsdóttir - Hún
hefur í mörg ár verið öflug í söng og
skemmtilegheitum í bænum.
Margrét Þórdís Hallgrímsdóttir
Mosfellingar eru heppnir að hafa
konu eins og Möggu í sveitarfélag-
inu sem nær fram brosi og gleði hjá
fólki með viðhorfi sínu og nærveru.
Þorrablótsnefnd Aftureldingar
Þetta fólk er ótrúlegt, blótin verða
bara skemmtilegri og skemmtilegri
með hverju árinu.
Steindi Jr. (Mosfellingur ársins
2010) - Sett sig á hærra plan með
leik sínum í „Undir trénu“ og á hrós
skilið allt sem hann hefur áorkað.
Reynir Traustason - Hann hefur
góð áhrif á fólk í kringum sig í
sambandi við útiveru og hreyfingu.
Einar Hreinn - Einar er að vinna
ótrúlegt frumkvöðlastarf í eldhús-
inu á Reykjakoti.
Raggi Óla - Vinnur óeigingjarnt
starf sem ljósmyndari fyrir UMFA
og Mosfelling í þágu bæjarbúa.
Dagbjört Brynjarsdóttir - hefur
leiðbeint mörgum fyrstu skrefin
í skátastarfinu. Mér finnst vel
við hæfi að tilnefna hana sem
Mosfelling ársins.
Karl Eliníus Loftsson - Kalli hefur
alla tíð verið virkur þátttakandi í
félags- og íþróttalífi Mosfellinga.
Geirarður Long - Alltaf jákvæður
og öflugur stuðningsmaður íþrótta
í bæjunum og hvetur bæjarbúa að
mæta á íþróttaviðburði.
Kaleo (Mosfellingur ársins 2013)
Þeir eru frægustu Mosfellingarnir.
Þeir verðskulda þennan titil.
Kata og Mári - Þessi hjón eru
búin að ganga í gegnum þvílíkar
raunir og eru verðskulduð þessari
tilnefningu.
Anton Ari – Varð Íslandsmeisti með
Val og var kjörinn besti markmaður
Pepsideildarinnar 2017. Einn efni-
legasti knattspyrnumaður Íslandis.
- Fréttir úr bæjarfélaginu8
Rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson
er Mosfellingur ársins 2017. Hann gaf út
skáldsöguna Saga Ástu fyrir jólin og fékk hún
hvern fimm stjörnu dóminn á fætur öðrum.
Jón Kalmann er einn af fremstu rithöf-
undum þjóðarinnar og hefur margsinnis
verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs auk þess að hljóta Ís-
lensku bókmenntaverðlaunin. Á árinu var
hann jafnframt orðaður við sjálf Nóbels-
verðlaunin í bókmenntum.
Jón Kalman býr með eiginkonu sinni,
börnum og hundi í Svöluhöfða og hefur
fjölskyldan búið í Mosfellsbæ í rúm 20 ár.
„Maður er bara glaður að fólki finnst
ástæða til þess að velja mig,“ segir Jón Kalm-
an um útnefningu Mosfellings. „Þá kannski
hefur maður gert eitthvað gott.“
Byrjaður að skrifa næstu bók
Fyrsta bók Jóns Kalmans kom út árið
1988 og á hann því 30 ára rithöfundaafmæli
á árinu. Hann hefur gefið út 3 ljóðabækur
og 12 skáldsögur.
Er reglan að gefa út bók annað hvert ár?
Það hefur verið rytminn síðustu árin en
ekkert kappsmál. Ég tek mér svona rúmt ár
í hverja bók en kannski á eftir að hægjast
eitthvað á manni.
Ertu byrjaður á nýrri bók?
Já, ég byrjaði á nýrri bók undir lok síðasta
sumars en ég kláraði Sögu Ástu um vorið.
Annars tala ég aldrei um það sem ég er að
vinna að.
Hvenær megum við eiga von á næstu bók?
Það verður bara að koma í ljós. Ef takt-
urinn helst þá verður það í lok árs 2019
en svo gæti það líka alveg eins orðið 2029.
Skáldskapurinn er þannig að þú getur ekki
sagt honum fyrir verkum.
Og skrifarðu mest heima í Svöluhöfðanum?
Yfirleitt vinn ég heima en hef farið í
sumarbústað eða til útlanda. Ég kláraði
t.d. Sögu Ástu með því að vera tvo mánuði
í París. Ætli ég geri ekki meira af því í fram-
tíðinni. Það er mjög gott að geta einbeitt sér
algjörlega að því sem maður er að gera.
Ekkert lát á hugmyndaflæðinu
Í kvöld verður Himnaríki og helvíti frum-
sýnt í Borgarleikhúsinu. Sýningin byggir á
þríleik Jóns Kalmans, bókunum Himnaríki
og helvíti, Harmur englanna og Hjarta
mannsins – einu umtalaðasta stórvirki ís-
lenskra bókmennta á síðari tímum.
„Þetta verður löng sýning í þremur
hlutum. Ég hef svosem ekkert skipt mér af
uppfærslunni en ég er mjög spenntur að
sjá útkomuna. Vonandi sér maður eitthvert
nýtt og sjálfstætt verk.
Fram undan hjá Jóni er einnig útgáfa
nýjustu bókarinnar erlendis og eftirfylgni
sem tengist því.
En fær maður endalausar hugmyndir að
nýjum sögum?
„Ég er alltaf opinn og með alla anga úti,
þó oftast án þess að velta því fyrir mér. Mað-
ur er alltaf að taka inn umhverfið. Hingað
til hefur ekkert lát verið á hugmyndaflæð-
inu en verkin verða oft til á meðan maður
er að skrifa þau. Skáldskapurinn er þannig
að það er svo mikil óvissa í honum að þú
getur ekki skipulagt hann. Það finnst mér
mjög fallegt og mikilvægt.
Færðu einhvern innblástur í Mosó?
Maður er alltaf undir áhrifum frá um-
hverfi sínu og yfirleitt áhrif sem erfitt er að
setja fingur á. Ég sæki mikið í náttúruna hér
í kring og það andar einhvern veginn inn.
Nafn þitt kom upp í tengslum við Nóbels-
verðlaun, hefur þú eitthvað pælt í því?
Ekki þannig, en auðvitað ákveðin truflun
inn í hversdaginn manns. Ég lá samt ekkert
andvaka. Ég átti ekkert von á því að hljóta
titilinn, það eru svo margir góðir höfundar
til í heiminum. En auðvitað mikill heiður
og ánægja að vera nefndur.
Hvað myndir þú gera ef þú ynnir Nóbelinn?
Ef ég á að segja alveg eins og er þá hef ég
ekkert velt því mikið fyrir mér. En ég myndi
kaupa besta viskíið sem til er í ríkinu og
njóta gleðinnar.
Jón Kalman er Mosfellingur ársins • Leiksýning byggð á þríleik hans frumsýnd í kvöld
„Ekki hægt að segja skáld-
skapnum fyrir verkum“
Bæjarblaðið Mosfellingur hefur
staðið fyrir vali á Mosfellingi ársins
síðastliðin ár. Nafnbótina hafa hlotið:
2005 Sigsteinn Pálsson
2006 Hjalti Úrsus Árnason
2007 Jóhann Ingi Guðbergsson
2008 Albert Rútsson
2009 Embla Ágústsdóttir
2010 Steinþór Hróar Steinþórsson
2011 Hanna Símonardóttir
2012 Greta Salóme Stefánsdóttir
2013 Hljómsveitin Kaleo
2014 Jóhanna Elísa Engelhartsd.
2015 Sigrún Þ. Geirsdóttir
2016 Guðni Valur Guðnason
2017 Jón Kalman Stefánsson
moSfEllInGuR ÁRSInS
Jón Kalman tekur við viðurkenningunni úr höndum Hilmars Gunnarssonar ritstjóra Mosfellings.
Védís dóttir Jóns Kalmans heldur á verðlaunagripnum sem hannaður er af Þóru Sigurþórsdóttur.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur lýst yfir
vilja sínum til að leysa vanda fólks sem
neyðst hefur til þess að flýja heimaland sitt
vegna ofsókna, með því að ganga til samn-
inga við velferðarráðuneytið um móttöku
flóttamanna frá Úganda.
Um er að ræða tíu einstaklinga í fimm
fjölskyldum, þar af þrjú börn. Lögð er
áhersla á að veita fólkinu heildstæða
þjónustu sem stuðlar að öryggi og aðlögun
hinna nýju íbúa með gildi bæjarfélagsins
virðingu, jákvæðni, framsækni og um-
hyggju að leiðarljósi.
Félags- og jafnréttisráðherra fer með
yfirstjórn móttöku og aðstoðar við flótta-
fólk. Útlendingastofnun heimilar komu
flóttafólks til landsins að fenginni tillögu
flóttamannanefndar.
Um verkefnið
Utanríkisráðuneytið greiðir kostnað við
móttöku flóttafólks. Flóttamannanefnd
starfar í samvinnu við Flóttamannastofn-
un Sameinuðu þjóðanna og er tillaga um
hvaðan flóttafólk kemur tekin að höfðu
samráði aðilanna. Þá þarf að liggja fyrir
staðfest samþykki Útlendingastofnunar um
að ekki séu annmarkar á að einstaklingi sé
veitt hæli á Íslandi áður en hann kemur til
landsins.
Við móttöku flóttafólks er gerður samn-
ingur annars vegar milli velferðarráðuneyt-
is við Rauðakross Íslands um útvegun inn-
bús og umsjón með stuðningsfjölskyldum.
Hins vegar gerir ráðuneytið samning við
móttökusveitarfélagið. Síðarnefndi samn-
ingurinn tekur til þjónustu og náms, útveg-
un húsnæðis, leikskóla, grunnskóla, félags-
ráðgjafar, fjárhagsaðstoðar og aðstoðar við
atvinnuleit. Einnig tekur samningurinn til
heilbrigðisþjónustu, íslenskukennslu og
samfélagsfræðslu.
Auglýst hefur verið eftir verkefnisstjóra
til að vinna að verkefninu næstu tvö ár. Þá
hefur verið auglýst eftir leiguhúsnæði til
tveggja ára en stefnt er að komu fólksins í
lok janúar eða byrjun febrúar.
Móttaka flóttafólks frá Úganda