Mosfellingur - 11.01.2018, Page 19
Útnefning á íþróttakarli
og íþróttakonu
Mosfellsbæjar 2017
Lyftingamaður Mosfellsbæjar
Lyftingamaður ársins er Dagur Fan-
narsson. Hann átti frábært ár og varð
annar á Íslandsmótinu í Ólympískum
lyftingum 2017, vann gull á Meistara-
móti UMSK og átti frábært ár þar sem
árangur hans var stöðugur. Dagur hefur
sýnt frábærar framfarir og á bjarta
framtíð.
Dagur er aðeins 17 ára gamall og hefur
sýnt fádæma öryggi á þeim mótum sem
hann hefur tekið þátt í, fengið nánast
allar sínar lyftur gildar og sýnt stöðugar
framfarir.
Dagur Fannarsson lyftingar
Íþróttamaður handknattleiks-
deildar Aftureldingar
Elvar Ásgeirsson er íþróttamaður
handknattleiksdeildar Aftureldingar
árið 2017. Elvar er fæddur árið 1994
og hefur leikið allan sinn feril með
Aftureldingu. Elvar hóf ungur að leika
með Aftureldingu og er nú að leik sína
sjöttu leiktíð með meistaraflokki karla.
Fyrir tímabilið 2015-2016 meiddist Elvar
alvarlega og missti af tímabilinu. Hann
sneri til baka fyrir síðasta tímabil og
kom mjög sterkur til leiks. Með Elvar
innanborðs lék liðið meðal annars til
úrslita í bikarkeppninni auk þess að
komast í undanúrslit Íslandsmótsins.
Í dag er Elvar lykilleikmaður liðsins
bæði í vörn og sókn og í stöðugri
framför. Í vetur hefur Elvar spilað spilað
11 leiki í deildarkeppninni og skorað í
þeim 53 mörk. Síðustu ár hefur Elvar
verið valinn í úrvalshóp HSÍ sem skipað er þeim leikmönnum
sem hugsaðir eru sem framtíðarmenn íslenska landsliðsins.
Elvar Ásgeirsson handknattleikur
Kynning á íþróttakörlum sem tilnefndir eru vegna kjörs til
íþróttakarls Mosfellsbæjar 2017, og afrekum þeirra á árinu.
Frjálsíþróttamaður
Aftureldingar
Guðmundur Ágúst fór snemma að æfa
íþróttir en byrjaði fyrst hjá badminton-
deild Aftureldingar. Hann hefur æft
frjálsar frá 17 ára aldri eða alls í 5 ár.
Hann hafði mest áhuga á hlaupum og
varð fljótt góður í þeim. Guðmundur
hafði mikið keppnisskap og vilja til æfa
mikið. Í dag æfir hann að meðaltali
fimm sinnum í viku og er fyrirmynd
íþróttamanna, skipulagður og þolin-
móður.
Í dag er hann meðal fremstu sprett-
hlaupara á landinu og er farinn keppa
um landsliðsæti.
Helsti árangur 2017:
(innanhúss) Íslandsmeistari 20-22 ára í
60 m hlaupi á 7,19 sek.
(innanhúss) Íslandsmeistari 20-22 ára í
200 m hlaupi á 22,58 sek.
(innanhúss) Íslandsmeistari 20-22 ára í
400m hlaupi á 50,13 sek.
(utanhúss) Íslandsmeistari 20-22 ára í 100 m hlaupi á 11,59 í -3,6 í mótvind.
(utanhúss) Íslandsmeistari 20-22 ára í 200 m hlaupi á 22,32 í -0,5 í mótvind.
Guðmundur Ágúst Thoroddsen frjálsíþróttir
Hestaíþróttamaður Harðar
Reynir hefur verið í hestum alla tíð og
unnið við greinina í fjölda ára. Hann
hefur alltaf verið í Hestamannafélaginu
Herði í Mosfellsbæ.
Reynir var í landsliðinu í hestaíþróttum
á árinu og náði þar góðum árangri og
komst í úrslit á Heimsmeistaramótinu,
líkt og hann gerði á síðasta heimsmeist-
aramóti.
Reynir var oft í toppbaráttunni á
keppnisbrautinni í ár, og hefur hann
margoft verið í landsliðinu og á marga
Íslandsmeistaratitla að baki.
Reynir hefur verið íþróttamaður Harðar
átta sinnum í röð.
KosninG
Á www.Mos.is
Reynir Örn Pálmason hestaíþróttir
Kosning fer fram á vef Mosfellsbæjar dagana 11. - 15. janúar.
Velja skal karl í 1., 2. og 3. sæti sem og konu í 1., 2. og 3. sæti.