Mosfellingur - 11.01.2018, Blaðsíða 24
Einar Hreinn hóf störf í eldhúsi Reykjakots í september 2014. Hann hefur breytt fæðuvali og aðgengi
barna og starfsfólks að hollum næring-
arríkum mat svo eftir hefur verið tekið,
enda eldar hann allt frá grunni.
Hann útskrifaðist um jólin sem matar-
tæknir og stefnir á áframhaldandi nám.
Einar Hreinn segir matreiðsluna spenn-
andi viðfangsefni og ætlar sér alla leið í
þeim efnum.
Einar Hreinn er fæddur í Reykjavík 5.
júní 1978. Foreldrar hans eru þau Sólrún
Maggý Jónsdóttir ræstitæknir á Reykjalundi
og Ólafur H. Einarsson húsasmíðameistari.
Einar á tvö systkini, Hugrúnu Ósk fædda
1975 og Daníel Óla fæddan 1991.
Lánsamur að eiga góða að
„Ég sleit barnsskónum í Mosfellssveit
og átti hamingjuríka æsku fulla af leik í
óbyggðum sveitarinnar. Amma mín, Unnur,
og fimm systkini mömmu hafa alltaf verið
stór hluti af mínu daglegu lífi og það er líf í
tuskunum alla daga. Ég er lánsamur að eiga
þessa fjölskyldu að.
Pabbi minn veiktist alvarlega af krabba-
meini þegar ég var sex ára og settu veikindi
hans varanlegt mark á mig. Spítalaheim-
sóknir og ótti við að missa góða pabba
minn sem og aðra ástvini var sífellt í bak-
grunni. Mamma var kletturinn í lífi okkar
og stóð sig eins og hetja í gegnum þetta allt
saman. Hún gerði þessa lífsreynslu eins
bærilega fyrir okkur systkinin eins og hægt
var. Í dag er pabbi laus við meinið.“
Níuþúsundasti íbúi Mosfellsbæjar
„Ég gekk í Varmárskóla og eignaðist góða
vini í skólanum og þá sérstaklega Benjamín
Inga, sem er gæðablóð og minn besti vin-
ur enn í dag. Eftir útskrift úr
Gaggó prófaði ég nokkra skóla
og vinnustaði og lærði að vinna
erfiðisvinnu.“
Fljótlega upp úr tvítugu
kynntist Einar Hreinn eiginkonu sinni,
Ingunni Stefánsdóttur, leikskólakennara,
sem ávallt er kölluð Inga, og með þeim
tókust ástir. Þau eiga fjögur börn, Bryndísi
Emblu fædda 1993, Davíð Ísar fæddan
2001, Ólaf Nóa fæddan 2007 og Edward
Leví. Gaman er að segja frá því að Edward
fæddist heima við 15. janúar 2013 og varð
níuþúsundasti íbúi Mosfellsbæjar.
Fann sér nýtt áhugamál
„Þegar yngri drengirnir okkar tveir voru
litlir starfaði konan mín á leikskóla á dag-
inn og ég á Hlein á Reykjalundi á kvöldin.
Ég fór í sjúkraliðanám og var
þetta fyrirkomulag okkar hjóna
mjög heppilegt fyrir börnin.
Það var alltaf einhver heima til
að taka á móti þeim eftir skóla og eins ef
þau urðu veik.
Þegar Ólafur Nói fór í leikskóla þá mynd-
aðist mikill frítími hjá mér svo ég ákvað að
finna mér nýtt áhugamál. Bakstur varð fyrir
valinu og ég æfði mig út í eitt. Ég fékk einn-
ig leiðsögn hjá tengdamömmu þar til ég var
orðinn fær um að baka góð brauð og eigin-
lega allt sem flokkast undir nytjabakstur.
Börnin vöndust því að fá brauðbollur og
heit vínarbrauð þegar þau komu heim úr
skólanum og þetta nýja áhugamál nýttist
því heimilinu og buddunni vel.“
Leitaði sér að nýrri vinnu
„Það kom að því að ég þreyttist á vakta-
vinnunni og litlum samvistum við konuna
mína svo ég fór að kíkja í kringum mig eftir
nýju starfi. Inga hvatti mig til að sækja um
matráðsstarf á leikskólanum Reykjakoti.
Ég hugsaði af hverju ekki, fyrst ég gat
kennt sjálfum mér að baka, af hverju ætti
ég þá ekki að geta kennt sjálfum mér að
elda fyrir heilan leikskóla. Blanda saman
áhugamálinu með vinnu og stíga óþægilega
langt út fyrir þægindarammann.“
Mætti blautur bak við eyrun
„Gyða Vigfúsdóttir fyrrum leikskólastýra
á Reykjakoti gaf mér tækifæri til að spreyta
mig í eldhúsinu. Ég kom gjörsamlega blaut-
ur bak við eyrun í nýju vinnuna mína og
hélt í fáfræði minni að allir í mötuneytum
elduðu allt frá grunni. Ég og konan mín
höfðum reynslu af hversu mikill peninga-
sparnaður er fólginn í því.
Bakstursævintýrið mitt hafði fengið byr
undir báða vængi og ég eignaðist ástríðu-
fullt áhugamál, matreiðsluna. Ég aflaði
mér eins mikillar þekkingar og ég gat upp á
eigin spýtur. Lærði um matreiðsluaðferðir,
hráefni og næringarþörf barna.
Sjúkraliðanámið reyndist góður grunnur
að nákvæmni og hreinlæti svo í raun var ég
að byggja ofan á það.“
Auknar líkur á hollum matarvenjum
„Ég kynnti mér skólaverkefni sem Jamie
Oliver hefur unnið við, að bæta matar-
menningu skólaeldhúsa og barna yfir höf-
uð. Ég setti mig í samband við fyrirtækið
hans og í framhaldi fékk ég leiðsögn frá
þeim til að hefja matreiðslukennslu fyrir
börnin og tengja það við grænmetisræktun
sem hafði þegar verið framkvæmd í skólan-
um í nokkur ár.
Grunnhugmyndin hjá Jamie Oliver er að
ef börn læra að rækta, elda og borða hollan
mat unninn frá grunni þá séu auknar líkur
á hollum matarvenjum þegar þau eldast.“
Matreiðsla með börnunum næsta skref
„Við vorum nú þegar að rækta og elda svo
matreiðslan með börnunum var eiginlega
næsta skref. Við Inga konan mín höfum
þróað þetta í sameiningu. Hún hefur séð
um fræðilega þáttinn og ég um framkvæmd.
Við erum með matreiðslukennslu fyrir elstu
tvo árgangana í Reykjakoti og börnin koma
sex sinnum á vetri til mín.
Í tímunum tölum við um mat, næringu
og tannvernd ásamt því að matreiða ein-
falda rétti. Börnin fá svuntu og áhöld við
hæfi og umfram allt höfum við gaman til að
gleðin við að matreiða smitist yfir til barn-
anna. Þetta verkefni er ótrúlega skemmti-
legt og hefur gefið mér meiri þekkingu á
hugarheimi og vitneskju barna um mat en
ég hefði annars fengið.“
Gerir kröfu um gæði hráefna
„Ég elda allan mat frá grunni og fel eins
mikið grænmeti og ég get í réttunum svo
börnin borða mikið af því án þess að vita
það sjálf.
Ég leita bestu tilboða hverju sinni, geri
kröfur um gæði hráefna og nýti þau vel. Ég
kýs að næra dýrmætu leikskólabörnin mín
eins vel og ég mögulega get. Þannig legg
ég mitt af mörkum við að fara vel með fjár-
magn leikskólans og þar með bæjarbúa.
Ég hefði aldrei getað þetta allt nema með
stuðningi og hvatningu frá Gyðu vinkonu
minni leikskólastýru og ég verð ævinlega
þakklátur fyrir að hafa kynnst þeirri ein-
stöku konu.“
Naut þess að vera í skólanum
„Í haust ákvað ég að afla mér réttinda
til að stýra mötuneyti og lauk nú um jólin
námi í matartækni. Ég lærði margt nýtt og
naut þess að vera í skólanum. Hluti af nám-
inu var að reikna út næringargildi matseðla
og því hef ég nú reiknað út næringargildi
alls sem ég elda fyrir börnin og set viðmið
um skammtastærðir. Í náminu var sérstak-
lega kennt um sérfæði sem er alltaf einhver
hluti af mötuneytismatreiðslu og fékk ég
alls kyns góð ráð um mat fyrir börn með
óþol og ofnæmi.
Matreiðsla er mjög spennandi viðfangs-
efni og um þessar mundir er ég að hefja
matreiðslunám. Ég get ómögulega látið
staðar numið hér, ég ætla alla leið,“ segir
Einar er við kveðjumst.
- Mosfellingurinn Einar Hreinn Ólafsson24
Einar með eiginkonu sinni, foreldrum og systkinum.
Myndir: Ruth Örnólfsdóttir og úr einkasafni.
HIN HLIÐIN
Ef þú mættir taka með þér leynigest
í matarboð, hver yrði fyrir valinu?
Luke Skywalker.
Hvað gefur þér mesta lífsfyllingu?
Stórkostlega eiginkonan mín og börnin
okkar fjögur.
Býrðu um þig á morgnana? Já, oftast.
Fallegasti staður í Mosfellsbæ?
Garðurinn minn.
Uppáhaldsveitingastaður?
Eldhúsið á Reykjakoti.
Hvað fer mest í taugarnar á þér? Leti,
tuð og heimska.
Besta bíómyndin? Interstellar.
Hver er þín óvenjulegasta lífsreynsla?
Þegar ég byggði við húsið mitt og var í
kapphlaupi við að klára það því að
konan mín var komin að því að fæða.
Ég leita bestu tilboða hverju
sinni, geri kröfur um gæði
hráefna og nýti þau vel. Ég kýs að
næra dýrmætu leikskólabörnin
mín eins vel og ég mögulega get.
MOSFELLINGURINN
Eftir Ruth Örnólfsdóttur
ruth@mosfellingur.is
Steig langt út fyrir
þægindarammann
Einar Hreinn Ólafsson matartæknir á Leikskólanum Reykjakoti eflir
heilsu barnanna með góðri næringu en hann eldar allan mat frá grunni
ungur að árum
einar og inga á
útskriftardaginn
inga og börnin fjögur