Mosfellingur - 11.01.2018, Page 28
- Aðsendar greinar28
Skólar í hverjum bæ eru mikilvægir
í lífi barna og fjölskyldna þeirra.
Skólarnir eru hjartað í hverju hverfi
og hverjum bæ. Þetta skrifa ég ekki
bara vegna þess að það eru kosn-
ingar í vor heldur af reynslu minni
sem kennari og foreldri.
Það er fátt sem skiptir fjölskyld-
ur meira máli en að allt gangi vel
í skólanum. Að allir fari glaðir af stað á
morgnana og komi glaðir heim. Ef upp
kemur vandi þá spilar kennarinn stórt
hlutverk. Það þekki ég líka af eigin raun
sem foreldri og þá er mikilvægt að vera í
góðum tengslum við skólann. Þannig leys-
ast málin.
Erum að uppskera - Aðstaðan bætt
Á undanförnum árum hefur orðið for-
dæmalaus fjölgun í bænum og nemendum
fjölgað í skólunum. Í fjárhagsáætlun 2018
er gert ráð fyrir að þjónusta í fræðslu- og
frístundamálum verði efld samhliða stækk-
un bæjarfélagsins.
Árin í kringum hrun voru sveitarfélög-
um erfið en hér í Mosfellsbæ var vel haldið
utan um reksturinn og erum við loks að
uppskera. Mikilvægt var að fara strax í að
bæta aðstöðu í skólum bæjarins bæði í leik-
grunn- og listaskóla. Nefna má aukið fjár-
magn sem fer í að bæta tölvukost og gera
fleiri umbætur sem kallað hefur verið eftir
m.a. í Vegvísi sem unnin var af rýnihópi
kennaranna.
Vegvísir þessi er umbótaáætlun sveit-
arfélagsins sem er byggð á gögnum úr
rýnihópum allra þriggja grunnskólanna.
Segja má að vinnan við Vegvísi hafi skilað
Mosfellsbæ góðri greiningu á stöðu grunn-
skólanna þegar kemur að vinnuumhverfi
kennara. Nánast allir kennarar í sveitarfé-
laginu áttu rödd í rýnivinnunni og komu
sínum úrbótahugmyndum á framfæri.
Þeim hugmyndum var síðan forgangsraðað
af stýrihópnum og þær birtast í umbóta-
áætlun skóla og sveitarfélagsins.
Þjónusta við yngri börn
Einnig má nefna að almennt
gjald í leikskóla lækkar um 5% nú
um áramótum og fjölgar plássum
á ungbarnadeildum fyrir 12 – 18
mánaða börn um 20 pláss. Gjald-
skrár leikskóla miðast nú við 13
mánaða aldur í stað 18 mánaða
sem þýðir að leikskólagjald er
greitt fyrir barnið frá 13 mánaða aldri þótt
barnið sé hjá dagforeldri eða í leikskóla í
Reykjavík sem bærinn hefur gert samning
við. Allt skiptir þetta máli fyrir fjölskyldur
í bænum.
Í Mosfellsbæ er öflugt fræðslu- og frí-
stundastarf sem gerir bæjarfélagið fjöl-
skylduvænt og eftirsóknarvert til búsetu.
Fjárhagsáætlun fræðslu- og frístundasviðs
er umfangsmikil og innan hennar eru með-
al annars allir leik- og grunnskólar bæjar-
ins, Listaskóli, frístundasel, félagsmiðstöð,
ungmennahús, dagforeldrar, vinnuskóli,
íþrótta- og tómstundaskóli, íþróttamið-
stöðvar, skólaþjónusta og skólaakstur.
Nýr Helgafellsskóli
Að lokum má nefna byggingu nýs leik–
og grunnskóla sem er nú byrjað að reisa í
Helgafellshverfinu. Undirbúningur skól-
ans hófst í febrúar 2014 þegar ákveðið var
hvernig uppbyggingu skólamannvirkja í
Mosfellsbæ skyldi háttað á næstu árum. Þar
er áætlað að daglegt starf eigi að miðlast í
gegnum leik og sköpun.
Með tilkomu Helgafellsskóla mun um-
hverfi skólanna verða enn betra og rýmra
ætti að vera um hvern nemanda. Það eru
bjartir tímar fram undan í Mosfellsbæ og
fókusinn algjörlega á að bæta þjónustu við
viðkvæmustu hópana. Fræðslumálin verða
ávallt í forgangi í Mosfellsbæ.
Með ósk um gleðilegt ár.
Kolbrún G. Þorsteinsdóttir
Formaður fræðslunefndar
Skólarnir skipta öllu
Í Mosfellsbæ býr mikið af hæfileika-
ríku fólki sem stundar sínar íþróttir
og tómstundir af fullum krafti. Sumir
með það að markmiði að skara fram
úr og ná langt, og aðrir jafnvel bara
til að vera með og hafa gaman af.
Frístundaávísun hækkar um 54%
Mosfellsbær styrkir frístunda-
iðkun allra barna og unglinga á aldrinum
6-18 ára með lögheimili í Mosfellsbæ með
fjárframlagi á móti kostnaði við frístunda-
iðkun. Markmið þessarar niðurgreiðslu er
að hvetja börn og unglinga til að finna sér
frístund sem hentar hverjum og einum.
Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar í lok síð-
asta árs þá samþykkti bæjarstjórn Mosfells-
bæjar að hækka frístundaávísun í kr. 50.000
á barn eða um 54% frá því sem áður var. Nú
fá allir kr. 50.000 og fellur þá afslátturinn
út sem áður var gefin fyrir annað og þriðja
barn o.s.frv.
Markmiðið að nýtingin verði 100%
Við í íþrótta- og tómstundanefnd settum
okkur það að markmiði að allir sem eiga
rétt á, skyldu nýta sér frístundaávísunina og
helst vildum við komast í 100% nýtingu á
frístundaávísuninni. Í gegnum árin höfum
við verið með á bilinu 70–80% nýtingu.
Einhverra hluta vegna er eins og fólk
gleymi að sækja um eða sumir sem halda
að ávísunin nýtist ekki af því að íþróttin eða
tómstundin er stunduð í öðru bæjarfélagi.
Ég vil hvetja alla foreldra barna á
aldrinum 6-18 ára að kynna sér
betur hvernig hægt er að nýta sér
frístundaávísunina.
Styrkurinn er afhentur í gegn-
um íbúagátt Mosfellsbæjar og
geta foreldrar og forráðamenn
því með rafrænum hætti greitt
fyrir frístundaiðkun barna sinna.
Tímabil styrkveitingar hefst 15. ágúst ár
hvert til 31. maí árið eftir.
Íþróttakarl og -kona Mosfellsbæjar
Íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar
verða gerð kunn fimmtudaginn 18. janúar í
íþróttahúsinu að Varmá, og hefst athöfnin
kl. 19:00. Við sama tilefni verða ungum
íþróttamönnum bæjarins sem orðið hafa
Íslands-, deildar-, bikar- eða landsmóts-
meistarar 2017 veittar viðurkenningar
ásamt þeim sem hafa tekið þátt í og/eða
æft með landsliði á liðnu ári.
Hvet ég alla til að mæta og heiðra okkar
frábæra íþróttafólk með nærveru sinni nk.
fimmtudag, en það er okkar íþróttafólki
mikill heiður og áskorun að fá viðurkenn-
ingar sem þessar, og um leið ein besta for-
vörnin. Einnig vil ég hvetja alla til að taka
þátt í kosningunni sem er á íbúagáttinni á
www.mos.is
Rúnar Bragi Guðlaugsson
Formaður Íþrótta- og tómstunda-
nefndar Mosfellsbæjar
Frístundaávísanir hækka
og kosið um íþróttafólk
www.moSFellingur. iS
Félagsmiðstöðin
Bólið
1 0 - 1 2 á r a s t a r F
11. janúar - Opið hús í Varmárbóli. Spil, Ping pong,
billiard, tónlist o.fl. skemmtilegt í boði.
18. janúar – Lazertag, mæting í Lágóból.
Það kostar 2000 kr, innifalið eru 2 leikir, pizza, gos og rúta.
Skráning og greiðsla verður að vera fyrir 16. jan.
25. janúar – Pizzugerð í Varmárbóli.
8 - 1 0 . B e k k u r
25. janúar - Nýársball í Hlégarði, auglýst
frekar á samfélagsmiðlum Bólsins.
26. janúar – Undankeppni Bólsins fyrir
söngvakeppni Samfés. Skráning er hafin í Bólinu.
ungmennahúsið
mosinn
Nú hefur ungmennahús okkar Mosfellinga fengið
nafnið Mosinn. Eins og áður erum við með aðstöðu
upp í FMOS en munum einnig vera með opið hús
alla þriðjudaga niðri í Varmárbóli á milli klukkan
18:00-22:00 þar sem ýmis afþreying verður í boði.
Um að gera að kíkja á okkur og fá upplýsingar um
hvað sé á döfinni. Sem dæmi erum við með hóp sem
er að vinna að væntanlegu ungmennaskiptaverkefni
í samstarfi við Ítalíu. Verið er að vinna að stofnun kórs
fyrir ungt fólk í Mosfellsbæ og margt fleira.