Mosfellingur - 29.11.2018, Side 6

Mosfellingur - 29.11.2018, Side 6
Lestrargleði á Gljúfra­ steini á aðventunni Aðventan er á næsta leiti og komið að því að rithöfundar lesi upp úr nýjum bókum á Gljúfrasteini. Þetta er í fjórtánda sinn sem gestum er boðið að hlýða á upplestur á að- ventunni í stofunni á Gljúfrasteini. Upplestrarnir fara fram á sunnu- dögum og hefjast stundvíslega kl. 16:00. Aðgangur er ókeypis. Næsta sunnudag, 2. desember, mæta fjórir rithöfundar til leiks: Þórdís Gísla- dóttir, Sigga Dögg, Einar Kárason og Arnar Már Arngrímsson. Höfundar munu lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum. Nánari upplýsingar um dagskrá aðventunnar má finna á www.gljufrasteinn.is Aðventukvöld í kirkjunni 9. desember Annan sunnudag í aðventu, 9. desember kl. 20:00, fer fram hið árlega aðventukvöld í Lágafells- kirkju. Meðal tónlistarflytjenda eru: Nemendur úr Listaskóla Mos- fellsbæjar, Einar Clausen, Sigrún Harðardóttir og Kristín Lárusdóttir ásamt Kirkjukór Lágafellssóknar. Organisti og tónlistarstjórnandi er Þórður Sigurðarson. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Arndís Linn leiða stundina. Ræðumaður kvöldsins er Hilmar Gunnarsson. Kaffiveit- ingar verða í safnaðarheimilinu að aflokinni dagskrá í kirkjunni. - Fréttir úr bæjarlífinu6 Jólamarkaður Skálatúns 2018 Jólamarkaður í Ásgarði 8. desember Ásgarður handverkstæði verður með sinn árlega jólamarkað og kaffisölu í húsnæði Ásgarðs að Álafossvegi 14 og 22 laugardaginn 8. desember á milli kl: 12.00 og 17.00. Allar leikfangalínur Ásgarðs verða til sýnis og sölu, einnig verða kaffi, súkkulaði og kökur til sölu gegn vægu gjaldi. Góðir gestir líta í heimsókn og taka lagið. Hvað er betra en að byrja jólaundirbúning- inn á því að fara í Ásgarð þann 8. desember, versla jólagjafir og setjast síðan við borð með listamönnum Ásgarðs, drekka heitt ekta súkkulaði með rjóma? Leggja í fimm mánaða rannsóknarleiðangur um heiminn • Standa fyrir hópfjármögnun Ætla að afla sér þekkingar um langlífi og heilsuhreysti Hjónin Vala Mörk og Guðjón Svansson eru á leið í spennandi rannsóknarleiðangur í janúar næstkomandi. Hjónin reka æfinga- stöðina Kettlebells Iceland á Reykjavegi í Mosfellsbæ. Vala er menntaður iðjuþjálfi og vann í mörg ár á Reykjalundi, Guðjón er sam- skiptafræðingur og starfar sem ráðgjafi í orkustjórnun hjá Hagvangi auk þess að skrifa heilsupistla í Mosfelling. Vala og Gaui eiga fjóra drengi á aldrinum 7-23 ára. Dvelja á stöðum þar sem fólk lifir lengst „Við Vala og tveir yngstu drengirnir okkar erum að elta hjartað og erum á leið í fimm mánaða rannsóknarleiðangur í janúar. För- um á staði þar sem fólk lifir lengst og við besta heilsu. Við ætlum að taka viðtöl við heimamenn, lifa eins og þeir og komast að leyndardómum þeirra frá fyrstu hendi. Svo ætlum við að skrifa bók og gefa út haustið 2019 og halda fyrirlestra víða um Ísland og segja frá því sem við höfum komist að. Vonandi náum við að fjármagna það verk- efni, en nú stendur yfir hópfjármögnun á síðunni Karolina Fund,“ segir Gaui. Í fimm mánuði um fimm blá svæði „Blue Zones eru fimm svæði í heiminum þar sem langlífi og góð heilsa fram á síðasta dag er regla frekar en undantekning. Við viljum læra af þessum svæðum hvernig við getum dregið verulega úr stressi og álagi, forðast lífsstílstengda sjúkdóma, bæta heilsuna og lifað lengi – betur. Bæirnir sem tilheyra Blue Zones svæð- unum eru Loma Linda í Bandaríkjunum, Nicoya-skaginn á Kosta Ríka og eyjurnar Okinawa í Japan, Ikaria á Grikklandi og Sardinía á Ítalíu,“ segir Vala en bókin kemur til með að heita Lifum lengi – betur. Gulrótin hvatning til að fara af stað „Stundum þarf hvatningu eða smá spark í rass til þess að láta drauma verða að veruleika. Þann 29. maí þegar við hjónin fengum afhenda Gulrótina, lýðheilsuvið- urkenningu Mosfellsbæjar fyrir brautryðj- endastarf í þágu heilsueflingar og bættrar lýðheilsu bæjarins, ákváðum við að láta slag standa. Fara í Blue Zones ferð, komast að leyndarmálum þessara fimm samfélaga og miðla síðan áfram til Íslendinga því sem við myndum komast að. Við erum gríðarlega þakklát þeim sem taka þátt í að fjármagna þetta með okkur og dreifa boðskapnum áfram. Okkur langar virkilega að láta þetta gerast.“ Allar nánari upplýsingar má finna á síð- unni www.karolinafund.com undir Lifum lengi – betur. vala, patrekur orri, snorri valur og guðjón Aurskriða féll úr Reykjafjalli Í sðustu viku féll aurskriða úr Reykjafjalli ofan við Reyki í Mos- fellsbæ. Skriðan kemur í kjölfar mikilla leysinga að undanförnu og skilur eftir sig ljótt sár í suðurhlíð fjallsins. „Það hrynur oft úr þessari brekku, enda mjög brött,“ segir Jón Magnús Jónsson bóndi en fólkið á Reykjum man vel eftir skriðum hér á árum áður þegar þær fylltu skurði á túnunum. Aurskriður geta fallið allt árið, þó eru þær algengastar á haustin og vorin. Oft eru fjallshlíðar óstöðugar og þarf einungis smá rigningu eða hitabreytingu til að koma skriðum af stað skriðan skilur eftir sig sár

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.