Mosfellingur - 29.11.2018, Qupperneq 8

Mosfellingur - 29.11.2018, Qupperneq 8
Öryggismyndavél hefur verið sett upp í Krikahverfi að tilstuðlan íbúasamtaka hverfisins. Nú þegar er komin góð reynsla á myndavélina en uppsetning hennar var sett á oddinn strax þegar íbúasamtökin voru stofnuð í Krikahverfinu. „Það hafði verið hér alda þjófnaðar í hverfinu og svo virðist sem bílaplanið við Krikaskóla hafi verið notað sem smásölu- markaður vafasamra viðskipta,“ segir Hel- ena Kristinsdóttir formaður íbúasamtaka Krikahverfis. „Í vikunni áður en myndavélin kom var farið í nánast alla bíla í Stórakrikanum og eiginlega bara öllu stolið steini léttara. Þá hafa fundist sprautunálar og annað til fíkniefnaneyslu við skólann. Eftir að myndavélin kom upp sjást varla ókunnugir bílar hér á kvöldin. Við sjáum mikinn mun og ég veit ekki til þess að það hafi eitthvað misjafnt átt sér stað síðan myndavélin kom upp.“ Aðeins lögreglan með aðgang að efni Myndavélin er staðsett við aðkomuna inn í hverfið en aðeins ein leið er inn í hverfið. Myndavélin nær því öllum bílum sem koma inn í hverfið, bílaplaninu við Krikaskóla og allt niður að hringtorgi. Myndavélin er með infrarauðu ljósi sem virkar því vel í skammdeginu þegar greina þarf númeraplötur bíla. „Ef upp koma mál í hverfinu er lögreglan kölluð til og málið fær svokallað málsnúm- er. Það þýðir að lögreglan getur óskað eftir myndefni úr eftirlitsvélinni. Mjög strangar reglur lúta að myndavélinni og eingöngu lögregla getur komist í upptökur. Hér hefur enginn sett sig upp á móti uppsetningu myndavélarinnar og íbúar virðast mjög ánægðir með það öryggi sem fylgir henni. Þeir sem eru með hreinan skjöld og aka hér um ættu ekki að þurfa að hafa neinar áhyggjur. Þetta er, að mér skilst, eina virka eftirlits- myndavélin í Mosfellsbæ þessa stundina en ég vona þeim muni fjölga ánæstunni. Við vorum svo heppin að hjón í hverfinu gáfu myndavélin og uppsetningu á henni en það eru eigendur Verslunartækni, þau Sigurður Teitsson og Anna Björg Jónsdótt- ir. Við erum þeim gríðarlega þakklát fyrir þessa höfðinglegu gjöf,“ segir Helena. Í skoðun að setja upp á fleiri staði Hafliði Jónsson öryggisráðgjafi hjá Versl- unartækni segir myndavélar sem þessa fyrst og fremst hafa mikinn fælingarmátt og auka öryggi íbúa til muna. „Við erum komin með góða reynslu á öryggismyndavélum víðs vegar um landið og þeim fer alltaf fjölgandi. Myndavélarnar eru með tvíþætta linsu sem virkar bæði dag og nótt. Upplýsingar úr myndavélunum okkar hafa gagnast lögreglu í ótal tilvikum,“ segir Hafliði. Samkvæmt heimildum Mosfellings hefur verið sett fjármagn í fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar til uppsetningar á fleiri öryggismyndavélum í bænum í samvinnu við íbúasamtök. Í undirbúningi er samningur við Neyð- arlínuna og lögregluna um rekstur slíkra öryggismyndavéla í Mosfellsbæ. Þegar hafa m.a. íbúasamtök í Leirvogstungu og Helga- fellshverfis sýnt verkefninu áhuga. Aðventu-menningarkvöld FaMos fyrir jól Næsta „opna hús“ verður í Hlégarði mánudaginn 10. desember klukkan 20:00 í Hlégarði. Þetta verður aðventuhátíð að venju og munu Vorboðarnir okkar og Hrönn Helgadóttir koma okkur í jólastemningu með söng. Að lokum mun séra Arndís Linn flytja okkur jólahug- vekju. Að venju verður okkar rómaða kaffihlaðborð á boðstólum og sama lága komugjaldið eins og alltaf á aðeins 1000 krónur. Hlökkum til að sjá sem flesta á aðventukvöldinu. Jólaljósaferð Nú skellum við okkur í bæinn og skoðum fallegustu jólaljósin föstudaginn 21. des. Við ætlum að hittast kl.18:45 í anddyri Eirhamra og fara með rútu kl. 19:00 og verðum í rútunni allan tímann. Stoppað verður á fallegum útsýnisstöðum og hressing í boði í rútunni. Áætlað er að ferðin taki um 2 klst. Skráning nauðsynleg á þátttökublað eða í síma 586-8014 eða 899-7024 (Heiðrún). Höfum gaman saman og njótum þess að sjá falleg jólaljós. Verð í rútu aðeins 500 kr. BASARVÖRUR ENN TIL SÖLU Enn er nóg til af fallegum basarvörum til sölu í handverksstofu Félagsstarfsins Hlaðhömrum 2 alla virka daga frá 13:00- 16:00. Fullt fallegt í jólapakkann. Verið velkomin að skoða. Við erum með posa á staðnum :) Félagsvist Síðasta félagsvistin fyrir jól verður 14. des kl. 13:00. Annars er félagsvist spiluð alla föstudaga kl. 13:00. Aðgangseyrir er 600 kr. og innifalið er kaffi, meðlæti og kannski vinningur ef heppnin er með þér. GAMAN SAMAN Næsta Gaman saman er 29. nóv. og síðan 13. des. kl. 13:30 í borðsal Eirhamra. Hlökkum til að sjá sem flesta gleðjast með okkur í söng og leik. Kaffi og meðlæti er selt kl. 14:30 í borðsal á 500 krónur ef fólk vill. Vorboðar og Skólahljómsveitin í Kjarna 3. desember Mánudaginn 3. desember kl. 14:00 ætla Vorboðar og Skólahljómsveitin að syngja og spila inn jólin í Kjarna í Mosfellsbæ. Sérstakir gestir eru vinir okkar, heimilisfólkið á Skálatúni og þau koma öllum í jólaskap. Komið og fáið ykkur konfekt og njótið samveru og jólagleði. Allir hjartanlega velkomnir! Ganga alla daga ársins :) Göngutímar fyrir innanhússgöngu í íþróttamiðstöðinni að Varmá. Alla virka daga frá 11:30-14:15, nema mánudaga 11:30-12:10. Sérstaklega hentugt þegar hálka er úti og vont veður. Þið athugið að gefa ykkur fram við starfsmann þegar þið komið í hús, mun hann úthluta ykkur þeim sal sem er laus þann daginn eða kíkja á töfluna þar sem stendur hvaða salur er í boði þann daginn. Jólafrí félagsstarfsins Síðasti dagurinn í félagsstarfinu fyrir jól er 20. des. og opnum við aftur fimmtudaginn 3. jan. kl. 13:00. STÓLA-JÓGA Kynning verður á stóla-jóga fimmtudag- inn 10. janúar kl. 13:30 í borðsal Eirhamra. Kennari verður Edit Ólafía. Áætlað er að kennt verði á þriðjudögum kl. 13:00. Edit mun kynna hvernig þetta gagnast okkur og hvernig hún setur upp tímana og þess má geta að stóla-jóga hentar einstaklega vel eldri borgurum. Endilega komið og kynnið ykkur málið :) JÓLAHLAÐBORÐ 2018 Í hádeginu föstudaginn 7. des. kl. 11:30 á Veitingastaðnum VOX Suðurlandsbraut Jólahlaðborð 4.950 kr. (innifalið í því verði er maturinn og kaffi en ekki aðrir drykkir). Farið verður á einkabílum og munum við reyna að koma öllum fyrir sem vilja far. Skráning í síma 586-8014/698-0090 eða á þátttökublaði í handverksstofu. - Fréttir úr bæjarlífinu8 Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu Skrifstofa félagsstarfsins er opin alla virka daga kl. 13:00–16:00. Sími félags- starfsins er 586-8014. Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ er Elva Björg Pálsdóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur, s: 698-0090. Skrifstofa FaMos á Eirhömrum er opin alla fimmtudaga frá 15:00–16:00. Ingólfur Hrólfsson formaður s. 855 2085 ihhj@simnet.is Úlfhildur Geirsdóttir varaformaður s. 8965700 bruarholl@simnet.is Pétur Guðmundsdóttir gjaldkeri s. 868 2552 peturgud@simnet.is Jón Þórður Jónsson ritari s. 856 3405 jthjons@simnet.is Snjólaug Sigurðardóttir meðstjórnandi s. 897 4734 snjolaugsig@simnet.is Halldór Sigurðsson varamaður s. 893 2707 dori007@simnet.is Kristbjörg Steingrímsdóttir varamaður s. 898 3947 krist2910@gmail.com STJÓRN FAMOS FéLAG ALdRAÐRA í Mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is Öryggismyndavél í Krikahverfi frá því í byrjun sumars • Upplýsingar gagnast lögreglu • Sett upp í kjölfar innbrotafaraldurs íbúarnir öruggari í vöktuðu hvErfi og fælingarmátturinn mikill Faxafen 12 // 108 Reykjavík // Sími 534 2727 // www.alparnir.is // e-mail: alparnir@alparnir.is Elskum veturinn með Svigskíði Pakkatilboð 20% afsláttur Fjallaskíði Frábært pakkatilboð Gönguskíði Pakkatilboð 20% afsláttur Snjóbretti Pakkatilboð 20% afsláttur Hinir vinsælu NANO spikes vetrarbroddar Tilboð kr. 5.995 með poka Mikið úrval af hönskum og lúffum Lenz skíðasokkar verð frá kr. 1.995 Speedcross 4 Fyrir dömur og herra Verð kr. 19.995 Salomon X ultra mid gtx Kvk. og herra Verð 26.995 Merino ullarsett Buxur og síðerma bolur Verð kr. 16.995 Mikið úrval af skíðafatnaði frá lÍs en ku ALPARNIR s Skíðabuxur í mörgum litum Stærð 128 til 176. Verð kr. 9.995 Mikið úrval af skíða- og skótöskum Fyrir skíðagöngugarpa Softshell buxur. Verð kr. 13.995 Shoftshell jakki, Verð kr. 19.995 Full búð af vetrarvörum Mikið úrval af fatnaði First layer SET Erum flutt í Faxafen 12  vigskíði kkatilboð afsláttur jal askíði rábært pakkatilboð nguskíði kkatilboð afsláttur jóbretti kkatilboð afsláttur i vinsælu spikes rbroddar ilboð kr. 5.995 með poka i i úrval af hönskum l u nz skíðasokkar rð frá kr. 1.995 eedcross 4 rir dömur og herra rð kr. 19.995 alomon X ultra mid gtx vk. og herra rð 26.995 rino ullarsett xur og í er a bolur rð kr. 16.995 i i úrval af íðafatnaði íðabuxur í mörgum litum t rð 128 til 176. rð kr. 9.995 i i úrval af skíða- skótöskum rir skíðagöngu arp ftshell buxur. rð kr. 13.995 ftshell jak i, rð kr. 19.995 i i úrval fatnaði i t layer Faxafen 12 // 108 Reykjavík // Sími 534 2727 // www.alparnir.is // e-mail: alparnir@alparnir.is Elskum veturinn með Svigskíði Pakkatilboð 20% afsláttur Fjallaskíði Frábært pakkatilboð Gönguskíði Pakkatilboð 20% afsláttur Snjóbretti Pakkatilboð 20% afsláttur Hinir vinsælu NANO spikes vetrarbroddar Tilboð kr. 5.995 með poka Mikið úrval af hönskum og lúffum Lenz skíðasokkar verð frá kr. 1.995 Speedcross 4 Fyrir dömur og herra Verð kr. 19.995 Sa omon X ultra mid gtx Kvk. og herra Verð 26.995 Merino ullarsett Buxur og síðerma bolur Verð kr. 16.995 Mikið úrval af skíðafatnaði frá lÍs en ku ALPARNIR s Skíðabuxur í mörgum litum Stærð 128 til 176. Verð kr. 9.995 Mikið úrval af skíða- og skótöskum Fyrir skíðagöngugarpa Softshell buxur. Verð kr. 13.995 Shoftshell jakki, Verð kr. 19.995 Full búð af vetrarvörum Mikið úrval af fatnaði First layer SET Erum flutt í Faxafen 12 f // j í // í i // . l r ir.i // - il: l r ir l r ir.i Elskum veturinn með Svigskíði Pakkatilboð 20% afsláttur Fjallaskíði Frábært pakkatilboð Gönguskíði Pakkatilboð 20% afsláttur Snjóbretti Pakkatilboð 20% afsláttur Hinir vinsælu NANO spikes vetrarbroddar Tilboð kr. 5.995 með poka Mikið úrval af hönskum og lúffum Lenz skíðasokkar verð frá kr. 1.995 Speedcross 4 Fyrir dömur og herra Verð kr. 19.995 Salomon X ultra mid gtx Kvk. og herra Verð 26.995 Merino ullarsett Buxur og síðerma bolur Verð kr. 16.995 Mikið úrval af skíðafatnaði frá lÍs en ku ALPARNIR s Skíðabuxur í mörgum litum Stærð 128 til 176. Verð kr. 9.995 Mikið úrval af skíða- og skótöskum Fyrir skíðagöngugarpa Softshell buxur. Verð kr. 13.995 Shoftshell jakki, Verð kr. 19.995 Full búð af vetrarvörum Mikið úrval af fatnaði First layer SET Erum flutt í Faxafen 12 Erum flutt í Faxafen 12 Full búð aF vEtrarvörum KriKahverfi í mosfellsbæ er nú vaKtað allan sólarhringinn M yn d/ H ilm ar

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.