Mosfellingur - 29.11.2018, Side 26

Mosfellingur - 29.11.2018, Side 26
Steindi Jr. gefur út sinn eigin ferðavísir Leikarinn og grínistinn Steindi Jr. hefur gefur út bókina Steindi í orlofi, hvernig á að fara til útlanda án þess að vera bitinn af ísbirni, rændur af leigubílstjóra og rotaður af lögregluþjóni. Steindi segir bókina vera sinn eigin ferðavísir um heiminn. Steindi er nýkjörinn bæjarlistamaður Mosfellsbæjar og hefur verið áberandi í íslensku sjónvarpi. Eftir Drauma-seríurnar hefur hann verið spurður um ýmsa skrýtna hluti og ákvað því að gera ferðabók fyrir forvitið fólk og mæla með ýmsu skemmtilegu. „T.d. í stað- inn fyrir að fara í venjulega dýragarð þá segi ég frá því hvernig hægt er að fara á barnastökkshátíð á Spáni þar sem hoppað er yfir kornabörn til að særa úr þeim illa anda.“ - Fréttir úr bæjarlífinu26 Jólaskógurinn opnar í Hamrahlíðinni Sunnudaginn 9. desmber hefst jólatrjáasala Skógræktarfélags Mosfellsbæjar í Hamrahlíð við Vesturlandsveg. Jólaskógurinn verður opnaður við hátíðlega athöfn kl. 13. Skólakór Varmárskóla syngur nokkur lög og álfabörnin Þorri og Þura koma í heimsókn. Búast má við því að jólasveinar verði á sveimi ásamt harmonikkuleikara. Haraldur Sverrisson mun höggva fyrsta tréð sem að þessu sinni verður fært Skálatúnsheimilinu að gjöf. Heilsueflandi samfélag mun standa fyrir fjársjóðsleit í skóginum auk þess sem eldsmiður verður að störfum. Skátarnir steikja lummur og boðið verður upp á skógarkaffi. Það er því tilvalið fyrir fjölskyldur að mæta í skóginn og taka þátt í opnun jólaskógarins í Hamrahlíð. Kirkjukór Lágafellssóknar fagnaði 70 ára afmæli laugar- daginn 24. nóvember. Ekki munu margir kirkjukórar vera til á landinu sem starfað hafa óslitið svo lengi. Sóknar- nefnd hélt kórfélögum og öðru starfsfólki safnaðarins samsæti og guðsþjónsta daginn eftir var tileinkuð kórnum og starfi hans. Áður en kórinn var formlega stofnaður fyrir 70 árum hafði tvívegis verið stofnað til kórs við Lágafellskirkju en þeir kórar urðu báðir skammlífir. Kórinn hefur fastan æfingatíma í safnaðarheimili að Þverholti 3 á þriðjudögum kl. 19.30 og standa æfingarnar að jafnaði í tvo tíma. Fyrsti organisti kórsins var Hjalti Þórðarson en núver- andi organisti og kórstjóri er Þórður Sigurðarson. Kirkjukór Lága- fellssóknar 70 ára kirkjukórinn syngur laxness á gljúfrasteini

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.