Mosfellingur - 29.11.2018, Blaðsíða 29

Mosfellingur - 29.11.2018, Blaðsíða 29
Myndir: Ruth Örnólfsdóttir, Sjöfn Ólafsdóttir og úr einkasafni. Mosfellingurinn Júlía Rut Lárusdóttir Mønster - heilbrigða einstaklinga en leggst oft mjög illa á ónæmisbælda einstaklinga. Júlía Rut var því mjög veik í sumar og í september sl. lagðist veiran mjög illa á lungu hennar og hún fékk einnig sveppa- sýkingu sem varð til þess að hún fékk lungnabilun. Í kjölfarið var hún lögð inn á gjörgæslu þar sem hún dvaldi í 3 vikur og var haldið sofandi í öndunarvél í 17 daga. Ástand hennar var mjög tvísýnt og hún var í lífshættu. Við vorum lömuð af hræðslu og þetta voru hræðilegar aðstæður sem við óskum engum að vera í.“ Fer í gegnum þetta með seiglu og krafti „Hún hefur nú fengið tíma til þess að jafna sig eftir þessi erfiðu veikindi og ekki verið í krabbameinsmeðferð á meðan. Það er búið að endurskoða meðferðarplanið eftir þessa reynslu og fær hún að sleppa tveimur háskammtameðferðum. Hún byrjaði aftur að taka krabbameins- lyf 13. nóvember og fór í svæfingu 19. nóvember þar sem hún fékk lyf í mænu- vökvann. Það fær hún svo á 6 vikna fresti þangað til í lok júlí 2019, en þá tekur önnur meðferð við. Í svæfingunni var einnig tekið bein- mergssýni til þess að athuga hvort sjúk- dómurinn væri að taka sig upp aftur eftir langa meðferðapásu vegna veikindanna á gjörgæslunni. Júlía Rut er ofurhetjan okkar og hún fer í gegnum þetta af mikilli seiglu og krafti. Hún lifir í núinu og það hjálpar henni mik- ið. Hún er bráðþroska, ofboðslega dugleg að gera allt sem er ætlast til af henni, oft í erfiðum aðstæðum.“ Hjálpar að skrifa og tala um hlutina „Þegar Júlía Rut greindist var mikið álag á okkur hjónunum að upplýsa fjölskyldur okkar og vini um veikindi hennar. Við stofn- uðum því lokaða Facebook-síðu með því markmiði að upplýsa fólk um gang mála. Það hefur verið ómetanlegt og mikil hjálp að finna fyrir hvatningu, stuðningi, hugsunum og orku sem hefur streymt til okkar í gegnum síðuna. Ég trúi því líka að það hjálpi að skrifa og tala um hlutina.“ Pössum vel upp á góðu stundirnar „Okkur hjónum þykir mjög mikilvægt að allir í fjölskyldunni fái sinn tíma og leggjum við mikla áherslu á að sinna okkur sjálfum svo við séum betur í stakk búin til þess að takast á við þetta stóra verkefni sem okkur hefur verið úthlutað. Það gerum við m.a. með því að sinna hreyfingu, fara reglulega í viðtöl hjá prestinum á Barnaspítalanum og eiga góðar stundir, bara við tvö. Systkini Júlíu Rutar, þau Sölvi Már og Arna Sif, skipta ekki síður máli. Þau eiga oft erfitt þar sem athyglin er oft á systur þeirra og við dveljum hjá henni til skiptis á spítalanum í langan tíma. Það er því mikil- vægt að forgangsraða og eiga með þeim ánægjulegar stundir.“ Gáfu Barnaspítala Hringsins eintak „Ég hef verið að búa til bækur um veikindi Júlíu Rutar og er nú að vinna að sjöundu bókinni. Þessar bækur innihalda allan þann texta sem ég hef sett inn á Face- book-síðuna, myndir og kveðjur. Í framtíð- inni verða þetta dýrmætar bækur sem við fjölskyldan getum skoðað. Það verður erfitt að skoða þær en líka gott að geta séð alla sigrana sem við höfum gengið í gegnum. Við hjónin gáfum Barnaspítala Hringsins eitt eintak af fyrstu bókinni, þ.e. fyrstu 50 daga frá greiningu Júlíu Rutar með von um að hún geti hjálpað fjölskyldum nýgreindra barna. Við gerðum það vegna þess að þegar við lítum til baka, þá hefðum við viljað fá eitthvað svipað í hendurnar. Bara til að sjá að þetta ferli yrði ekki bara ömurleg spítaladvöl, heldur líka fullt af góðum minningum, gleði, sigrar og hamingja yfir litlu sigrunum í daglegu lífi.“ Heppin að eiga gott tengslanet „Að ganga í gegnum svona reynslu er langt og strangt ferli þar sem þarf að hafa marga bolta á lofti til þess að allt gangi sem best miðað við aðstæður. En við hefðum ekki getað þetta án allra þeirra hjálpar sem við höfum fengið. Við erum ótrúlega heppin að eiga gott tengslanet, frábærar fjölskyldur og vini sem standa þétt við bakið á okkur, hvort sem það er að passa börnin, hundinn, elda fyrir okkur, skutlast fyrir okkur, hlusta á okkur eða eitthvað allt annað. Einar bróðir Lárusar og Hafdís kona hans gættu barnanna okkar í viku á meðan við vorum hjá Júlíu Rut á gjörgæslunni. Klara æskuvinkona mín hefur eldað fyrir okkur einu sinni í viku í marga mánuði. Það hafa samstarfsfélagar mínir á iðjuþjálfadeild Reykjalundar líka gert, móðir mín, Kolbrún sambýliskona tengdapabba og fleiri og fyrir það erum við óendanlega þakklát.“ Ómetanlegur stuðningur „Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna hefur stutt vel við bakið á okkur fjölskyld- unni og er mikilvægt að finna fyrir því í svona erfiðu verkefni. Það eru t.d. mömmu- og pabbahópar í boði undir handleiðslu og listþerapía fyrir börn greind með krabba- mein eða systkini þeirra. Stuðningur frá vinnustað mínum, æf- ingarfélögum, leikskóla, skóla og samfé- laginu öllu hefur verið ótrúlegur og það er okkur ómetanlegt. Við þökkum starfsfólki Barnaspítala Hringsins og gjörgæslunnar sérstaklega fyrir góða umönnun og hlýhug í okkar garð. Við fáum seint fullþakkað fyrir allan þennan stuðning, við lítum björtum augum til framtíðar og viljum fá að nota tækifærið í þessu viðtali og segja, þúsund þakkir.“ Júlía Rut er ofurhetjan okkar og hún fer í gegnum þetta af mikilli seiglu og krafti. Ástand hennar var mjög tvísýnt og hún var í lífshættu. Við vorum lömuð af hræðslu og þetta voru hræðilegar aðstæður sem við óskum engum að vera í. 29 dugleg að dunda sér jólaball á spítalanum í klippingu stuttu eftir greiningu í sundi hjá snorra mæðgur að gera sig fínar fjölskyldan, arna sif, louisa sif, sölvi már, lárus arnar, júlía rut og hundurinn albert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.