Mosfellingur - 29.11.2018, Qupperneq 30
- Safnaðarbréf Lágafellssóknar30
2. desember
1. sunnudagar í aðventu
Kl. 11:00 Guðsþjónusta í Lágafellskirkju
- Sr. Arndís Linn.
Kl. 13:00 Sunnudagaskóli í Lágafellskirkju.
Umsjón: Berglind og Þórður.
5. desember
Miðvikudagur
Kl. 14:00 Hátíðarstund félagsstarfs
aldraðra á Eirhömrum. Báðir prestar.
9. desember
2. sunnudagar í aðventu
Kl. 13:00 Sunnudagaskóli í Lágafellskirkju.
Umsjón: Berglind og Þórður.
Kl. 20:00 Aðventukvöld í Lágafellskirkju
- Báðir prestar.
12. desember
Miðvikudagur
Kl. 13:30 Helgistund á Eirhömrum.
Sr. Arndís Linn.
13. desember
Fimmtudagur
kl. 20:00 „Syngjum saman uppáhalds
aðventu- og jólasöngva“ .
Söngstund á aðventu í Lágafellskirkju.
Umsjón: Þórður Sigurðarson, organisti.
Syngjum og njótum þess að vera saman.
Stund fyrir alla fjölskylduna.
16. desember
3. sunnudagur í aðventu
Kl.11:00 Aðventustund barnastarfsins.
Berglind, Þórður og sr. Ragnheiður Jónsdóttir.
Aðventustund barnastarfsins verður sunnu-
daginn 16. desember kl. 11:00 í Lágafellskirkju.
Við ætlum að syngja saman jólalög, heyra um
aðventukransinn og hlusta á jólasögu.
23. desember
4. sunnudagur í aðventu
Kl. 14:00 Hátíðarstund á Hjúkrunarheimilinu
Hamrar. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir.
24. desember
Aðfangadagur jóla
kl.13:00 Jólasamvera með börnum
í Lágafellskirkju - Berglind, Þórður
og sr. Ragnheiður Jónsdóttir.
Kl.18:00 Aftansöngur í Lágafellskirkju
- Sr. Ragnheiður Jónsdóttir.
Kl. 23.30 Miðnæturguðsþjónusta
í Lágafellskirkju - Sr. Arndís Linn.
25. desember
Jóladagur
Kl. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta
í Lágafellskirkju - Sr. Arndís Linn.
Kl. 16:00 Hátíðarguðsþjónusta
í Mosfellskirkju - Sr. Arndís Linn.
31. desember
Gamlársdagur
Kl. 17:00 Aftansöngur á gamlársdag
í Lágafellskirkju - Sr. Ragnheiður Jónsdóttir
6. janúar 2019
Kl. 11:00 Fjölskylduguðsþjónusta og sunnu-
dagaskóli í Lágafellskirkju. Sr. Arndís Linn.
Aðventan er handan við hornið. Hún er tími sterkra hefða
og tilfinninga og hún hefur frá upphafi líka verið tími til
að líta inn á við. Hún er tími íhugunar og sjálfskoðunar
þar sem við undirbúum okkur andlega undir að taka
á móti frelsandi boðskap trúarinnar.
Í kirkju og samfélagi undirbúum við komu Jesú
Krists og jólanna með margskonar áherslum. Með
fyrsta sunnudegi í aðventu hefst nýtt kirkjuár í
kirkjunni og framundan er tími gleði og eftir-
væntingar. Í safnaðarstarfinu breytist taktur-
inn, fermingarbörnin taka sér frí frá fræðsl-
unni og í staðinn fyllist Lágafellskirkja af
börnum á öllum aldri. Börnum sem koma
með skólunum sínum í kirkjuheimsóknir
eða leika söguna um fæðingu Jesú fyrir
hvort annað.
Allt starfið í kirkjunni miðar að því tengja okkur hinum
mikilvæga kærleiks- og gleðiboðskap jólanna. Í desem-
ber gerum við það á margvíslegan hátt, m.a. með árlegu
aðventukvöldi og aðventustundum fyrir unga fólkið en
líka með þeirri nýjung að við bjóðum til söngstundar í
Lágafellskirkju þar sem sungnir verða jólasöngvar og
sálmar.
Við bjóðum þér athvarf í fjölbreyttu helgihaldi í kirkj-
um okkar á aðventu. Athvarf til að kyrra hugann,
styrkja trúna og tengslin við Guð og náung-
ann. Vertu velkomin(n).
Guð gefi ykkur öllum innihaldsríka
aðventu.
Meðkveðjufráprestum
ogstarfsfólkiLágafellssóknar.
Helgihaldið í Lágafellssókn á aðventu og um jól og áramót 2018
Helgihald Lágafellsóknar
á aðventu og jólum
Aðventukvöld Lágafellssóknar
annan sunnudag í aðventu 9. desember klukkan 20:00
verður hið árlega aðventukvöld í Lágafellskirkju.
Meðal tónlistarflytjenda eru: Nemendur úr Listaskóla Mosfellsbæjar,
Einar Clausen, Sigrún Harðardóttir og Kristín Lárusdóttir
ásamt Kirkjukór Lágafellssóknar.
Organisti og tónlistarstjórnandi er Þórður Sigurðarson.
Sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Arndís Linn leiða stundina.
Ræðumaður kvöldsins er Hilmar Gunnarsson.
Kaffiveitingar verða í safnaðarheimilinu að aflokinni dagskrá í kirkjunni í Þverholti 3, 3. hæð.
allir hjartanlega velkomnir – Lágafellssókn
Söfnun fermingarbarna
Fermingarbörnin í Lágafellssókn gengu
í hús í Mosfellsbæ þann 8. nóvember
og söfnuðu 182.323 kr. sem nægir fyrir
einum brunni með hreinu vatni. Fyrir
hönd Hjálparstarfs kirkjunnar viljum við
sérstaklega þakka fermingarbörnunum
fyrir söfnunina og íbúum Mosfellsbæjar
fyrir að taka vel á móti þeim og leggja
þessu verkefni lið með peningagjöf.
Brunnur er sannkallaður heilsubrunnur
og dugir í áratugi. Í þorpi í Eþíópíu tekur
lífið stakkaskiptum með nýjum brunni.
Hreint vatn fyrir allt að 600 manns forðar
fólki frá sjúkdómum, léttir vinnuálagi af
konum og gefur þeim tíma til að sinna
matvælarækt og uppeldi og stúlkur fá
tíma til að fara í skóla. Hafið þökk!
Sr.RagnheiðurJónsdóttir,sóknarprestur
Athvarf til að kyrra hugann á aðventunni