Mosfellingur - 22.02.2018, Page 6

Mosfellingur - 22.02.2018, Page 6
Sími: 570 9090 · Netfang: frumherji@frumherji.is · www.frumherji.is www.frumherji.is FEBRÚAR 2018 góð þjónustA og hAgstæð kjör á skoðunum Við verðum með færanlegu skoðunarstöðina við blómabúðina í Háholti, dagana 26. til 28.feb. Engar tímapantanir. Stöðin verður opin frá kl.8:00 til 17:00 Lokað í hádeginu. Beinn sími 863 0710 Vertu með allt á hreinu á nýskoðuðum bíl frá Frumherja FæRAnlEg skoðunARstöð í MosFEllsBæ BIFREIÐASKOÐUN láttu skoða bílinn í þinni heimabyggð! Allir með endastaf til og með 8 ásamt þeim sem létu skoða fyrir 1. nóvember í fyrra geta komið í skoðun núna. Eldri borgarar Þjónustumiðstöðin Eirhömrum Fram undan í FélagsstarFinu Viltu gera sápur? Dagana 6. og 7. mars ætlum við að leika okkur að gera sápur sem við steypum í mót, auðvelt og gaman og allir geta verið með. Skráning í handverksstofu eða í síma 586-8014 virka daga milli 13:00- 16:00 eða á elvab@mos.is. Hver vill ekki alltaf líta vel út? Við ætlum að bjóða ykkur, kæru vinkonur, í kósý stemningu miðvikudaginn 14. mars. Þá ætlar Svanhvít förðunarfræð- ingur að koma í heimsókn til okkar og sýna okkur alls konar trix sem virka vel fyrir konur á besta aldri. Endilega komið og eigið skemmtilega stund með okkur kl. 13:30 í handverksstofu félagsstarfsins Hlaðhömrum 2. gaman saman verður næst haldið fimmtudaginn 22. feb, síðan 8. og 22. mars. Alltaf kl. 13:30 í borðsal. BridgE er spilað alla þriðjudaga kl. 13:00 í borðsal. Endilega komið og verið með, alltaf vantar gott fólk. FélagsVist verður föstudaginn 2. mars og 16. mars kl. 13:00 í borðsal, allir velkomnir. Páskabingó 28. mars verður haldið miðvikudaginn 28. mars kl. 13:30 í borðsal, allir velkomnir! Auðvitað eru páskaegg í vinning :) námskeið Þeir sem vilja vera með á námskeiðinu í Alkahol ink blekinu í næstu viku, þriðju- dag og miðvikudag, vinsamlegast skráið ykkur í hand- verksstofu, í síma 586-8014 eða á elvab@mos.is. Innifalið er allt efni og fara þátttakendur heim með myndaramma, glerdisk, kertakrús og málaða flís. Verð 3.500 kr. Páskaskreytingar 19.-21. mars Dagana 19., 20. og 21. mars ætlum við að vera í páskastuði og búa til alls konar skreytingar til að njóta um páskana. Brynja skreytingameistari verður með alls konar sniðugt í pokahorninu, verið velkomin. Þeir sem hafa áhuga á að vera með endilega hafið samband við okkur áður í félagsstarfið í síma 586-8014 virka daga milli 13-16 eða á elvab@mos. is. Þátttökukostnaður að sjálfsögðu í lágmarki eins og alltaf. - Fréttir úr bæjarlífinu6 Félag aldraðra í mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is Einar Karl Sigmarsson er ungur og efnileg- ur Mosfellingur. Hann er 15 ára nemandi í 10. bekk Lágafellsskóla. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann stofnað sitt eigið fyrirtæki sem heitir Tómatur. „Ég er að selja gæðahulstur fyrir iPhone- síma á mjög góðu verði, ég er með nokkrar týpur og nokkra liti. Þetta byrjaði með því að pabbi minn sem rekur pítsastaðinn Shake&Pizza fór til Dubai. Hann kynntist þar framleið- anda sem framleiðir meðal annars þessi hulstur. Ég fékk svo tækifæri á að hefja við- skipti við hann og hóf innflutning á þessum hulstrum,“ segir Einar Karl. Frí heimsending í mosó „Ætlunin er að auka úrvalið smátt og smátt með ýmsum aukahlutum fyrir síma. Ég hef fengið góð viðbrögð en ég hef aðal- lega verið að kynna fyrirtækið í gegnum Facebook og Instagram. Best er að senda mér pantanir í gegnum Facebook. Hulstrin kosta 1.000 kr. og það er frí heimsending hér í Mosfellsbæ. Hringurinn aftan á hulstrunum er gerður til að geta haldið á símanum með annarri hendi en einnig má nota hann sem stand svo síminn geti staðið á borði. Ég er búinn að tryggja mér lénið tomatur.is og er að vinna að gerð heimasíðu. Hugmyndin er líka að útbúa Snapchat-reikning og auglýsa þar. Þetta hefur gengið mjög vel en ég fékk fyrstu sendingu í janúar. Ég er nú þegar búinn að læra helling á þessu, bæði varðandi samskipti við fram- leiðandann og ýmislegt varðandi innflutn- ing og fleira. Mér finnst gaman að kynnast ferlinu og þetta er góð byrjun ef þig langar í bissneslífið,“ segir Einar Karl sem á greini- lega framtíðina fyrir sér í viðskiptalífinu. Einar Karl stofnar sitt eigið fyrirtæki sem heitir Tómatur Tómatur selur auka- hluti fyrir iPhone-síma einar karl með sínar fyrstu vörur á markaðnum Mosfellsbær, velferðarráðuneytið og Hamrar - hjúkrunarheimili hafa komist að samkomulagi um lausn á langvarandi rekstrarvanda heimilisins. Samkomulagið er forsenda þess að unnt sé að draga til baka uppsögn Mosfellsbæjar á þjónustusamningi við ráðuneytið og Sjúkratryggingar Íslands um rekstur Hamra, sem og uppsögn Hamra ehf. um rekstur heimilisins. Samkomulagið felur í sér að stækkun hjúkrunarheimilisins hafi forgang við frekari uppbyggingu hjúkrunarrýma á höfuðborg- arsvæðinu og að undirbúningsvinnu uppbyggingarinnar verði hraðað. Þá verður veitt tímabundin heimild til fjölgunar rýma um þrjú. Stækkun hjúkrunarheimilisins er forsenda fyrir sjálfbærni rekst- ursins í framtíðinni. Arkitektar hafa þegar lagt fram hugmyndir um stækkun sem nemur allt að 44 rýmum með viðbótarhæð ofan á nú- verandi hús, ásamt byggingu norðan við það, sem gæfi möguleika á allt að 74 rýmum. Fallist á stækkun hjúkrunarheimilisins Þá felur samkomulagið í sér að unnin verði greining á kostnaði vegna umönnunar yngri íbúa á hjúkrunarheimilinu. Leiði greining- in í ljós að greiðslur til heimilisins vegna yngri íbúa séu vanmetnar mun ríkið taka tillit til þess kostnaðar við ákvörðun daggjalda. „Það er afar ánægjulegt að tekist hafi að leysa rekstravanda Hamra og tryggja rekstur heimilisins til framtíðar. Það er einnig mikilvægt að fallist hafi verið á stækkun Hamra því þörfin er svo sannarlega til staðar“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mos- fellsbæjar. Samkomulag um rekstur • Hugmyndir lagðar fram um stækkun hjúkrunarheimilisins lausn á rekstrarvanda Hamra HjúkrunarHeimilið Hamrar getur stækkað á næstunni Viðreisn undirbýr framboð í Mosfellsbæ Félagar í Viðreisn sem eru búsettir í Mosfellsbæ hafa undanfarið verið að undirbúa stofnun félags í bænum, segir Valdimar Birgisson, en hann er einn þeirra sem vinnur að undir- búningi og reiknar með að boðað verði til stofnfundar á næstu dögum. „Markmiðið er að stuðla að öflugu starfi. Fjölmargir hafa þegar lýst yfir áhuga á að koma að þessu starfi og vinna að stefnumálum Viðreisn- ar sem er frjálslyndur, alþjóða- og jafnréttissinnaður flokkur,“ segir Valdimar. „Samhliða stofnun félags- ins erum við að kanna hvernig best verði staðið að framboði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Við vilj- um helst sameina krafta þess fólks í bænum sem aðhyllist frjálst og opið samfélag þar sem hagsmunir al- mennings eru látnir ráða för en ekki sérhagsmunir. Það er kominn tími til að gera breytingar. Ég vil hvetja alla sem vilja slást í hópinn og taka þátt í starfinu og undirbúa framboð að hafa samband. Við leitum að kraftmiklum, jákvæðum, traustum og heiðarlegum einstaklingum sem vilja leggja sitt af mörkum til þess að bæta lífið í Mosfellsbæ“, segir Valdimar um leið og hann býður áhugasömum að setja sig í samband við undirbúningshópinn með því að senda póst á mosfellsbaer@ vidreisn.is. Landbrot í Listasal Sæunn Þorsteinsdóttir hefur opnað einkasýningu í Listasalnum sem ber heitið Landbrot. Sæunn fæddist í Reykjavík í mars 1967. Hún er Mosfellingur í móðurætt og höfuðborgari í föðurætt og hefur síðustu níu árin búið í Miðdal í Mosfellssveit. Á þessari fimmtu einkasýningu sinni mun Sæunn aðallega sýna lágmyndir unnar úr landakortum.

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.