Mosfellingur - 22.02.2018, Síða 12
Tæplega 700 greiddu atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins • Bæjarstjórinn leiðir áfram
Töluverð endurnýjun á
lista Sjálfstæðisflokksins
Prófkjör Sjálfstæðisflokks-
ins í Mosfellsbæ fór fram
laugardaginn 10. febrúar.
Tólf frambjóðendur gáfu
kost á sér og tæplega 700
manns greiddu atkvæði.
Kosið var í félagsheimili
flokksins í Kjarna.
Haraldur Sverrisson
bæjarstjóri Mosfellsbæjar
varð efstur í prófkjörinu.
Hann er ánægður með
niðurstöðuna og væntan-
legan lista. „Þetta er breiður hópur fólks á
ólíkum aldri, með fjölbreytta menntun og
reynslu. Þarna eru 4 konur
og 4 karlar í 8 efstu sæt-
unum en umfram allt fólk
sem er tilbúið að leggja allt
sitt af mörkum fyrir Mos-
fellinga,“ segir Haraldur.
Í kvöld, fimmtudaginn
22. febrúar, mun kjör-
nefnd leggja fram tillögu
að listanum í heild sinni
á aðalfundi Fulltrúaráðs
Sjálfstæðisfélaganna í
Mosfellsbæ. Þá fara einn-
ig fram aðalfundir Sjálfstæðisfélagsins og
Viljans, félags ungra sjálfstæðismanna.
1. Haraldur Sverrisson
2. Ásgeir Sveinsson
3. Kolbrún Þorsteinsdóttir
4. Rúnar Bragi Guðlaugsson
5. Arna Hagalínsdóttir
6. Hafsteinn Pálsson
7. Helga Jóhannesdóttir
8. Kristín Ýr Pálmarsdóttir
Efstu átta Bjóða bæjarbúum
með í málefnavinnu
Haraldur Sverrisson oddviti sjálf-
stæðismanna hlaut afgerandi kosn-
ingu í 1. sæti listans. Alls greiddu 663
atkvæði í prófkjör-
inu. Haraldur fékk
545 atkvæði alls og
þar af 423 í 1. sæti.
„Ég er afar þakk-
látur fyrir þann
mikla stuðning
sem ég fékk í próf-
kjörinu. Það varð
töluverð endurnýjun á listanum enda
gáfu tveir bæjarfulltrúar ekki kost á
sér í þetta skipti. Það gefur nýju fólki
tækifæri og niðurstaðan, prófkjörið
sjálft og dreifing atkvæða endur-
speglar það. Mjótt var á mununum í
mörg sæti. Niðurstaðan er góð fyrir
Sjálfstæðisflokkinn og samfélagið
okkar hér í Mosfellsbæ. Nú hefst
málefnavinnan og við munum bjóða
bæjarbúum þátttöku í því starfi. Með
sterkan málefnagrundvöll og svona
góðan hóp fólks er ég viss um að
flokkurinn muni fá góðan hljóm-
grunn í kosningunum í vor.“
Arna Hagalíns og Ásgeir Sveinsson gáfu bæði kost
á sér í fyrsta skipti og náðu tilsettum árangri.
„Ég er ómetanlega þakklát fyrir stuðninginn og
hef óbilandi trú á Mosfellingum og bænum okk-
ar,“ segir Arna. „Ég veit að mínir styrkleikar ásamt
menntun minni, þekkingu og reynslu munu koma
að góðu gagni í samhentum hópi bæjarstjórnar-
fólks. Markmið mitt er hagur okkar allra.“
Ásgeir tekur í sama streng og segist mjög
ánægður með þann frábæra stuðning sem hann
fékk. „Ég hlakka til að vinna með þessu öfluga
fólki á listanum og markmiðið er að sjálfsögðu að
halda meirihluta áfram eftir kosningarnar í vor.“
Arna og Ásgeir ný á lista
Helga, RúnaR BRagi, aRna, HaRalduR,
ÁsgeiR, KolBRún og Hafsteinn.
Á myndina vantaR KRistínu.
Þann 3. mars heldur Stormsveitin sína
árlegu tónleika í Hlégarði. „Yfirleitt höld-
um við tónleika á þrettándanum en vegna
þess að við tókum þátt í Kórum Íslands
síðastliðið haust og gáfum svo út disk fyrir
jól var lítill tími eftir til að æfa nýtt efni. Við
ákváðum því að halda tónleikana í mars og
erum með fulla dagskrá af nýju efni,“ segir
Sigurður Hansson Stormsveitarforingi.
„Tónleikarnir verða haldnir sama kvöld
og lokakvöld undankeppni Eurovision.
Húsið opnar kl. 19 og verður sýnt frá keppn-
inni á stórum skjá. Þannig að þeir sem eiga
miða á tónleikana geta mætt snemma, horft
á keppnina og svo byrja tónleikarnir eftir að
keppninni lýkur.“
Þetta verða okkar bestu tónleikar
„Stebbi Jak úr Dimmu verður gesta-
söngvari hjá okkur og Ingó úr Dimmu
verður einnig með okkur þetta kvöld. Við
verðum einnig með leynigest sem kemur
og tekur nokkur lög með okkur. Dagskráin
samanstendur af klassíku rokki í bland við
skemmtilega útsett karlakórslög.“
„Kórin var stofnaður árið 2012 og ég
myndi segja að við séum búnir að vera í
stöðugri þróun síðan þá. Við höfum undan-
farin tvö ár verið með flottan tónlistamann
sem er að þjálfa okkur og sami kjarninn í
kórnum. Ég fullyrði að þetta verða okkar
bestu tónleikar, miðasala fer fram á tix.is,“
segir Siggi að lokum.
K j a r n a , Þ v e r h o l t 2
S: 552 - 66 - 66
16.30 – 21.00
w w w . y a m . i s
Lau, Sun 16.00 – 21.00
Y A M
2 7 0 M o s f e l l s b æ
y a m @ y a m . i s
Allur matur er eldaður eftir
pöntun og því er enginn matur
tilbúinn fyrirfram. Þar af
leiðandi er alltaf allavega
10 mínútna bið eftir matnum
stundum þegar mikið er að
gera getur því biðin verið löng.
Kíkið nýja matseðil á.
w w w . y a m . i s
Opnunartími
good and delicious food
THAI FOOD RESTAURANT
Y A M
THAI FOOD RESTAURANT
vegan
sjávarréttir
glútenfrítt
kjöt réttir
.............
Bara opið á kvöldin núna !
Stormsveitin blæs til tónleika 3. mars
- Fréttir úr Mosfellsbæ12
ERU
FYRIR GRUNNSKÓLANEMENDUR OG FORELDRA/FORRÁÐAMENN ÞEIRRA
miðvikudaginn 28. febrúar kl. 17:00-18:30
Kennarar og nemendur verða á staðnum og hægt verður að fá upplýsingar
um kennsluhætti, skipulag námsins, brautir, skólaandann og fleira.
Brautir sem eru í boði:
• Framhaldsskólabraut
• Félags- og hugvísindabraut
• Náttúruvísindabraut
• Opin stúdentsbraut
- Almennt kjörsvið
- Hestakjörsvið
- Íþrótta- og lýðheilsukjörsvið
- Listakjörsvið
• Sérnámsbraut
www.fmos.is
Kennsluhættir
skólans miða að því að
undirbúa nemendur fyrir
líf og starf á 21. öldinni.
Í skólanum er öll aðstaða
nemenda og kennara
eins og hún gerist
best.
Verkefnastjóri vegna
móttöku flóttafólks
Eva Rós Ólafsdóttir félagsráðgjafi
MA hefur verið ráðin sem verkefna-
stjóri vegna móttöku flóttafólks.
Áætlað er að hópurinn komi til
Mosfellsbæjar 19. mars n.k.
Eva Rós lauk
starfsréttindum
í félagsráðgjöf
með MA prófi frá
Háskóla Íslands
árið 2013 og
hefur starfað sem
félagsráðgjafi hjá
Fangelsismála-
stofnun frá þeim tíma.
Starf verkefnisstjóra er fólgið í
því að hafa umsjón með móttöku
flóttafólksins og þjónustu við það.
Verkefnisstjórinn á náið samstarf
við svið og stofnanir bæjarfélagsins,
Rauða krossinn, velferðarráðu-
neytið og aðra aðila innan og utan
sveitarfélagsins. Og loks annast
hann skipulagningu fræðslu og
kynningar til flóttafólksins og þá
sem að málum þess koma.