Mosfellingur - 16.03.2017, Blaðsíða 12

Mosfellingur - 16.03.2017, Blaðsíða 12
 - Vorboðar og öskudagur12 Um þessar mundir eru Vorboðar, kór eldri borgara í Mosfellsbæ, að undirbúa vorið ásamt stjórnanda sínum, Hrönn Helga- dóttur. Kórinn ætlar að halda vortónleika í Guðríðarkirkju ásamt Álafosskórnum þann 8. apríl kl. 14. „Þetta er nýbreytni hjá Vorboðum og vilja kórfélagar hvetja Mosfellinga og aðra velunnara að mæta og njóta, aðgangur er aðeins kr. 1.000,“ segir Úlfhildur Geirsdóttir, formaður kórsins. Laugardaginn 27. maí tekur kórinn svo þátt í hinu árlega kóramóti sem er að þessu sinni í Keflavík. Gaman saman á Eirhömrum Vorboðar hafa komið víða við á starfs- árinu eins og venjulega og sungu m.a. á jólahlaðborði á Hótel Örk, við guðsþjón- ustur, fyrir félagasamtök og í Kjarna þar sem Skólahljómsveitin og heimilisfólk á Skálatúni tók virkan þátt í tónlistarflutn- ingi. Eftir áramót hefur kórinn tekið þátt í ýmsum viðburðum eins og kærleiksviku í Mosfellsbæ, Öskudagshátíð FÁÍA o.fl. Vorboðar hafa s.l. fjóra vetur haft veg og vanda af hinum vinsæla dagskrárlið Gaman saman á Eirhömrum annan hvern fimtudag ásamt Helga R. Einarssyni skemmtikrafti og undirleikara. Í Vorboðum starfa nú 50 félagar og kór- inn æfir einu sinni í viku í Safnaðarheimili Lágafellssóknar.Mynd: Ólína/Myndó Vorboðar í framhalds- skólanum í mosfellsbæ Vorboðar undir stjórn Hrannar Helgadóttur • Halda tónleika ásamt Álafosskórnum í Guðríðarkirkju 8. apríl Nóg um að vera hjá kór eldri borgara Öskudagsgleði í mosfellsbæ

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.