Mosfellingur - 16.03.2017, Blaðsíða 26

Mosfellingur - 16.03.2017, Blaðsíða 26
 - Aðsent efni26 Láttu vaða Við erum gjörn á að hugsa of mikið um hvað öðrum finnst um okkur. Hvað hópnum finnst. Hvað mömmu finnst. Stundum gerum við hluti mest til þess að geðjast öðrum. Hluti sem okkur langar ekkert til að gera og gera engum gott. Við höfum öll upplifað þetta. Sumir oftar en aðrir. Ef þú ert á þessum stað í lífinu hvet ég þig til að gera uppreisn. Taka þér tíma í að greina hvað það er sem þig virkilega langar að gera við lífið og kýla svo á það. Með því ertu að bæta bæði þig og heiminn, svo lengi auðvitað sem þú ert heilbrigð sál sem vilt sjálfum þér og öðrum vel. Lykilatriði í þessu ferli er að hafa húmor fyrir sjálfum sér og velta sér ekki upp úr því hvað öðrum finnst. Aldur, kyn, menntun eða fæðingar- staður skiptir ekki máli. Ekki heldur uppáhaldsíþróttafélag. Það geta allir látið drauma rætast. Það er alltaf leið. Og það er ekkert eins gefandi og styrkjandi að koma draumum sínum í framkvæmd. Að þora. Ég gaf út bók í lok síðasta árs. Lét bókardraum rætast. Margra ára gamlan draum. Það sem hafði stopp- að mig var álit annarra á bókinni. Vill einhver lesa bók eftir mig? Og líka spurningin hvort einhver myndi kaupa hana. Það tók mig mörg ár að þora að gera þetta. Og tilfinningin er geggjuð. Sérstaklega þegar ég heyri frá einhverjum sem hefur lesið bók- ina. Næsti draumur tengdur bókinni er að þýða hana á mörg tungumál, gefa út rafrænt út um allan heim. Af hverju? Af því mig langar til þess. Það eflir mig að koma draumum í fram- kvæmd og mig langar að deila með öðrum því sem ég hef lært og er að pæla. Kíktu á www.njottuferda- ­lagsins.is ef þú vilt vita meira og fá stuðning til þess að láta vaða. HeiLsumoLar Gaua Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is Þverholti 2 • Mosfellsbæ Fasteignasala Mosfellsbæjar Sími: 586 8080 www.fastmos.ishafðu samband E.BAC K M A N Einar Páll Kjærnested • Löggiltur fasteignasali Viltuselja... E .B A C K M A N www.fastmos.is Sími: 586 8080 Þverholti 2 Eins og Mosfellingar þekkja þá hefur handbolti verið vinsæll í bænum frá því að Afturelding komst í efstu deild vorið 1992. Sumarið 2007 ákváðu þeir Þorkell Guðbrandsson og Bjarki Sigurðsson sem báðir voru þá hættir með Aftureldingu að stofna utandeildarlið og smala öllum gömlu kempunum og nokkrum ungum saman í gott lið. Liðið fékk nafnið Júmboys eða breiðu strákarnir á íslensku. Það er skemmst frá því að segja að liðið varð afar sigur- sælt og strax á fyrsta tímabili vann liðið Íslandsmeistartitil utandeildar sem taldi þá 18 lið samtals. Árið eftir vann liðið alla þá bikara sem í boði voru og samtals urðu titlarnir 10 á þessum 6 árum sem liðið spilaði í utandeildinni. Liðsmenn voru á aldrinum 20 til 69 ára. Árið 2013 fannst liðs- mönnum mál að linnti og leyfðu öðrum liðum að komast að. 10 ára afmæli Júmboys fagnað með stæl • Sigursælasta lið Mosfellsbæjar frá aldamótum Sigursælar handboltakempur Jón Andri, Siggi Sveins, Þorkell Guðbrands, Gunnar Guðjóns, Einar Braga, Jóhannes, Bjarki Sig, Baldvin, Svanþór og Ástþór. Fyrir framan eru Sveinbjörn og Daði Hafþórs. Einhver kunnugleg andlit vantar þó á myndina.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.