Mosfellingur - 18.05.2017, Blaðsíða 20

Mosfellingur - 18.05.2017, Blaðsíða 20
 - Íþróttir20 6. flokkur Aftureldingar yngra ár (A lið) hampaði á dögunum Íslandsmeistaratitli í handknattleik 2017. Alls kepptu strákarnir fimm umferðir, sigruðu í 18 leikjum og töpuðu tveimur. Það er greinilega bjart fram undan í handbolt- anum en í þessum flokki æfa um 35 strákar. Þjálfari liðsins er Hrannar Guðmundsson. Á myndinni má sjá kampakáta sigurveg- ara. Efri röð: Unnar, Sigurjón, Hrafn, Villi Karl, Hrannar. Neðri röð: Stefán, Aron Valur, Haukur, Daníel Darri. Strákarnir í A liði yngra árs í 6. flokki áttu frábært tímabil 6. flokkur í handbolta Íslandsmeistarar Hanna Björk Halldórsdóttir hefur verið ráðin íþróttafulltrúi Aftureldingar. Hún var valin úr hópi 20 umsækjenda sem sóttu um starfið. Hanna Björk er Mosfellingur og Aftureldingarmanneskja í húð og hár. Hún æfði bæði knattspyrnu og frjálsar íþróttir með Aftureldingu á sínum yngri árum. Hanna er 32 ára gömul og er búsett í Mosfellsbæ. Vel menntuð og reynd Hanna er menntuð með MA gráðu í breytingastjórnun frá Hawaii Pacific háskólanum og er einnig með BS gráðu í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún mun koma til með að stýra íþróttamálum hjá félaginu. „Það er mikill fengur fyrir okkur í Aftureldingu að fá vel menntaða og reynda manneskju til starfa,“ segir Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Aftureldingar. „Við viljum alltaf gera betur þegar kemur að þjálfun iðkenda og ekki síst í fræðslu fyrir þjálfara félagsins. Nýtt starf íþróttafulltrúa er liður í þeirri uppbyggingu.“ Hanna Björk ráðin íþróttafulltrúi félagsins Nýr starfsmaður stýrir íþróttamálum hjá Aftureldingu Hanna er mosfellingur í Húð og Hár efnilegir strákar Hampa titlinum SUMARLESTUR 2017 FYRIR ALLA HRESSA KRAKKA Uppskeruhátíð verður á Bókasafnsdeginum 8. september SKRÁNING ER HAFIN SJÁUMST Í BÓKASAFNINU Kveðja, Starfsfólk Bókasafnsins Bókasafn Mosfellsbæjar SUMARLESTUR 2017 22. maí til 8. september Bókasafn Mosfellsbæjar Liverpool FC rekur það sem þeir kalla LFC International Academy um allan heim og þetta er í 7. skiptið sem Liverpoolskólinn er haldinn í Mosfellsbæ. „Skólinn setur mjög strangar reglur um menntun þjálfara og fjölda iðkenda sem hver þjálfari sinnir í skólanum til að geta náð hámarks upplifun fyrir hvern iðkenda,“ segir Kjartan Þór Reinholdsson skólastjóri. „Við hér á Íslandi höfum einnig bætt við einum íslenskum aðstoðamanni í hvern hóp þannig að þeir sem ekki eru sem bestir í ensku geti einnig notið skólans.“ Skólinn er fyrir stráka og stelpur í 3. - 7. flokki (6-16 ára) og er þeim skipt upp eftir aldri. Einnig er boðið upp á sérstaka mark- mannsþjálfun. Uppselt nánast öll árin Skólinn byrjar kl. 10 á morgnana og er til kl. 15. Boðið er upp á ávaxtabita um morg- uninn og svo heita máltíð í hádeginu. Skólinn er haldinn á Tungubökkum í Mosfellsbæ og verður dagana 13. – 15. júní. Verðið er 24.400 kr. en innifalið í því verði er árgjald í Liverpoolklúbbinn á Íslandi. Skólinn hefur notið mikilla vinsælda síð- ustu ár og verðið uppselt í hann nánast öll árin sem hann hefur verið haldinn. Allir þeir sem hafa áhuga eru því hvattir til að skrá sig sem fyrst á afturelding.felog.is. Nánari upplýsingar um skólann eru á Face- book en þar má meðal annars finna myndir frá síðustu árum og viðtöl við þjálfara ásamt ýmsu fleiru. TILVALIÐ FYRIR AFMÆLI, ÆTTARMÓT, GÖTUGRILL EÐA ÖNNUR HÁTÍÐARHÖLD Hoppukastalar til leigu - s. 690-0123 - www.facebook.com/hoppukastalar - hoppukastalar@gmail.com Sótt og skilað í sama ásigkomulagi Við erum í Mosó Spennandi hoppukastali þar sem gengið er inn um gin krókódílsins. Þorir þú? Hoppandi kátir krakkar verða ekki sviknir af þessari skemmtun. Krókódíllinn vekur athygli hvert sem hann fer. Stærð DAGSLEIGA 20.000 KR. Heill heimur af ævintýrum. Börnin gleyma sér í þessum litríka og sumarlega kastala. Auðvelt fyrir foreldra að fylgjast með af hliðarlínunni. Rennibraut og eltingaleikir vekja mikla lukku. Stærð: DAGSLEIGA 24.000 KR. Splunkunýr kastali þar sem krakkarnir fá alla þá útrás sem þeir þurfa. Hár og svipmikill hoppukastali Hér reynir á útsjónarsemi og snerpu, hring eftir hring. Stærð 3 DAGSLEIGA 28.000 KR. 2 1 Rennibrautin Árlegur knattspyrnuskóli fyrir 6-16 ára stelpur og stráka Liverpoolskólinn haldinn í 7. sinn

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.