Mosfellingur - 18.05.2017, Blaðsíða 22
Björn Óskar í banda
ríska háskólagolfið
Björn Óskar Guðjónsson afrekskylf-
ingur úr GM hefur samið við há-
skóla í bandaríska háskólagolfinu.
Björn gengur til liðs við University
of Louisiana – Lafayette í haust.
Björn útskrifast frá Verzlunarskóla
Íslands í vor og heldur til Bandaríkj-
anna seinni part ágústmánaðar.
Þetta er gott tækifæri fyrir Björn
til þess að sameina nám og golf en
aðstæður til golfiðkunar eru eins
og þær gerast bestar. „Það er gott
að vera kominn í skóla í efstu deild
í háskólagolfinu á góðum skóla-
styrk. Vonandi næ ég að bæta mig á
meðan ég er úti og færast nær mark-
miðum mínum,“ segir Björn Óskar
sem er til vinstri á myndinni hér að
ofan ásamt Davíð Gunnlaugssyni
íþróttastjóra GM.
- Íþróttir22
Fótboltasumarið er hafið • Strákunum spáð upp um deild • Stelpurnar með Fram
Sigur í fyrstu heimaleikjum
sumarsins á Varmárvelli
Efri röð: Katla Rún, Margrét Regína, Matthildur, Eva Rut, Stefanía og Valdís Ósk. Neðri röð: Inga Laufey, Svandís Ösp, Selma Líf, Hafrún Rakel og Sigrún Gunndís.
Efri röð: Wentzel Steinarr, Ágúst, Halldór Jón, Einar, Eiður og Valgeir. Neðri röð: Ferran, Jökull, Arnór Breki, Magnús Már og Dagur.
Boltinn er byrjaður að rúlla á Varmárvelli.
Fyrstu heimaleikir sumarsins fóru fram um
síðustu helgi og lítur allt út fyrir skemmti-
legt fótboltasumar fram undan.
Strákarnir leika í 2. deild og sigruðu Hug-
in á laugardaginn 3-2 eftir skell í fyrsta leik á
Húsavík. Næsti heimaleikur er gegn Tinda-
stól laugardaginn 27. maí kl. 14. Strákunum
er spáð sigri í deildinni en þeir hafa verið í
toppbaráttunni síðustu árin.
Stelpurnar tefla fram sameiginlegu lið
með Fram. Afturelding/Fram leikur í 2.
deildinni en Afturelding lék um árabil í
Pepsi-deild kvenna. Fyrsti leikur sumarsins
fór fram á sunnudaginn gegn Völsungi og
vannst 3-1. Næsti heimaleikur stelpnanna
er gegn Augnabliki miðvikudaginn 7. júní
kl. 19:15.
Mosfellingar geta
fengið frítt á völlinn
Á dögunum báru yngri iðkendur í
knattspyrnudeild út í Mosfellsbæ
tímaritið Eldingu ásamt ársmiða
á alla heimaleiki meistaraflokks
karla í sumar. Hafi einhver lúga
farið framhjá útburðarbörnunum er
hægt að nálgast Eldingu og árskort í
afgreiðslunni í íþróttamiðstöðinni á
Varmá. Frítt er á leiki meistaraflokks
kvenna í sumar, svo nú er ekkert að
vanbúnaði að skella sér á völlinn
hvort sem það er hjá stelpunum eða
strákunum. Sjáumst á Varmárvelli!
Markmannsskipti
í handboltanum
Breytingar verða á markmannsmál-
um hjá meistaraflokki Aftureldingar
í handboltanum á næsta tímabili.
Davíð Svansson aðalmarkvörður
félagsins síðustu árin hefur ákveðið
að leggja skóna á hilluna. Kristóf-
er Fannar hefur verið að glíma við
meiðsl og mun taka sér frí. Í stað
þeirra er búið að skrifa undir samn-
inga við Lárus Helga Ólafsson sem
kemur frá Gróttu og Kolbein Aron
Ingibjargarson sem kemur frá ÍBV.