Mosfellingur - 21.12.2017, Page 40

Mosfellingur - 21.12.2017, Page 40
 - Heilsa og helgihald40 Fyrirmyndin rey Áttu dóttur? 10 ára eða eldri? Bjóddu henni með þér á nýju Star Wars myndina. Þar fær hún að sjá virkilega öflugar fyrirmyndir. Heilsteyptar, yfirvegaðar, öruggar, leitandi, traustar og hugaðar konur sem eru í lykilhlutverkum í mynd- inni. Rey, aðalpersóna myndarinnar, fer þar fremst í flokki. Það sem mér fannst best við kvenpersónurnar í myndinni var að þær eru fyrst og fremst persónur í stað þess að vera stillt upp sem kyn- þokkafullum gyðjum. Myndin snýst um jafnvægi, baráttu milli góðs og ills, á mörgum sviðum. Ég er enginn Star Wars aðdáandi og hef held ég bara séð fyrstu myndina – eða þá fjórðu, eftir því hvernig maður telur þær. Það var fyrir mörgum tugum ára. En þessi mynd er virkilega góð, það eina slæma við hana er íslenska hléið sem rífur mann hratt og örugg- lega út úr myndinni og hendir inn í raunheima með krafti. En maður var reyndar snöggur að komast aftur inn í myndina eftir hléið, hún er það grípandi. Ég fór með 15 ára syni mínum. Þeir eldri voru búnir að sjá hana og sá yngsti aðeins of ungur enn. Ég á engar dætur en hefði að sjálfsögðu tekið þær með. Ég á litla frænku, en hún er bara tveggja ára og því nokk- ur ár í að hún fái að horfa á myndina. Kvikmynd eins og þessi sem gerir ekki út á týpísk hlutverk kynjanna, eins og oft verður í bíómyndum, ætti að vera skylduáhrif fyrir alla sem hafa aldur til. Hún sýnir manni að kynið skiptir ekki máli þegar kemur að því að hugsa, læra, meta aðstæð- ur og taka yfirvegaðar ákvarðanir. Hún sýnir manni að það sem skiptir máli er að vera trúr sjálfum sér og sínu fólki, þora að fylgja eigin samvisku, trúa á það sem skiptir máli og láta ekki aðra fara illa með sig. Heilsumolar Gaua Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is www.fastmos.is Sími: 586 8080 Þverholti 2 Helgihald yfir jól og áramót 24. desember - Aðfangadagur Kl. 13:00 Barnaguðsþjónusta í Lágafellskirkju Sr. Arndís Linn, leiðir stundina ásamt Hreiðari Erni Zoëga Stefánssyni. Þórður Sigurðarson annast tónlistarflutning. Jólaguðspjallið lesið og jólalögin sungin og biðin eftir jólunum stytt í hátíðarstemmningu. Kl. 18:00 Aftansöngur í Lágafellskirkju Sr. Arndís Linn, sem þjónar fyrir altari og prédikar. Einsöngvari er Jón Magnús Jónsson. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar. Kirkjuvörður og djákni Rut G.Magnúsdóttir Kl. 23:30 Miðnæturguðsþjónusta í Lágafellskirkju - Sr. Kristín Pálsdóttir. Gestasöngvari er Kristín R. Sigurðardóttir. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar, organista. Fögnum helgri hátíð frelsarans í húsi Guðs á helgri jólanótt. 25. desember - Jóladagur Kl. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta í Lágafellskirkju Sr.Arndís Linn þjónar fyrir altari og prédikar. Einsöngvari verður Einar Clausen. Fiðluleik annast Sigrún Harðardóttir. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar, organista. Kl. 16:00 Hátíðarguðsþjónusta í Mosfellskirkju Sr. Kristín Pálsdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Einsöngvari verður Einar Clausen. Fiðluleik annast Sigrún Harðardóttir. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar, organista. 31. desember - Gamlársdagur - ATHUGIÐ BREYTTUR TÍMI ! Kl. 17:00 Aftansöngur í Lágafellskirkju Sr. Arndís Linn þjónar fyrir altari og prédikar. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar, organista. Fögnum helgri hátíð í húsi Guðs. Allar upplýsingar um kirkjur og kirkjustarf í Mosfellsbæ er hægt að nálgast á heimasíðu kirkjunnar: www.lagafellskirkja.is Árleg sviðamessa á Skeggjastöðum hraustlega tekið til matar hópsöngur í hlöðunni

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.