Mosfellingur - 08.01.2015, Qupperneq 4

Mosfellingur - 08.01.2015, Qupperneq 4
www.lagafellskirkja.is Sunnudagur 11. janúar Kl. 11:00 Guðsþjónusta í Lágafellskirkju. Sr. Skírnir Garðarsson. Sunnudagur 18. janúar Kl. 20:00 Taize guðsþjónusta í Lágafellskirkju. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir. Sunnudagur 25. janúar Kl. 11:00 Guðsþjónusta í Mosfellskirkju. Sr. Skírnir Garðarsson. Prjónasamvera í safnaðarheimilinu Fyrsta prjónasamvera ársins verður í kvöld, fimmtudaginn 8. janúar. Allir velkomnir - allar nánari upplýsingar er hægt að sjá á heimasíðu kirkjunnar. www.lagafellskirkja.is Sunnudagaskólinn hefst 11. janúar kl. 13:00 (eftir jólafrí) kirkjustarfið - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64 HelgiHald næStu vikna Styrktartónleikar á þriðjudagskvöld Þriðjudagskvöldið 13. janúar verða haldnir styrktartónleikar fyrir Brynju Hlíf Hjaltadóttur. Tónleikarnir fara fram í Hlégarði og hefjast kl. 20. Miðaverð er 1.500 kr. Brynja Hlíf, sem er 16 ára gömul, lenti í alvarlegu mótorhjólaslysi í Noregi í október. Hún stundar nú endurhæfingu á Grensás. Brynja Hlíf var í einlægu viðtali í jólablaði Mosfellings og ætlar sér að komast á fætur ný. Öll innkoma á tónleikana rennur í styrktarsjóð Brynju og fjölskyldu hennar. Fjöldi listamanna munu stíga á stokk og má þar nefna Kaleo, Bubba Morthens, Dimmu, Vio, Kalla Tomm og fleiri. Sendiherra Kína í Mosfellsbæ Zhang Weidong sendiherra Kína á Íslandi kom í heimsókn í Mos- fellsbæ og hitti Harald Sverrisson bæjarstjóra. Weidong var skipaður sendiherra í haust og hefur því nýlega hafið störf á Íslandi. Hann var nokkuð fróður um Mosfellsbæ og hafði lesið bækur eftir Halldór Laxness og hlustað á tónlist eftir Ólaf Arnalds. Sendiherranum var fært að gjöf konfekt frá Hafliða Ragnarssyni við þetta tilefni. Útskriftarhátíð Framhalds- skólans í Mosfellsbæ fór fram föstudaginn 19. desember s.l. við hátíðlega athöfn í nýju húsnæði skólans við Háholt 35. Framhaldsskólinn var stofnaður haustið 2009. Sex námsbrautir eru við skólann og er fjöldi nemenda við skólann um tvö hundruð og sextíu. Skólameistari er Guðbjörg Aðalbergsdóttir. Að þessu sinni voru sex nemendur brautskráð- ir, fimm nemendur af félags- og hugvísindabraut og einn nem- andi af opinni stúdentsbraut. Mosfellsbær veitti Guðrúnu Evu Bjarkadóttur viðurkenn- ingu fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi. Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ • Sex nemendur brautskráðir um jólin Brautskráning frá fMOs NýstúdeNtar ásamt skólameisturum Tveir starfsmenn Áhaldahússins til áratuga voru kvaddir föstudaginn 19. desember. Viðar Ólafsson hóf störf hjá Mosfellsbæ árið 1980 og er eflaust sá starfsmaður Mosfellsbæjar sem náð hefur hvað mestum starfsaldri og hefur unnið undir stjórn sjö bæjarstjóra. Viðar hefur verið mjög farsæll í starfi og haft að leiðarljósi slagorð bæjarins, þjónusta í þína þágu. Viðar hefur og verið tengiliður við OR m.a. vegna álesturs hitaveitumæla um alla byggð. Erlingur Friðgeirsson hóf störf hjá Mosfellsbæ árið 1983 og hefur því starfað hjá Mosfellsbæ í 30 ár. Erlingur hefur sinnt sínu starfi af eljusemi og dugnaði. Erlingur varð fyrir því óláni að slasast við vinnu sína í febrúar 2013 og hætti formlega störfum í ágúst s.l. vegna þess. kr. 2 ltr. Nýtt í Bónus frá Örnu kr. 200g. kr. 125g. kr. 1 ltr. kr. kg. kr. 200g kr. 2 ltr. Nýtt í Bónus frá Örnu kr. 200g. kr. 125g. kr. 1 ltr. kr. kg. kr. 200g Að venju verður þorrablót Aftureldingar haldið laugardaginn 24. janúar í íþrótta- húsinu að Varmá. Borðapantanir fara fram í vallarhúsinu fimmtudaginn 15. janúar kl. 19:30-20:30. Þetta er í áttunda sinn sem blótið er haldið í þessari mynd og verður dagskrá með hefðbundnu sniði. „Miðasala er í afgreiðslunni að Varmá og hefur gengið nokkuð vel. Það er orðin hefð hjá mjög mörgum Mosfellingum að mæta á blót og eiga skemmtilega kvöldstund með sveitungum sínum og sá hópur fer ört stækkandi. Í fyrra var uppselt og stefnir í það sama í ár,“ segir Rúnar Bragi Gunn- laugsson forseti þorrablótsnefndar. Stefanía ásamt einvala liði Að þessu sinni er það hin geðþekki Gunnar á Völlunum sem fer með veislu- stjórn og strákarnir í Kókos munu taka vel á móti veislugestum. Svo mun Rokkabillý- bandið ásamt Stefaníu Svavars, Eyþóri Inga og Björgvini Halldórssyni sjá um fjörið. „Geiri í Kjötbúðinni mun sjá um matinn, auk hins hefðbundna þorramatar mun hann bjóða uppá lambalæri og bearnaise en það mæltist vel fyrir í fyrra.“ Flottustu borðaskreytingarnar „Það hefur skapast hefð fyrir því að hóp- ar komi og skreyti borðin sín, það er mikill metnaður lagður í skreytingarnar. Í fyrra var það Súluhöfðinn sem hreppti titilinn en dómarar áttu mjög erfitt með að gera upp á milli. Hópar og einstaklingar geta komið á blótsdegi kl. 12:30-14 og skreytt borðin,“ segir Rúnar Bragi að lokum og vonast til að sjá sem flesta Mosfellinga og velunnara á þorrablótinu. MOSFELLINGUR keMur næst út 29. janúar mosfellingur@mosfellingur.is Viðar og Erlingur í Áhaldahúsinu kvaddir eftir áratuga starf Haraldur Sverrisson bæjarstjóri, Viðar Ólafsson, Erlingur Friðgeirsson og Þorsteinn Sigvaldason forstöðumaður Áhaldahússins. Þorrablót Aftureldingar verður haldið laugardaginn 24. janúar • Í fyrra var uppselt Hafa gaman með sveitungum

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.