Mosfellingur - 08.01.2015, Page 8
- Fréttir úr bæjarlífinu8
Almennar
og sérstakar
húsaleigubætur
VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja
Athygli er vakin á að samkvæmt lögum um húsaleigubætur
nr. 138/1997 skal endurnýja umsókn um húsaleigubætur
árlega í upphafi árs og gildir umsóknin til ársloka eða
jafnlengi og gildistími húsaleigusamnings.
Samkvæmt reglum Mosfellsbæjar um sérstakar húsaleigubætur
skal endurnýja umsóknir um sérstakar húsaleigubætur samhliða
almennum húsaleigubótum, gildir umsókn aldrei lengur en
sex mánuði og eða jafnlengi og gildistími húsaleigusamnings.
Reglur vegna sérstakra húsaleigubóta er hægt að nálgast á mos.
is/samþykktir og reglur/húsaleigubætur sérstakar.
Umsækjendur um almennar og sérstakar húsaleigubætur í
Mosfellsbæ eru minntir á að skila umsókn og fylgiskjölum
fyrir árið 2015 á www.mos.is/íbúagátt eða í þjónustuver Mos-
fellsbæjar, Þverholti 2 í síðasta lagi 16. janúar 2015.
Húsnæðisfulltrúi Mosfellsbæjar
Gufufélag Mosfellsbæjar hélt að vanda
aðalfund sinn á gamlársdag í sundlauginni
að Varmá.
Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa,
sem fram fóru undir traustri stjórn andlegs
leiðtoga og djákna, Sigurjóns Ásbjörnsson-
ar, voru þrír félagar sæmdir heiðursorðum.
Handhafi forsetavalds, Guðjón Kristinsson,
veitti forseta félagsins, Val Oddssyni, keðju
stórmeistara fálkaorðunni með krossi.
Forseti veitti á móti aðalritara stjörnu stór-
krossriddara fálkaorðunnar. Þriðju orðuna
afhenti forseti til formanns orðunefndar,
Ólafs Sigurðssonar. Ólafur hlaut riddara-
kross fálkaorðu. Þess má geta að Ólafur var
skipaður í embætti formanns orðunefndar
fyrr á aðlfundinum en um er að ræða nýtt
embætti innan félagsins.
Bæjarstjóri verndari félagsins
Að meðtöldum forseta eru embættis-
menn félagsins fjórtán um þessar mundir
og stendur ekki til að fækka þeim, þvert á
móti, enda félagsmenn margir.
Að vanda virti forseti Gufufélagsins,
Valur Oddsson, öll mótframboð að vettugi
og situr því áfram í embætti eins og síðustu
rúma tvo áratugi. Í ræðu í lok aðalfundar
þakkaði forseti félagsmönnum stuðninginn
í það embætti sem hann hefur sinnt af auð-
mýkt en festu.
Forseti þakkaði jafnframt bæjarstjóra
Mosfellsbæjar, Haraldi Sverrissyni, fyrir
stuðning sinn við félagið og þá virðingu
sem hann sýndi því með því að taka þátt
í aðalfundi en bæjarstjóri Mosfellsbæjar á
hverjum tíma er um leið verndari Gufufé-
lagsins. Haraldur sýndi Gufufélaginu mikla
hluttekningu um mitt ár þegar krúnudjásn
félagsins, sjálf Morgunblaðsklukkan, hvarf
sporlaust úr gufubaðsklefanum í sundlaug-
inni að Varmá. Klukkan kom í leitirnar um
síðir, forseta og félagsmönnum til mikils
léttis.
Fjárhagurinn með miklum blóma
Fjárhagur Gufufélagsins er með miklum
blóma eins og undanfarin ár. Þó voru tekn-
ar dramatískar ákvarðarnir varðandi sjóði
félagsins og fjárfestingar þess eins og lesa
má m.a. um í reikningum þess. Þar segir
m.a. „Þegar efnahagur og stjórn Norður-
Kóreu var komin í jafnvægi ákvað stjórn
Gufufélagsins að róa á ný mið og flytja
fjármuni yfir í gjaldmiðil sem líklegur er
til að standa af sér þann óstöðugleika sem
einkennir fjármálamarkaði í dag.
Fyrir valinu varð Úkraína enda nafn
gjaldmiðils þeirra, hrynja, afar spennandi
að glíma við. Það var eins og við manninn
mælt að þegar við vorum búnir að skipta
öllu okkar fé í hrynjur þá snarféll rúblan og
síðan norska krónan í kjölfarið.“
Söngmálastjóri stjórnar fjöldasöng
Í lok aðalfundar stjórnaði Guðmundur
Guðlaugsson, söngmálastjóri, fjöldasöng
félagsmanna, af röggsemi.
Hefðbundnar veitingar voru á aðalfundi,
harðfiskur og smjör. Auk þess var bryddað
upp á þeirri nýjung að bera fram þurrkað
grindhvalakjöt og saltað grindhvalakjöt
vegna vaxandi tengsla Gufufélagsins við
bræður okkar í Færeyjum. Mæltust veit-
ingarnar afar vel fyrir.
Að aðalfundi loknum gengu félagsmenn
tandurhreinir til móts við nýtt ár, fjölskyld-
um sínum til mikillar gleði og ánægju.
Aðalfundur Gufufélags Mosfellsbæjar haldinn á gamlársdag • Þrír félagar heiðraðir
Heiðursorður Gufufélagsins
Erum byrjaðir að fhend
2015 árgerðina!
Við sérpöntum allar gerðir bíla frá USA og Evrópu
Þverholt 6 - 270 Mosfellsbæ - Sími 534 4433 - Fax 534 4430
isband@isband.is - www.isband.is
• Nýr og enn öflugri
en áður
• Dísel 440hö
• Öflugur pallbíll
Nýr Ford F350
Verð frá kr. 8.650.000
• Nýtt útlit að utan
sem innan
• Stórglæsilegur pallbíll
Verð frá kr. 9.350.000
Komdu til okkar og kynntu þér málið,
erum að taka niður pantanir.
Verð frá kr. 9.350.000
Nýr Dodge
Ram 3500
• Nýtt útlit og flottari
innrétting
• Dísel 390 hö
• Öflugur pallbíll
Opið alla virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 11-15
Nýr GMC 3500
Erum byrjaðir að afhenda
2015 árgerðina!
Við sérpöntum allar gerðir bíla frá USA og Evrópu
Þverholt 6 - 270 Mosfellsbæ - Sími 534 4433 - Fax 534 4430
isband@isband.is - www.isband.is
• Nýr og enn öflugri
en áður
• Dísel 440hö
• Öflugur pallbíll
Nýr Ford F350
Verð frá kr. 8.650.000
• Nýtt útlit að utan
sem innan
• Stórglæsilegur pallbíll
Verð frá kr. 9.350.000
Komdu til okkar og kynntu þér málið,
erum að taka niður pantanir.
Verð frá kr. 9.350.000
Nýr Dodge
Ram 3500
• Nýtt útlit og flottari
innrétting
• Dísel 390 hö
• Öflugur pallbíll
Opið alla virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 11-15
Nýr GMC 3500
Erum byrjaðir að afhenda
2015 árgerðina!
Við sérpöntum allar gerðir bíla frá USA og Evrópu
Þverholt 6 - 270 Mosfellsbæ - Sími 534 4433 - Fax 534 4430
isband@isband.is - www.isband.is
• Nýr og enn öflugri
en áður
• Dísel 440hö
• Öflugur pallbíll
Nýr Ford F350
Verð frá kr. 8.650.000
• Nýtt útlit að utan
sem innan
• Stórglæsilegur pallbíll
Verð frá kr. 9.350.000
Komdu til okkar og kynntu þér málið,
erum að taka niður pantanir.
Verð frá kr. 9.350.000
Nýr Dodge
Ram 3500
• Nýtt útlit og flottari
innrétting
• Dísel 390 hö
• Öflugur pallbíll
Opið alla virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 11-15
Nýr GMC 3500
Erum byrjaðir að afhenda
2015 árgerðina!
Við sérpöntum allar gerðir bíla frá USA og Evrópu
Þverholt 6 - 270 Mosfellsbæ - Sími 534 4433 - F x 534 4430
isband@isband.is - www.isband.is
• Nýr og enn öflugri
en áður
• Dísel 440hö
Öflugur pallbíll
Nýr Ford F350
Verð frá kr. 8.650.000
• Nýtt útlit að utan
sem innan
• Stórglæsilegur pallbíll
Verð frá kr. 9.350.000
Komdu til okkar og kynntu þér málið,
erum að t ka niður pantanir.
Verð frá kr. 9.350.000
Nýr Dodge
Ram 3500
• Nýtt útlit og flottari
innrét ing
• Dísel 390 hö
Öflugur pallbíll
Opið alla virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 11-15
Nýr GMC 3500
Taize-guðsþjónusta
í Lágafellskirkju
Taize-guðsþjónusta fer fram í
Lágafellskirkju sunnudaginn 18.
janúar kl. 20. Í nær tvo áratugi hefur
kirkjan haldið slíkar uppákomur
að kvöldlagi og
fara þær fram
nokkrum sinnum
yfir vetrartímann.
Áhersla er lögð
á einfalt form og
einfaldan söng og
gegnir endur-
tekning sálmanna
sérstöku tilbeiðslu- og íhugunar-
hlutverki. Gjarnan eru fengnir til
liðs þekktir tónlistarmenn, sem
undirstrikar vægi tónlistarinnar í
athöfninni. Að þessu sinni leikur
fiðluleikarinn snjalli Hjörleifur Vals-
son með kirkjukórnum. Arnhildur
Valgarðsdóttir verður á orgelinu og
prestur er sr. Ragnheiður Jónsdóttir.
Þetta er blaðið mitt
er lausnarorðið
Fjölmörg svör bárust við jólakross-
gátu Mosfellings og Hvíta Riddarans
sem birtist í blaðinu fyrir jólin.
Rétt lausnarorð
er: Þetta er
blaðið mitt. Tveir
heppnir vinn-
ingshafar hafa
verið dregnir út
og fá þeir 5.000 kr.
gjafabréf á Hvíta
Riddarann sem
staðsettur er í Háholti. Vinnings-
hafarnir eru: Sigríður Magnúsdóttir,
Hjarðarlandi 1 og Þórdís Torfadóttir
Klapparhlíð 18. Gjafabréfin fáið þið
send á næstu dögum.
Guðjón Kristinsson, Valur Oddsson og Ólafur Sigurðsson voru sæmdir heiðursorðum á gamlársdag.
- Jólakrossgáta32
Verðlauna
krossgáta
Mosfellingur og Hvíti Riddarinn bjóða upp á jólakrossgátuna 2014
vegleg verðlaun
jó
la
Vegleg verðlaun í boði Hvíta Riddarans
Dregið verður úr innsendum lausnarorðum og fá 2 heppnir vinningshafar 5.000 kr. gjafabréf
frá Hvíta Riddaranum. Sendið lausnarorðið sem er í tölusettu reitunum, 1-17, á netfangið
krossgata@mosfellingur.is eða Mosfellingur, Spóahöfða 26, 270 Mosfellsbæ.
Merkt „Jólakrossgáta”. Skilafrestur er til 4. janúar.