Mosfellingur - 08.01.2015, Síða 18

Mosfellingur - 08.01.2015, Síða 18
 - Íþróttir18 SkólaSkrifStofa moSfellSbæjar Lesum! Í Aðalnámskrá grunnskóla er tekið fram að starfsfólk skóla, nemendur og foreldrar myndi skólasamfélag í hverj- um skóla og að mikilvægt sé að þessir hópar vinni saman að mótun þess sam- félags. Þar er litið á menntun nemenda sem sameiginlegt og samábyrgt verkefni heimila og skóla. Í nútíma þjóðfélagi skiptir gott vald á læsi sköpum fyrir lífsgæði hvers og eins, enda er læsi grunnur að námi og menntun. Því er grundvallaratriði að lögð sé rækt við læsi á heimilum og á öllum stigum menntakerfisins. Á undanförnum áratugum hefur kom- ið fram verulega aukin þekking á læsi. Fræðimenn hafa fundið að sá stuðning- ur, reynsla og samskipti sem barn finnur í fjölskyldu sinni, hefur mikil áhrif á læs- isnám þess. Jafnframt skiptir sögulestur, reynsla barnsins af öðru prentuðu máli, áhugi og viðhorf sem það skynjar inn- an fjölskyldunnar, miklu máli og hefur áhrif á nám þess. Ekki dugar að vinna með læsi einangrað í skólum án tengsla við aðra kima samfélagsins. Með því að foreldrar leiti markvisst leiða til að nýta læsi við mismunandi aðstæður eru lík- ur á að börn öðlist betri færni í að skilja ólíkan texta og sjái hagnýtt gildi læsis í daglegu lífi. Í upphafi árs er gott að setja sér mark- mið og getur fjölskyldan sameinast t.d. um að lesa eina bók á mánuði annað hvort saman eða hver sína bók og sagt svo hvert öðru frá. Heimsækjum bóka- safnið, skiptumst á bókum við vini og ættingja, lesum fyrir hvort annað, fyr- ir gæludýrin, fyrir ömmu og afa. Full- orðnir þurfa að sýna frumkvæði að því að auka lestur inni á heimilum og vera fyrirmyndir, því lestrarnám barnanna okkar byggist á samvinnu heimilis og skóla. Munum að börn læra það sem fyrir þeim er haft. Áhugaverður tengill: http://lesvefurinn.hi.is Skóla hornið Knattspyrnudeild Aftureldingar og Papco hafa framlengt og bætt í þann samning sem fyrir var. Papco verður því einn af helstu styrktaraðilum knattspyrnudeildar næstu 5 árin og með merkingar á nýjum búningum meistaraflokkana sem styttist í að komi til landsins. Það hefur verið farsælt samstarf á milli Papco og Aftureldingar og hafa rauð- klæddir knattspyrnuiðkendur sést víða í bænum að selja wc pappír og aðrar vörur frá Papco, og mun það að sjálfsögðu halda áfram. Á myndinni má sjá Óla Val fyrir hönd knattspyrnudeildar og Alexander Kárason fyrir hönd Papco handsala samninginn. Kristján Helgi Carrasco og Telma Rut Frímannsdóttir voru á dögunum valin karatemaður og karatekona ársins 2014. Kristján hlýtur titilinn fimmta árið í röð og Telma í annað sinn. Kristján og telma Yfirburðir í karate Landslið karla í handbolta skipað leik- mönnum yngri en 21 árs leikur í undan- keppni HM um næstu helgi í Strandgötu í Hafnarfirði. Leiknir verða þrír leikir og það lið sem sigrar riðilinn fer á HM U-21 í Bras- ilíu í sumar. Afturelding er stolt af því að eiga sex leik- menn í þessu liði sem er einstakt og mjög ánægjulegt fyrir handboltabæinn Mosfells- bæ. Leikmennirnir sem um ræðir eru Böðv- ar Páll Ásgeirsson skytta og varnartröll, Elvar Ásgeirsson leikstjórnandi og skytta, Kristinn Elísberg Bjarkason hornamaður og hraðaupphlaups-snillingur, Gunnar M. Þórsson hornamaður og varnarrefur, Birkir Benediktsson stórskytta og Sölvi Ólafsson markvörður. Leikirnir eru á eftirfarandi tíma: Föstudagur 9. jan: Ísl-Litháen kl. 18:00 Laugardagur 10. jan: Ísl-Noregur kl. 14:00 Sunnudagur 11. jan : Ísl-Eistland kl. 16:00 Strákarnir eru að selja miða (helgar- passa) á þetta mót og kostar miði sem gildir fyrir tvo á alla leiki mótsins 5.000 kr. Þetta verður hörku keppni og stórvið- burður í handboltanum og eru Mosfell- ingar og aðrir handboltaunnendur hvattir til að mæta og hvetja íslenska liðið í þessu móti. knattspyrnudeild semur við Papco til næstu fimm ára Það var frábær stemning í lyftingasal Eld- ingar á Gamlársmóti Kraftlyftingafélags Mosfellsbæjar. 14 keppendur mættu til leiks, 5 stelpur og 9 karlar, keppt var bæði í ólympískum lyftingum og kraftlyftingum. Árni Jakobson keppti bæði í ólymp- ískum og kraftlyftingum, hann er bara 13 ára og sýndi frábær tilþrif. Björn Bjarnar- son keppti í öldungaflokki 70 ára og eldri. Hann lyfti 135 kg í réttstöðulyftu. Auður Sonjudóttir var stigahæsti keppendinn en hún keppir í -52 kg flokki. Hún lyfti 110 kg í hnébeygju, 55 kg í bekkpressu og 110 kg í réttstöðulyftu, samtals 275 kg. 4 vikna námskeið í kraftlyftingum hefst 12. janúar í kraftlyftingasal Eldingar. Hjalti Úrsus Árnason, Auðunn Jónsson og Grétar Hrafnson landsliðsþjálfari eru leiðbeinendur, nánari upplýsingar hjalti- ar@simnet.is. Þjálfun eftir fæðingu og skvísupúl NÝ 6 vikna námskeið að hefjast 13. janúar Mömmutímar: þriðjudaga og fimmtudaga kl 13:00-14:00 Þjálfun eftir fæðingu barns Skvísupúl: þriðjudaga og fimmtudaga kl 20:15-21:15 Fjölbreytt líkamsrækt fyrir konur á öllum aldri Kennt í Eldingu líkamsrækt, Varmá. Skráningar og fyrirspurnir í síma: 661-8020 eða dagmar@fullfrisk.com www.fullfrisk.com Þjálfun eftir fæðingu og skvísupúl NÝ 6 vikna námskeið að hefj t 13. janúar Mömmutímar: þriðjudaga og fimmtudaga kl 13:00-14:00 Þjálfun eftir fæðingu barns Skvísupúl: þriðjudaga og fimmtudaga kl 20:15-21:15 Fjölbreytt líkamsrækt fyrir konur á öllum aldri Kennt í Eldingu líkamsrækt, Varmá. Skráningar og fyrirspurnir í síma: 661-8020 eða dagmar@fullfrisk.com www.fullfrisk.com Gamlársmót Kraftlyftingafélagsins Sex leikmenn í u-21 liðinu böðvar páll björn bjarnarson í öldungafloKKiauður

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.