Mosfellingur - 08.01.2015, Side 22
Þjónusta við mosfellinga
- Aðsendar greinar22
Snyrti-, nudd- & fótaaðgerðastofan
Líkami og sál
Þverholti 11 - s. 566 6307
www.likamiogsal.is
Verið hjartanlega velkomin!
Þverholti 3 - Sími: 566-6612
FÓTAAÐGERÐASTOFA
MOSFELLSBÆJAR
Tek að mér
alla krana- og
krabbavinnu
Útvega allt
jarðefni
Vörubíll Þ.b.
Klapparhlíð 10
Þorsteinn 822-7142
Hlín Blómahús • Kjarnanum • Mosfellsbæ • Þverholt 2 • Sími: 566 8700
Finndu okkur á facebook.com Blómabúðin Hlín
Bestu kveðjur
Sonja Riedmann sjúkraþjálfari
Sjúkraþjálfun
Mosfellsbæjar
Skeljatanga 20
5668520
Óskum öllum börnum og unglingum góða byrjun á nýju skólaári.
Munið að fara varlega í umferðinni og ávalt nota hjálma þegar þið hjólið.
Sjúkraþálfun Mosfellsbæjar veitir almenna þjálfum og ráðgjöf.
Hægt er að bæta lífsgæði og lengja líf okkar með hollu líferni.
Heilsuklúbburinn byrjaði síðastliðið vor og ætlum við að halda áfram með spennandi
efni ykkar þáttöku og fyrirlestrum.
Skráning : sonja.riedmann@gmail.com eða í síma 5668520 fyrir 15. September.
Leiðarljós okkar er : Ný Byrjun eða á ensku New Start. www.newstart.com
Bestu kveðjur
Sonja Riedmann
Sjúkraþjálfari
Sjúkraþjálfun
Mosfellsbæjar
Skeljatanga 20
s. 566 8520
Gleðilegt ár
Við höfum boðið upp á ráðgjöf og námsskeið
um bætta heilsu og breyttan lífsstíl, næsta
námskeið hefst mánud. 12. janúar kl. 18.
Gleðilegt heilsuár kæru Mosfellingar!
Nú er komið að þeim tímapunkti að
við horfum til enn frekari uppbygging-
ar í okkar heilsueflandi samfélagi m.t.t.
bættrar heilsu og lífsgæða íbúa. Eins
og allir vita horfðum við sérstaklega til
næringar og mataræðis á síðasta ári og
munum gera áfram en nú bætist hreyf-
ing og útivist við og er gerð aðgerða-
áætlunar á lokametrunum.
Aukum hreyfingu, eflum styrk og þol
Stærsta markmiðið er að sjálfsögðu að auka
hreyfingu og efla styrk og þol íbúa á öllum aldri
til að sporna m.a. við kyrrsetu sem hefur farið
stigvaxandi um heim allan á undanförnum árum
og áratugum. Þetta gerum við best með því að
auka áhuga og aðgengi að hreyfingu í samfélag-
inu.
Nýting íþróttamannvirkja
Eins og fram kom á íbúafundum við gerð
greiningarskýrslu verkefnisins þá eru íbúar al-
mennt ánægðir með íþróttaaðstöðu í bænum en
gott má alltaf bæta. Kannski leynast ýmis tæki-
færi varðandi enn betri nýtingu íþróttamann-
virkjanna og þá jafnvel fyrir nýja mark-
hópa?
Nýting útivistarsvæða
Mosfellsbær hefur löngum verið þekkt-
ur fyrir mikil útivistarsvæði, fjölmargar
gönguleiðir og fallega náttúru. Við vilj-
um vekja enn frekari athygli, bæði bæj-
arbúa og annarra, á þessum þáttum og
setja fram markvissar leiðir til að auðvelda fólki
að njóta útvistarsvæðanna og auka þar með nýt-
ingu þeirra.
Aukin hreyfing = bætt heilsa
Það eru gömul sannindi og ný að hreyfing hef-
ur áhrif á líkamlega, andlega og félagslega heilsu
okkar og vellíðan. Því hvetjum við þig eindregið
til að taka þátt í þessari vinnu með okkur, leggja
þitt af mörkum með persónulegan ávinning að
leiðarljósi en það er ekki verra ef þú virkjar aðra
með þér. Sjáumst á hreyfingu!
Ólöf Kristín Sívertsen
Stjórnarformaður Heilsuvinjar og verkefnisstjóri
Heilsueflandi samfélags í Mosfellsbæ
Hreyfing og útivist 2015
Í frétt í Morgunblaðinu 2. janúar á
nýju ári fjallaði blaðamaðurinn Guð-
mundur Sv. Hermannsson um það hve
lengi íslensk ungmenni læra heima og
bar slíkt saman við m.a. börn frá Kína,
Bandaríkjunum, og öðrum ríkjum
innan OECD. Ræddi Guðmundur við
Þórð Hjaltested formann Kennara-
sambands Íslands er taldi mikla um-
ræðu hafa átt sér stað um gildi heimanáms og að
það væru kröfur foreldra almennt að námið verði
mest klárað í skólanum, ekki heima eða a.m.k.
dregið stórlega úr heimanámi.
Í fréttinni mátti lesa að efnhagur foreldra
skiptir máli m.a. þar sem börn hinna efnuðu
hefðu betri kost að finna afdrep til að læra.
Einnig segir í rannsókn OECD að fylgni sé á milli
þess hve löngum tíma börn verja í heimanámið
og þess hvernig þeim gengur í PISA-prófunum
og þá einkum í stærðfræði. Þarna mátti einnig
lesa að skipulag skólastarfs skipti miklu. Íslensk
börn verja minni tíma í heimanám en börn í
Tyrklandi, Ísrael, Frakklandi, Tælandi, Hollandi,
Póllandi og svo má lengi telja. Þetta eru aðeins
4,1 stundir á viku sé miðað við 15 ára unglinga.
Þarna verður að fara bil beggja. En að barn
verji minna en einni klukkustund að meðaltali á
dag í heimanám má teljast afburða lélegt en hitt
er að börn verji um 14 stundum á viku eins og
Kína er líklega helst til of strembið nema engar
séu íþróttirnar. Ekki er hreyfingaleysið gott. Börn
geta því fengið yfir sig nóg af námi sé þau þving-
uð til langs heimanáms en það má einnig ofgera
á hinn veginn þegar börn eru látin stunda of lítið
heimanám. Hvar má finna meðalveginn?
Hvað geta foreldrar gert þegar stefnir í að ís-
lensk ungmenni verða ekki samkeppnisfær?
Lengi má gott bæta og lengi getur vont versnað.
Börn eiga að geta orðið samkeppnisfær í náttúru-
greinum, stærðfræði og iðngreinum rétt eins og í
málvísindum, íþróttafræðum, íþróttagr inum og
bókmenntum sem og listum. Á sá sem er góður
í stærðfræði að verða undir því auknar áherslur
eru lagðar á að byggja yfir íþróttagreinar? Hvað
með börn með sérþarfir?
Áhersla á skólamál í Mosfellsbæ er í algjöru
lágmarki um þessar mundir og þó svo að
byggingar séu bæði dýrar, fari fram úr fjár-
hagsáætlunum eins og einstök fimleika-
hús, séu innan skipulags en utan fjárhags
eru það foreldrar sem ávallt munu eiga
lokaorðið. Eiga fjármunir sveitarfélaga
að fara í sport hjá fullfrísku og vinnandi
fólki innan meistaraflokka eða til barna í
skóla og þeirra sem vilja stunda íþróttir en
geta það ekki vegna fjarhagsstöðu foreldra sinna?
Gott væri að foreldrar tækju upp þessa umræðu
við mataborðið enda snýr þetta ekki aðeins um
„leika og brauð“ eins og í Róm til forna.
Foreldrasamfélagið á að gæta allra barna og
sérstaklega þeirra sem minna mega sín, barna
með sérþarfir og eiga í erfiðleikum með nám-
ið. Niðurskurður sem skerðir þjónustu við slík
börn m.a. vegna námsráðgjafar er til skammar.
Þrengsli og skammtímalausnir í húsnæðismál-
um með hávaðasömum matmálstímum þannig
að það varði heilbrigði er afburða dapurt ástand.
Sama má segja um slælega aðstöðu kennara og
annarra starfsmanna sem er ekki bjóðandi í nú-
tíma skólastarfi. Við tryggjum ekki eftirá í þess-
um efnum.
Kæru foreldrar í Mosfellsbæ. Það eruð þið sem
þekkið börnin ykkar best og þarfir þeirra. Takið
þátt í foreldrastarfi og styðjið málefni er snerta
börnin ykkar, húsnæðismál skólanna, öryggis
og gæðamál varðandi nám og aðstöðu barna.
Foreldrar eiga aðeins að sætta sig við það besta
fyrir börnin. Ríki og sveitarfélög gera þetta ekki
allt fyrir okkur og ef við sinnum ekki eftirlitinu
þá fara fjármunir í önnur og „vinsælli“ verkefni.
Kynnið ykkur húsnæðismál skólanna í Mosfells-
bæ, þrengslin, gæðamálin og álag á starfsmenn
skólanna. Gætum einnig að heimanámi barn-
anna enda lærdómurinn besta veganestið út í
lífið.
Njótið nýja ársins með börnunum ykkar og
njótið þess einnig að taka þátt í foreldrastarfi.
Gleðilegt ár, njótið heil.
Sveinn Óskar Sigurðsson
Talsmaður FGMOS, svæðisráðs
grunnskólaforeldra í Mosfellbæ
Hið opinbera, börnin og foreldrar
Aðgangur ókeypis.
Skráning í síma 5668520 eða 8200240.
Sjúkraþjálfun Mosfellsbæjar er komin
með heimasíðuna www.sjumos.is
Þverholti 2 • Mosfellsbæ
Fasteignasala
Mosfellsbæjar
Sími: 586 8080
www.fastmos.ishafðu samband E.BAC
K
M
A
N
Einar Páll Kjærnested • Löggiltur fasteignasali
Viltuselja...
E
.B
A
C
K
M
A
N
www.fastmos.is
586 8080
Sími:
Örugg og góð þjónusta
Hafðu
samband
Einar Páll Kjærnested
Löggiltur fasteignasali
Fasteignasala Mosfellsbæjar • Þverholti 2 • S. 586 8080 • www.fastmos.is