Mosfellingur - 09.01.2014, Qupperneq 2

Mosfellingur - 09.01.2014, Qupperneq 2
Útsala - Útsala - Útsala Þarftu að kaupa eða selja bíl? 100bilar.is og isband.is • Þverholt 6, Mosfellsbæ Vottorð fyrir burðarVirkismælingar www.isfugl.is MOSFELLINGUR www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is Næsti Mosfellingur kemur út 30. janúar Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar Gunnarsson Ritstjórn: (blaðamenn og ljósmyndarar) Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is Prentun: Landsprent. Upplag: 4.000 eintök Dreifing: Íslandspóstur. Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf. Próförk: Ingibjörg Valsdóttir Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag. Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti. Við hjá Mosfellingi höfum staðið fyrir vali á Mosfellingi ársins undanfarin ár. Það er gaman að uppskera að loknu góðu ári. Nú gerist það í fyrsta sinn að fleiri en einn einstaklingur hlýtur nafnbótina. Hljómsveit- in Kaleo varð fyrir valinu að þessu sinni. Þeir slógu svo sannarlega í gegn á árinu 2013. Eftir að hafa átt vinsæl- asta lag sumarsins, Vor í Vaglaskógi, fóru hjólin heldur betur að snúast. Platan þeirra kom út fyrir jólin og varð sú næst mest selda á Íslandi. Þá hefur Jökull söngvari verið tilnefndur til íslensku tónlistarverð- launanna sem söngvari ársins. Þorrablót Aftureldingar fer fram laugardaginn 25. janúar. Ég hvet alla Mosfellinga, einstaklinga, hópa, fyrirtæki, vini, nágranna og þá sem vettlingi geta valdið til að mæta. Auðveld leið til að taka þátt í stærstu fjáröflun Aftureldingar og um leið eiga skemmtilega kvöldstund með sveitungum á þessum stærsta innanhúss-menningarviðburði sem fram fer í bæjarfélaginu. Á toppinn á einu ári Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings Fasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • fax 586 8081 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali Í þá gömlu góðu... Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is) - Frítt, frjálst og óháð bæjarblað2 HLÍÐARTÚN: Ljósmyndirnar sem fylgja að þessu sinni sýna ummerki eftir mikið óveður og skemmdir á mannvirkjum í „Lagafell Camp” á fyrstu mánuðum hersetunnar og loftmynd af hverfinu í stríðslok. Myndin er tekin í nær 4.000 metra hæð, en vel má greina fjós og hlöðu Thors Jensen og afstöðu bragganna í kring. Sigurður Hreiðar tekur nú við: Eitt hið fyrsta sem Bretar byggðu var eldhús hlaðið úr sandsteini og óralangur braggi sem matsalur norðvestur úr honum. Nokkrum mánuðum síðar brast á mikið illviðri sem splundraði þessu langa bragga; ef rétt er munað var það í nóvember 1942. Annar var að vísu byggður hans í stað svo fljótt sem auðið var og notaður áfram sem matsalur þeirra sem bjuggu og störfuðu í Lagafell Camp, eins og staðurinn var nefndur upp á ensku. Eins og myndin sýnir voru Bretar augljóslega enn við völd þegar óveðrið brast á. Það sést þó ekki væri nema af bílunum, sem allir eru breskir af gerðinni Bedford. Ofan túns má sjá útihús og starfsmannahús á Lágafelli. Vestast eru fjósið og hlaðan sambyggð. Út frá þeim stendur ofurlítið horn lengst til vinstri. Það er kamarinn, sem náði aðeins útyfir haughúsið fram af fjósinu. Þangað urðu allir íbúar starfsmannahúss að leita með þarfir sínar, svo og kirkjugestir, en kirkjan að Lágafelli stóð þá sem nú lítið eitt til hægri við það sem þessi mynd nær. Austasti hluti starfsmanna- hússins, lengst til hægri á myndinni, er viðbygging sem lengi var notuð sem þinghús sveitarinnar og samkomustaður (tveir gluggar á neðri hæð), allt þar til Brúarland tók við því hlutverki. En fram til 1956 er kirkjuhúsið var stækkað til austurs og byggt við það dálítið skrúðhús, fóru Lágafells- prestar í þinghúsið til að skrýðast og afskrýðast ef þeir gerðu það ekki bara fyrir altari í kirkjunni, sem var alloft, a.m.k. eftir að sá er hér skrifar fór að fylgjast með þessum málum. Eftir 1960 var starfsmanna- húsið flutt burt af Lágafellshlaði og fengin lóð til nokkurra ára fyrir það austast á Lágafells- melnum. Við flutninginn afl- agðist það mjög enda viðir þess allnokkuð farnir að gefa sig. Á endanum var það sem eftir var af því fært á grunninn sem þá hafði verið steyptur á fyrirhug- aða staðnum og þar notað úr því það sem dugast mátti við. Að öðru leyti má segja að það hafi verið endurbyggt, breytt og bætt, og fæst þar með þeim hætti sem áður var meðan það stóð á hlaðinu á Lágafelli. HéÐAN og þAÐAN 2 1 3 4 5 lagafell camp eftir óveður 1942 loftmynd af lagafell camp 1946 1) Gamla Thorshlaðan, 2) Gamla Thorsfjósið, 3) Melgerði-baðhús 4) Melgerði-eldhús, 5) Messabraggi (sem fauk )

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.