Mosfellingur - 09.01.2014, Blaðsíða 15
Íþróttakarl Hestamanna-
félagsins Harðar 2013.
Reynir Örn Pálmason er framúrskar-
andi afreksmaður í hestaíþróttinni.
Hann hefur verið valinn hestaíþrótta-
maður Harðar sex sinnum, er alinn
upp í Herði og hefur alltaf keppt sem
Harðarmaður. Reynir Örn hefur oft
verið valinn í landslið Íslands og keppt
fyrir Ísland á erlendri grundu. Hann er
mjög góð fyrirmynd fyrir kynslóðina
sem við erum að ala upp í Herði.
Árið 2013 var einkar farsælt keppnisár
hjá Reyni Erni, hann keppti á öllum
mótum sem Hörður hélt, ásamt því
að keppa á öllum stórmótum sem
haldin voru á Íslandi og nánast alltaf í
úrslitum. Reynir Örn er á Heimslista
FEIF Worldranking 2013 sem eru
heimssamtök Íslandshesta, en þar
er hann í 3. sæti í slaktaumatölti T2
- 7. sæti í fimmgangi F1 - 8. sæti í
samanlögðum fimmgangsgreinum. Í fimmgangi fékk Reynir Örn 7,50 í forkeppni
sem er hæsta einkunn sem gefin hefur verið á Íslandi. Hestamannafélagið Hörður
er mjög hreykið af því að hafa svo frábæran afreksmann innan sinna raða.
Reynir Örn Pálmarsson hestaíþróttamaður
Íþróttamaður
Aftureldingar 2013
Jóhann er fæddur 12. febrúar 1986.
Hann hefur leikið með Aftureldingu frá
blautu barnsbeini og hefur stöðugt bætt
sig sem leikmaður.
Á síðasta tímabili lék Afturelding í efstu
deild og var Jóhann lykilmaður í liðinu,
átti mjög gott tímabil og var valinn
nokkrum sinnum í lið umferðarinnar
auk þess að vera einn markahæsti
leikmaður N1 deildar á síðasta tímabili.
Jóhann stundar íþrótt sína af mikilli
samviskusemi og er mikil og góð
fyrirmynd fyrir alla í félaginu.
Jóhann er gegnheill Aftureldingarmað-
ur og hefur farið með liðinu i gegn um
súrt og sætt undanfarin ár. Þrátt fyrir
nokkur gylliboð í vor eftir að Aftureld-
ing féll niður um deild, tók Jóhann
ákvörðun um að spila áfram með sínu
uppeldisfélagi og aðstoða við að koma því rakleitt í efstu deild, eins og allir í liðinu
stefna að.
Jóhann Jóhannsson handknattleiksmaður
Íþróttakarl ársins 2013 hjá
Golfklúbbnum Kili.
Kristján Þór Einarsson er 26 ára gamall
kylfingur. Kristján hefur stundað golf hjá
Golfklúbbnum Kili frá unga aldri og náð
miklum og góðum árangri. Kristján er
samviskusamur og duglegur við æfingar
og leggur sig ávallt allan fram.
Kristján varð í sumar klúbbmeistari GKj
í meistaraflokki sem og stigameistari
á mótaröð meistaraflokks. Kristján
keppti einnig á Eimskipsmótaröð
GSÍ með góðum árangri og sigraði á
lokamóti mótaraðarinnar sem fram
fór hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Kristján
endaði sumarið í 6. sæti stigalistans.
Hann var einnig lykilmaður í sveit
GKj í sveitakeppni GSÍ sem fram fór
hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði.
Kristján hefur undanfarin ár verið í
karlalandsliði Íslands og nú í desember
var hann valinn í liðið fyrir árið 2014.
Kristján stefnir á atvinnumennsku í golfi á komandi árum og hefur þegar hafið
vinnu að því markmiði. Kristján er frábær íþróttamaður og góð fyrirmynd fyrir yngri
kylfinga klúbbsins.
Kristján Þór Einarsson kylfingur
Íþróttamaður
Motomos 2013
Kjartan Gunnarsson er 21 árs gamall
og hefur stundað íþróttina frá því hann
fékk sitt fyrsta hjól á tólfta ári en byrjaði
að keppa á þrettánda ári. Strax var
ljóst að mikið efni var á ferð og hefur
Kjartan ávallt verið að keppa í baráttu
um toppsætin.
Kjartan hefur verið í MotoMos frá því
að hann hóf keppni. Hann er tvöfaldur
Íslandsmeistari, fyrst Íslandsmeistari
unglinga árið 2010 og núna Íslands-
meistari í MX2 (einskorðað við 250cc
hjól). Kjartan æfir mörgum sinnum
í viku í undirbúningi sínum og hefur
tvívegis farið til æfinga í Bandaríkjunum
til að bæta sig sem ökumaður.
Kjartan Gunnarsson akstursíþróttamaður
heilsu
hornið Útnefning á íþróttakarli
og íþróttakonu
Mosfellsbæjar 2013
KynninG á ÍÞRóttAfólKinu sEM tilnEfnt ER KosninG fER
fRAM á www.Mos.is ÚRslit vERðA tilKynnt 23. JAnÚAR
Bæjarbúum gefst kostur á, ásamt aðal- og varamönnum í Íþrótta- og tómstundanefnd,
að kjósa íþróttakarl og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2013.
Kosning fer fram á vef Mosfellbæjar www.mos.is dagana 9. - 19. janúar. velja skal einn karl og eina konu.
Úrslit verða kynnt fimmtudaginn 23. janúar kl. 19 í Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Allir velkomnir.
Hér fyrir neðan er kynning á íþróttakörlum sem tilnefndir eru vegna kjörs
til íþróttakarls Mosfellsbæjar 2013, og afrekum þeirra á árinu.