Mosfellingur - 09.01.2014, Blaðsíða 26

Mosfellingur - 09.01.2014, Blaðsíða 26
 - Aðsendar greinar26 Menning hefur verið skilgreind sem „sameiginlegur arfur (venju- lega skapaður af mörgum kynslóð- um) … rótgróinn háttur, siður eða sú heild þekkingar, siðferðis, trúar og tákna sem er undirstaða mann- legs samfélags“. Mosfellingar halda veglega upp á menningar- og hátíðisdaga. Þar kemur jafn- an saman mikill fjöldi fólks og skemmtir sér á þessum dögum, jafnt Mosfellingar sem aðrir. Auk þessa viðburða þá hefur listasalurinn okkar fjölmargar listsýningar ár hvert, og þá er ekki minnst á vinnu allra þeirra frábæru listamanna sem hér búa. Það má með sanni segja að Mosfellsbær sé ríkur af menningu. Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar hefur í mörg horn að líta á hverju ári, en á borði hennar eru meðal annars málefni Bókasafns Mosfellsbæjar, vinabæjasam- skipti og málefni lista- og menningarsjóðs bæjarins. Á hennar borði eru líka fastir menningarviðburðir í bænum okkar. Almenn þátttaka í menningarviðburð- um hvers konar um land allt er mjög mis- jöfn. Menningarviðburðir í Mosfellsbæ eru margir og fjölbreyttir á hverju ári. Nokkrir þeirra eru árlegir og þá safnast oft hundruð ef ekki þúsundir bæjarbúa til þátttöku. Má þar nefna t.d. bæjarhátíðina okkar, Í túninu heima, en hún er haldin síðustu helgina í ágúst ár hvert. Hátíðin er sannkölluð fjöl- skylduhátíð sem stendur í þrjá daga og þar geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Þrettándagleðin í Mosfellsbæ sem nú er nýafstaðin er ein fjölmennasta hátíðin sem haldin er í Mosfellsbæ á hverju ári. Það er alltaf sérstök stemning að ganga til brennu við undirleik skólahljómsveit- arinnar. Stormsveitin og Birgir Haralds- son leiddu samsönginn í ár við brennuna á sinn stórkostlega hátt. Dagskránni lauk síðan með stórglæsilegri flugeldasýningu björgunarsveitarinnar Kyndils. Á síðasta ári tók menningarmálanefnd bæjarins þá ákvörðun að færa til dagskrá vegna þrett- ándans til 4. janúar. Þetta var gert til þess að gefa fjölskyldum betra rými til að eiga saman samverustund í lok jólaamstursins á laugardegi þegar flestir eiga frí frá vinnu og skóla. Þessi breyting gefur einnig okkur bæjarbúum tækifæri á að gera meira úr þess- um atburði, sem er einn sá fjöl- mennasti af fjölmörgum menn- ingarviðburðum bæjarins á hverju ári. Sumardagurinn fyrsti er einnig fastur lið- ur í bæjarmenningunni. Skátafélagið Mos- verjar hefur veg og vanda af skipulagningu hátíðarinnar. Dagskráin er yfirleitt með þeim hætti að safnast er saman á Miðbæj- artorgi og gengið í skrúðgöngu að Lágafells- skóla þar sem hátíðarhöldin fara fram. Þar er meðal annars boðið upp á skátatívolí, kaffisölu og menningaruppákomur. Eins og í flestum bæjum er mikið um dýrðir á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Skáta- messa er haldin í Lágafellskirkju um morg- uninn en eftir hádegi hefst dagskrá í mið- bænum. Safnast er saman á Miðbæjartorgi og gengið í skrúðgöngu niður á Hlégarð- stún þar sem hátíðardagskrá fer fram. Fjöldi skemmtiatriða fyrir alla fjölskylduna fer fram á sviði við Hlégarð. Menningarvor í Mosfellsbæ er sístækk- andi menningarviðburður í Mosfellsbæ. Þar spilar stóran sess metnaðarfull tónlist- ar- og menningardagskrá. Þar koma fram mosfellskir listamenn. Tónlistarfélag Mos- fellsbæjar ber veg og vanda af skipulagn- ingu og framkvæmd menningarvors. Menning er nokkuð sem við verðum ekki södd af og viljum alltaf meira. Fólk hlust- ar ekki endalaust á sama lagið til eilífðar, fólk fær leið og nær sér í annað lag. Þetta er sama málið með öll stig menningar. Söfn skipta út sýningum, fleiri og fleiri bíómynd- ir eru framleiddar og nýir straumar eru í tísku og hönnun, þannig mætti lengi telja. Um leið og við kveðjum árið 2013 vil ég hvetja alla Mosfellinga til þátttöku í menn- ingarviðburðum í Mosfellsbæ á árinu sem nú er nýhafið. Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson, formaður menningarmálanefndar Mosfellsbæjar Gleðilegt menningarár 2014 Undanfarin ár hafa starfshættir meirihlutans í bæjarstjórn Mos- fellsbæjar endurtekið verið til um- fjöllunar á fundum bæjarmálahóps Samfylkingarinnar. Umræðan hef- ur ekki komið til af góðu. Gamal- dags vinnubrögð sem miða að því að kæfa í fæðingu tillögur minni- hlutans hafa, burtséð frá þýðingu þeirra fyrir bæjarfélagið, verið allsráð- andi. Slík refskák hefur lengi viðgengist í ís- lenskum stjórnmálum og á stundum hef- ur hún haft svo sterk ítök í þeim sem hana tefla að hagsmunir fólksins hafa orðið að aukaatriði. Það þarf ekki að fjölyrða um áhrifin sem refskákin hefur á innra stjórn- málastarf. Það verður leiðinlegt, innantómt karp um ekkert á kostnað skattgreiðenda. Jón Gnarr notaði eftirminnilega samlíkingu til að lýsa þessum leiðindum sem er eitt- hvað á þessa leið: Að taka þátt í stjórnmál- um er eins og að vera í leshring þar sem meðlimir stagla um stafsetningu í stað þess að ræða um lesefnið. Verst eru áhrif leiðindanna á viðhorf fólks til stjórnmála almennt. Stjórnmála- stéttin er eins og hún leggur sig rúin trausti þótt innan um sé fólk sem vinnur af hug- sjón og vill gera samfélaginu gagn. En hvað er til ráða? Er hægt að kenna gömlum hundum að sitja? Mér segir svo hugur að svo sé ekki. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn í Mosfellsbæ þurfa svo um munar á endurnýjun að halda, ekki bara til að segja skilið við þá sem eru fastir í refskákinni, heldur líka þá sem sætta sig við að hún ráði för og hreyfa ekki and- mælum þegar órétti er beitt. Í pól- itíkina þarf vel hugsandi fólk sem getur unnið saman óháð flokks- skírteini að málefnum sem hafa það eina markmið að þjóna hagsmunum íbúa. Fólk sem hefur skilning á lýðræðinu og notar ekki meirihlutavald til að niðurlægja póli- tíska mótherja í minnihluta. Já, fólk sem líður ekki svoleiðis vinnubrögð. Eftir nær fjögurra ára setu í umhverfis- nefnd Mosfellsbæjar er þetta mín niður- staða. Ég veit að það þarf ýmislegt til að knýja fram breytingar. Í fyrsta lagi vakn- ingu meðal kjósenda um að hafna refskák- inni og í öðru lagi hæfa einstaklinga sem eru reiðubúnir til að koma á umbótum. Borgarstjórnarflokkarnir í Reykjavík hafa sýnt fordæmi um samvinnu þvert á flokka sem gefur von og ætlar Samfylkingin í Mos- fellsbæ að gefa áhugasömum færi á að for- vitnast nánar um samstarfið á fundi sem haldinn verður 18. janúar undir yfirskrift- inni Lýðræði og sveitarstjórnir . Framsögu hefur Dagur B. Eggertsson formaður borg- arráðs Reykjavíkur og eru allir velkomnir. Sigrún Pálsdóttir -fulltrúi S-lista í umhverfisnefnd Vakning meðal kjósenda er allt sem þarf Mosfellingar eru nú rúmlega níu þúsund talsins. Í bæjarfélagi af þessari stærðargráðu hefði mað- ur haldið að fyrirtæki hér í bæ gætu blómstrað á því einu að bjóða Mosfellingum sína vöru og þjónustu. En því miður berast reglulega fréttir af litlum og með- alstórum fyrirtækjum sem hafa ákveðið að loka og hætta rekstri. Þegar leitað er skýringa heyrir maður oftast nefnt að Mosfellingar séu ekki nógu duglegir að versla heima heldur leiti hinum megin við lækinn. Gefa til baka Við sem hér búum og sköpum þetta samfélag verðum að líta okkur nær og styðja betur við þau fyrirtæki sem eru hér að keppast við að halda úti rekstri sínum fyrir okkur. Þau eru forsendan fyrir því að samfélagið okkar nái að blómstra og að heimamenn og aðrir þori og hafi vilja til að freista gæfunnar og opni hér ný fyrirtæki og taki slaginn með heimamönnum. Ekki má heldur gleyma að mörg þessara fyrirtækja gefa líka til baka til nær samfélags- ins og styðja við bakið á hinum ýmsu félögum hér í bæ sem er vel. Fleiri störf Að versla í heimabyggð býr til fleiri störf og ungir sem aldnir fá fleiri tækifæri til að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðinum. Samstaða heimamanna um að versla í heimabyggð er mikilvægt atriði, því þurfa allir Mosfellingar að snúa vörn í sókn og auka heimsóknir sínar við verslunar- og þjónustufyrirtæki í Mosfellsbæ. Áfram Mosfellsbær. Rúnar Bragi Guðlaugsson varabæjarfulltrúi. Erum við Mosfellingar að sækja vatnið yfir lækinn? Það er siður um áramót að líta yfir farinn veg og jafnframt að velta fyrir sér framtíðinni. Í Mosfells- bæ hefur árið 2013 verið erilsamt og árangursríkt. Mikil uppbygg- ing hefur verið í bænum síðustu misseri á vegum sveitarfélagsins og hins opinbera. Á árinu var tekin í notkun ný þjónustu- miðstöð fyrir eldri borgara, nýtt hjúkrunar- heimili er nú komið í fulla notkun og fram- haldsskólinn hefur hafið kennslu í nýju glæsilegu skólahúsnæði í hjarta bæjarins. Nýr íþróttasalur rís nú að Varmá og verður tekinn í notkun á vormánuðum og slökkvi- stöð er í byggingu við Skarhólabraut sem er mikilvægt öryggisatriði við Mosfellinga og nærsveitarmenn. Afar mikilvægt var að ráðast í þessar framkvæmdir sem hefur bæði skapað atvinnu á erfiðum tímum og mun styrkja innviði bæjarins til framtíðar. Nú seinnipart árs hafa auk þess verið já- kvæð teikn á lofti varðandi uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í bænum. Framkvæmdir í Leirvogstungu eru hafnar á ný og þess er ekki langt að bíða að hið sama gerist í Helgafellslandi þar sem fjölbýlishúsalóðir hafa verið seldar og gera má ráð fyrir að framkvæmdir hefjist þar á árinu. Nýtt skólahúsnæði Slíkum vexti sem átt hefur sér stað í Mos- fellsbæ síðustu ár ásamt erfiðu efnahags- ástandi fylgja óhjákvæmilega einhverjir vaxtaverkir. Húsnæðismál grunnskólanna okkar er ein birtingarmynd þess. Fræðslu- nefnd samþykkti snemma á síðasta ári að fela fræðslusviði að hefja undirbúning að nýjum skólabyggingum. Þá hófst ferli sem hefur falið í sér náið samráð við íbúa og skólasamfélagið allt. Tillögur sem byggð- ar eru á þessu samráði voru lagðar fyrir fræðslunefnd nú í vikunni. Þær fela í sér að hönnunarferli verði hafið nú í lok jan- úar að nýju skólahúsnæði bæði á austur- og vestursvæði. Það má segja að á árinu 2013 hafi lýð- ræðisleg vinnubrögð verið í hávegum höfð hjá Mosfellsbæ. Íbúar hafa verið boðnir velkomnir að umræðu um hin ýmsu mál- efni. Þar hefur umræða um skólamál verið áberandi með skólaþingum og íbúafund- um eins og áður sagði. Einnig hefur verið haldinn opinn fundur vegna stefnumót- unar í uppbyggingu íþróttamannvirkja á árinu ásamt fjölda minni funda með íbúa- og hagsmunasamtökum. Nýtt aðalskipulag leit dagsins ljós eftir mikið samráð við íbúa og kjör á íþróttafólki ársins er að hluta til í höndum íbúa og verður sá háttur nú hafður á í annað sinn. Mosfellsbær er Heilsueflandi samfélag og fyrst íslenskra sveitar- félaga til að flagga þeim fána. Bær- inn hefur lengi verið þekktur sem íþrótta- og útivistarbær og stefnan er að halda því áfram. Þær áherslur sem lagðar eru í Heilsueflandi samfélagi eru okkur öllum til framdráttar og eru til þess gerðar að bæta lífsgæði og heilsu íbúa bæjarins. Fyrsti áhersluþáttur verkefnisins og sá sem verður í hávegum hafður á ár- inu 2014 er næring. Í því felst fræðsla um heilsusamleg áhrif næringar og aðgengi íbúa að heilsusamlegum valkostum í mat- aræði og næringu. Hagsmunir Mosfellinga voru varðir í málefnum Sorpu í Álfsnesi og er að mínu mati góð niðurstaða fyrir Mosfellsbæ fólgin í samkomulagi sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu sem undirritað var í nóvember síðastliðnum. Þar var samþykkt að hætta allri urðun í Álfsnesi og að setja byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar í forgang. Áætl- að er að stöðin verði komin í gang inn- an þriggja ára. Þessa niðurstöðu má m.a. þakka góðu samstarfi við íbúasamtökin í Leirvogstungu og þakka ég þeim fyrir ár- angursríkt og ánægjulegt samstarf. Það er best að búa í Mosfellsbæ Íbúar Mosfellsbæjar eru ánægðir með bæinn sinn. Það er staðfest í þjónustukönn- un Capacent sem er framkvæmd árlega hjá 16 stærstu sveitarfélögum landsins. Þar er Mosfellsbær efstur á lista yfir ánægju íbúa með Mosfellsbæ sem stað til að búa á. Ég er afar þakklátur fyrir að hafa feng- ið tækifæri til að taka þátt í þeim stóru og mikilvægu verkefnum sem unnið hefur verið að á undanförnum árum og er stolt- ur af árangrinum. Ég hlakka jafnframt til að takast á við framtíðina með Mosfell- ingum. Í Mosfellsbæ er framtíðin björt og vel hefur gengið á undanförnum árum. Ég hef ákveðið að gefa áfram kost á mér til forystu í bæjarfélaginu og til að leiða lista sjálfstæðismanna í komandi sveitarstjórn- arkosningum í vor. Með gildin góðu, virð- ingu – framsækni – jákvæðni og umhyggju, að leiðarljósi er ég tilbúinn til að takast á við þau fjölmörgu verkefni sem framundan eru fyrir Mosfellsbæ og leiða þau farsællega til lykta. Gleðilegt nýtt ár, kæru Mosfellingar. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Nýárskveðja www.MosfElliNGur. is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.