Mosfellingur - 09.01.2014, Blaðsíða 16

Mosfellingur - 09.01.2014, Blaðsíða 16
Útnefning á íþróttakarli og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2013 Kynning á íþróttafólKinu sem tilnefnt er Kosning fer fram á www.mos.is Úrslit verða tilKynnt 23. janÚar Kosning fer fram á vef mosfellbæjar www.mos.is dagana 9. - 19. janúar. velja skal einn karl og eina konu. Úrslit verða kynnt fimmtudaginn 23. janúar kl. 19 í Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Hestaíþróttakona Harðar 2013 Súsanna Katarína er 17 ára og hún er nánast fædd í Herði. Hún hefur sýnt að með áhuga, frábærri ástundun og gleði í hjarta hefur hún vaxið sem knapi og frábær Harðarfélagi frá ári til árs og er ein af efnilegri knöpum Harðar í hestaíþróttinni. Hún er sannur íþrótta- maður, félagi og leiðtogi innan vallar sem utan og mikill vinur hestanna sinna. Súsanna Katarína er lífleg og tekur jákvæð þátt í félagsstarfinu. Hún var dugleg að keppa á sl. ári og var í úr- slitum á öllum mótum sem hún keppti á. Hæst ber að nefna sigur í A-flokki áhugamanna á opnu móti í Fáki, sigur í A-flokki áhugamanna í Herði, 3. sæti í A-flokki atvinnumanna í Sörla, úrslit í fimmgangi á Íslandsmóti á Akureyri og Suðurlandsmeistari í fimmgangi á Hellu. Hún keppir einnig í óhefðbundn- um keppnisgreinum t.d. kappreiðum, þrautabraut og smalakeppni og var alltaf í verðlaunasæti. Hestamannafélagið Hörður er hreykið af því að hafa svo frábæra afrekskonu innan sinna raða. Súsanna Katarína Guðmundsdóttir hestaíþróttakona Íþróttakona ársins hjá Golfklúbbnum Kili 2013 Heiða Guðnadóttir er 25 ára gömul. Heiða hefur stundað golf frá barnsaldri en gekk til liðs við Golfklúbbinn Kjöl árið 2009. Heiða er dugleg við æfingar, samviskusöm og metnaðargjarn kylfingur. Sumarið 2013 lék Heiða á Eimskips- mótaröð GSÍ með ágætum árangri en Heiða hafnaði í 5. sæti á öðru stigamót- inu sem fram fór í Vestmannaeyjum. Heiða var einnig lykilmaður í sveit GKj í sveitakeppni GSÍ í kvennaflokki en sveitin hafnaði í 5. sæti í efstu deild. Heiða er frábær fyrirmynd fyrir yngri kylfinga klúbbsins og hefur unnið mikið og gott starf við eflingu stúlknastarfs hjá klúbbnum undanfarin ár. Heiða hefur háleit markmið og stefnir á að gera enn betur á komandi árum. Heiða Guðnadóttir kylfingur Íþróttakona Aftureldingar 2013 Telma Rut hefur verið fastur meðlimur landsliðs Íslands í kumite undanfarin ár og tekið þátt í fjölda móta erlendis með góðum árangri. Fremst ber að telja árangur hennar á Norðurlandamótinu í karate, í apríl 2013, þar sem hún hafnaði í 3. sæti í -61 kg. flokki. Að auki náði Telma mjög góðum árangri á Opna Sænska meistaramótinu en þar náði hún einnig 3. sæti. Þá keppti Telma á Evrópumeistaramótinu í maí og komst í aðra umferð. Telma Rut er nú í 97. sæti á heimslista WKF yfir keppendur í kumite kvenna í -61 kg. flokki. Helstu afrek Telmu Rutar á árinu 2013 voru: 1. Íslandsmeistari í kumite, opn- um flokki, 2. Íslandsmeistari í kumite, +61kg. flokki, 3. Annað sæti Bikar- meistaramót KAÍ 2012-2013, 4. Brons í kumite -61kg. á Norðurlandameistara- móti, 5. Brons í kumite -61kg. á Opna sænska meistaramótinu, 6. Komst í 2. umferð í kumite -61kg. á Evrópumeistaramóti. Telma Rut er verðug fyrirmynd fyrir stúlkur í karateíþróttinni. Telma Rut Frímannsdóttir karatekona Íþróttakona Motomos 2013 Brynja birtist eins og stormsveipur á sviðið þegar hún var tólf ára gömul og hefur síðustu tvö ár keppt í fullorðins- flokki í MX kvenna þar sem hún keppir við margfalda Íslandsmeistara. Brynja Hlíf náði þeim árangri að verða í þriðja sæti til Íslandsmeistara aðeins fimmtán ára gömul og hefur bætt sig mjög mikið síðustu tvö ár. Brynja hefði getað valið að keppa í 85cc flokki þar sem hún hefði átt Íslandsmeistaratitil vísan en í stað þess hefur hún valið það að keppa við þær bestu með fyrrgreind- um árangri. Brynja æfir mörgum sinnum í viku og stundar meðal annars CrossFit oft í viku í undirbúningi sínum til keppni í greininni. Brynja Hlíf hefur verið í MotoMos frá því að hún hóf keppni. Brynja Hlíf Hjaltadóttir akstursíþróttakona Bæjarbúum gefst kostur á, ásamt aðal- og varamönnum í Íþrótta- og tómstundanefnd, að kjósa íþróttakarl og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2013.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.