Mosfellingur - 09.01.2014, Blaðsíða 24

Mosfellingur - 09.01.2014, Blaðsíða 24
Þjónusta við mosfellinga - Aðsendar greinar24 Íslenska ullin er einstök Sjá sölustaði á istex.is Subaru XV 4WD - árg. 2012 Þægileg og háþróuð kennslubifreið Akstursmat og endurtökupróf Ökukennsla Gylfa Guðjónssonar Sími: 696 0042 bingimalari@gmail.commálningarþjónusta Alhliða Gleðilegt ár! Þann 5. desember 2013 skrifaði ég grein í Mosfelling um það aðstöðuleysi sem hrjáir íþróttastarf í Mosfellsbæ. Benti ég á þá staðreynd að bærinn hafi stækkað verulega á síðustu árum, þörf- in fyrir uppbyggingu væri hrópandi og fyrsta skrefið gæti verið bygging fjölnota íþróttahallar á Varmársvæðinu. Við- brögðin við greininni hafa verið jákvæð og sterk. Ánægjulegt var að sjá tvær greinar um sama efni í síðasta tölublaði Mosfellings, umræðan er hafin og er það vel. Rekstur og uppbygging bæjarfélags krefst líkt og rekstur fyrirtækja og heimila að sjálfsögðu mikils fjármagns. Mikið kapp hefur verið lagt á að laða til sín fjölda nýrra íbúa í bæinn enda best að búa í Mosfellsbæ samkvæmt nýlegri könnun Capacent. Því miður hefur framboð atvinnu á svæðinu ekki fylgt fólksfjölguninni eftir. Þær beinu tekjur og störf, afleidd störf og margföldun- aráhrif sem af atvinnurekstri í heimabyggð stafar er það sem skilur á milli fjárhagslega blómstrandi bæjarfélaga og hinna sem á eftir koma. Í Mosfellsbæ eru veruleg tækifæri til uppbygg- ingar atvinnurekstrar. Bærinn er vel staðsettur á jaðri höfuðborgarsvæðisins sem hentar vel fyrir ýmsan iðnað og starfsgreinar. Ímynd bæjarins innan heilsu- og heilbrigðiskerfis er óumdeild, miðbæjarkjarninn og Álafosskvos veita einstaka möguleika og byggingarsvæði eru til taks fyrir iðnaðar- og skrifstofuhverfi, bæði fyrir einka- og opinbera geirann. Blikastaðalandið sem tengir Reykjavík og Mosfellsbæ veitir gríðarleg tækifæri í verslunar og skrifstofurýmum fyrir höfuðborg- arsvæðið allt og svo mætti lengi telja. Því miður hefur bærinn að miklu leyti sofið af sér atvinnu- uppbyggingu síðustu ára á höfuðborgarsvæð- inu. Sem dæmi hefði verið eðlilegt að atvinnuhúsnæði sem risið hefur á Esju- melum hefði verið reist í Mosfellsbæ og svo mætti lengi telja. Góðu fréttirnar eru þó þær að með samstilltu átaki er hægt að snúa þessari þróun við og markaðs- setja og kynna Mosfellsbæ sem tilvalinn stað til atvinnurekstrar. Aukin atvinna þýðir auknar tekjur bæjarfélagsins, aukna þjónustu og aukin lífsgæði bæjarbúa. Stóraukin atvinnuuppbygging innan bæjarins á næstu árum er mjög mikilvægur grundvöllur framtíðaruppbyggingar að mati Framsóknar- flokksins í Mosfellsbæ. Fáum við umboð kjós- enda í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna árið 2014, verður starfshópur fagaðila s.s. ráðgjafa, atvinnurekenda og bæjarbúa settur á laggirnar og lagt af stað í þá vegferð að stórauka fjölda fyr- irtækja og stofnana í bænum okkar. Mikilvægt er að halda ráðstefnu hið fyrsta um framtíðaráform bæjarins varðandi atvinnu- uppbyggingu. Þar myndu allir þeir sem sjá möguleika svæðisins til atvinnurekstrar svo sem bæjarfélagið, hagsmunasamtök, fjármálastofn- anir, byggingaraðilar, fjárfestar, stjórnvöld og bæjarbúar leiða saman hesta sína. Snúum vörn í sókn í og komum Mosfellsbæ á þann stall sem honum sæmir, í forystuhlutverk til búsetu á höfuðborgarsvæðinu. Áhugasamir aðilar um verkefnið sendið tölvu- póst á runarh@gmail.com hvort sem þið viljið taka þátt í undirbúningsvinnu, eruð með hug- myndir eða hafið frekari spurningar. Látum næstu kosningar snúast um málefni og ekkert annað. Rúnar Þór Haraldsson Framkvæmdastjóri, viðskiptafræðingur og meistaranemi í lögfræði. Nú þegar nokkrir mánuðir eru í að ný slökkvistöð rísi hér í Mosfellsbæ er fyr- irkomulag sjúkraflutninga á höfuðborg- arsvæðinu í algerri óvissu. Heilbrigðisráðuneytið neitar að end- urnýja samninga við Slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins, undir því yfirskyni að áætlaður kostnaður SHS sé of hár. Deil- urnar hafa staðið í marga mánuði og í dag er greitt eftir gömlum samningi. Á sama tíma eru Mosfellsbær og hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að greiða meira en þeim ber. Sjúkratryggingar Íslands og matsfyrirtæki hafa tekið undir útreikninga SHS en allt kemur fyrir ekki. Brunar eru sem betur fer fátíðir í Mosó, en sjúkraflutningarnir skipta okkur miklu máli og því hræðilegt til þess að vita ef það verkefni fylg- ir ekki með í nýju slökkvistöðinni. En hver er ástæðan fyrir þessum töfum? Hver er ástæðan fyrir því að bæjarstjórn fer ekki fram af meiri hörku? Einkavæðing hefur ávallt verið ofarlega á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins. Í stjórn Slökkvi- liðsins sitja m.a. 4 bæjarstjórar Sjálfstæðisflokks- ins! Þeir sem fylgjast grannt með þessu máli muna eftir ummælum heilbrigð- isráðherra Sjálfstæðisflokksins frá því í haust, að hann útiloki ekki að einka- væða sjúkraflutningana. Getur verið að þetta sé ástæða þess að ekki náist samkomulag milli ríkis og stjórnar SHS? Er Sjálfstæðisflokkur- inn virkilega að stefna í að einkavæða sjúkraflutninga á Íslandi? Reynsla af einkavæðingu sjúkraflutninga er mjög slæm t.d. í Danmörku og Svíþjóð þar sem þjónustunni hrakaði mjög, enda snýst einkavæð- ing fyrst og fremst um hagnað en ekki þjónustu. En þegar þessi þjónusta er annars vegar þá er hver mínúta dýrmæt Sameiginlegur rekstur slökkviliðs- og sjúkra- flutninga er hagkvæmur fyrir íbúana, bæði hvað varðar útgjöld og björgun. Þess vegna verður að eyða allri óvissu um veru sjúkraflutninga í nýju slökkvistöðinni við Skar- hólabraut og standa fast gegn einkavæðingar hugmyndum Sjálfstæðisflokksins. Valdimar Leó Friðriksson Einkavæða sjálfstæðismenn sjúkraflutninga? Verkefni 2: Atvinnuuppbygging í Mosfellsbæ Þverholti 2 • Mosfellsbæ Fasteignasala Mosfellsbæjar Sími: 586 8080 www.fastmos.ishafðu samband E.BAC K M A N Einar Páll Kjærnested • Löggiltur fasteignasali Viltuselja... E .B A C K M A N www.fastmos.is 586 8080 Sími: Hafðu samband Einar Páll Kjærnested Löggiltur fasteignasali Fasteignasala Mosfellsbæjar • Þverholti 2 • S. 586 8080 • www.fastmos.is Viltu selja? Vegna mikillar sölu þá vantar okkur allar gerðir eigna á söluskrá

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.