Mosfellingur - 09.01.2014, Blaðsíða 6
Eldri borgarar
Þjónustumiðstöðin
Eirhömrum
Dagskráin framunDan
Þjónustumiðstöðin á Eirhömrum óskar
Mosfellingum gleðilegs nýs árs og þakkar
hið liðna. Fjölbreytt dagskrá er að fara
af stað og ætti engum að leiðast í vetur.
Sitthvað nýtt verður á boðstólnum svo
sem leðursaumur og ýmsir áhugaverðir
fyrirlestrar. Skráning á öll námskeið fer
fram í síma 586-8014 eða 698-0090
eða í þjónustumiðstöð að Eirhömrum.
Lágmarksþátttaka 10 manns er á öll
námskeiðin. Námskeiðin falla niður ef
lágmarksþátttaka næst ekki.
Bókband byrjar 14. jan. kl. 13:00.
Tréútskurður byrjar 15. jan. kl. 12:30
málun byrjar 20. jan. kl. 13:30.
Leikfimi byrjar 16. jan. kl. 10:45 og 11:15
Línudans byrjar 20. jan. kl. 16:00.
Postulín byrjar 1. mars.
Leðurvinna áætluð að byrja í febrúar.
gaman saman byrjar 16. jan. og þá
koma börn úr Krikaskóla í heimsókn. Þann
30. jan koma börn frá Hlaðhömrum.
kÍkT fYrir HOrniÐ. Fyrsta ferð farin í
Hafnarborg listasal í Hafnarfirði 23. janúar.
félagsvist byrjar 24. janúar.
Muna að skrá sig.
Ókeypis tölvunámskeið fyrir eldri
borgara í mosfellsbæ
Minnum á frábært tækifæri til að læra
betur á tölvur, kennt er í Varmárskóla,
tímasetning auglýst nánar síðar.
EYrBYggja-ÍsLEnDinga-
sögur – námskEiÐ,
Byrjar þriðjudaginn 14. janúar 2014 og
nú verður lesin Eyrbyggja. Námskeiðið
verður haldið í þjónustumiðstöðinni að
Eirhömrum og stendur yfir frá klukkan
17:00 til 19:00 fimm þriðjudaga í röð.
Formleg námskeiðslok verða svo um
mánaðarmótin maí/júní þegar farin verður
dagsferð á söguslóðir.
Leiðbeinandi á námskeiðinu og leiðsögu-
maður í ferðinni á söguslóðir verður sem
fyrr Bjarki Bjarnason.
Þátttaka tilkynnist á netfanginu
gretar@heima.is, eða í síma 897 6536.
Lágmarks þátttaka er 20 þátttakendur.
Miðað við lágmarksþátttöku verður
námskeiðsgjald kr. 7.500,- en lækkar í kr.
6.000,- ef þátttakendur verða 25 eða fleiri.
HöfÐingLEg gjöf gEfin
Basarsala á vegum vildarvina félagsstarfs-
ins sem haldin var í nóvember s.l. tókst
að venju mjög vel og var basarinn afar
glæsilegur. Söfnuðust um 450 þúsund
krónur sem afhendir voru við hátíðlega
stund á Eirhömrum 18. desember s.l.
Fyrir hönd vildarvina basarsins athenti
Margrét Þorsteinsdóttir peningana í formi
gjafabréfa til séra Ragnheiðar og Unnar
Ingólfsdóttur hjá Mosfellsbæ. Sem fyrr
rennur féð óskipt til þeirra sem minna
mega sín hér í okkar góða bæ. Félagsstarf-
ið og vildarvinir basarsins þakka innilega
öllum þeim sem komu og styrktu þetta
frábæra framtak. Hlökkum til að sjá sem
flesta á næsta basar.
frá ÍÞrÓTTanEfnD
Boccia hefst í íþróttahúsinu að Varmá
miðvikudaginn 8. janúar kl. 10:30. Þátt-
tökugjald, kr. 2.000, greiðist í fyrsta tíma.
ringó verður áfram í íþróttahúsinu að
Varmá á föstudögum og hefst föstudaginn
10. janúar kl. 10:00. Vatnsleikfimin hefst
í Lágafellslaug 14. janúar, þriðjudaga og
fimmtudaga kl. 11:20. Þátttökugjald tvisv-
ar í viku er kr. 5000 og fyrir einu sinni í
viku kr. 2500. Það óskast greitt með reiðu-
fé í fyrsta tíma í anddyri sundlaugarinnar.
Qigong kínversk leikfimi á þriðjudögum
og fimmtudögum í Eldingu Varmá kl.
09:00 og hefst 7. janúar. Mánaðargjald
fyrir þátttöku tvisvar í viku er kr. 5000 og
fyrir einu sinni í viku kr. 3000. Púttið byrjar
14. janúar kl. 13:00 í íþróttahúsinu Varmá í
umsjón Karls Loftssonar eins og áður.
skrifstofa þjónustumiðstöðvarinnar Eirhömrum
er opin alla virka daga milli kl 13:00-16:00.
allar upplýsingar og skráningar eru hjá
forstöðumanni þjónustumiðstöðvarinnar í síma
586-8014 eða 698-0090. skrifstofa famos er
opin á mánudögum milli kl. 14.00-15.00.
- Fréttir úr bæjarlífinu6
Breytingar á akstri
Strætó um Háholt
Ný vetraráætlun Strætó bs. tók gildi
5. janúar. Stærstu breytingarnar eru
þær að leið 6 hættir akstri í Grafar-
holtið um kvöld og helgar og mun
aka allan daginn frá Staðahverfinu
að Háholti og til baka. Leiðin mun
aka um norðanverðan Grafarvog í
báðar áttir og mun því ekki lengur
aka eftir Víkurvegi að Spöng. Í stað
þess koma tvær nýjar biðstöðvar á
Korpúlfsstaðaveg við Víkurveg. Leið
18 hættir að aka í Háholt og mun
þess í stað aka eftir Borgavegi að
Spöng. Nánar á www.straeto.is.
Mosfellsbær tryggir
hjá TM næstu árin
Á dögunum var undirritaður
samningur um vátryggingar milli
Mosfellsbæjar og TM þar sem
aðilar samþykkja að TM mun næstu
þrjú árin annast allar vátryggingar
Mosfellsbæjar. Bæjarráð samþykkti í
nóvember að bjóða út vátryggingar
bæjarins og er samningurinn gerður
í kjölfar þess útboðs þar sem TM var
lægstbjóðandi.
„Ég er mjög ánægður með að
vátryggingamál Mosfellsbæjar hafi
farið í útboðsferli sem hefur leitt
til þessa hagstæða samnings. Við
erum alltaf að leitast við að auka
hagkvæmni í rekstri bæjarins og
þetta er hluti af því,“ segir Haraldur
Sverrisson bæjarstjóri.
Bæjarblaðið Mosfellingur hefur
staðið fyrir vali á Mosfellingi ársins
síðastliðin ár. Nafnbótina hafa hlotið:
2005 Sigsteinn Pálsson
2006 Hjalti Úrsus Árnason
2007 Jóhann Ingi Guðbergsson
2008 Albert Rútsson
2009 Embla Ágústsdóttir
2010 Steinþór Hróar Steinþórsson
2011 Hanna Símonardóttir
2012 Greta Salóme Stefánsdóttir
2013 Hljómsveitin Kaleo
Verðlaunagripurinn er eftir Þóru Sigurþórsdóttur
moSfEllInGuR ÁRSInS
Hljómsveitin Kaleo er Mosfellingur ársins • Árið 2013 var ævintýri líkast hjá strákunum
„Þessi viðurkenning setur
punktinn yfir i-ið á árinu“
Hljómsveitin Kaleo úr Mosfellsbæ skaust
upp á stjörnuhimin á árinu 2013. Hljóm-
sveitina skipa þeir Jökull Júlíusson, Davíð
Antonsson, Daníel Ægir Kristjánsson og
Rubin Pollock.
Síðasta vor gáfu strákarnir út endurgerða
útgáfu af gamla laginu Vor í Vaglaskógi.
Útgáfan sló algjörlega í gegn og var lagið
eitt það mest spilaða á útvarpsstöðvunum
í sumar. Lagið kom þeim á kortið og þeir
hafa verið óstöðvandi síðan.
„Við erum gríðarlega stoltir að hljóta
þessa nafnbót, Mosfellingur ársins, og má
segja að þetta setji punktinn yfir i-ið á árinu
2013 sem hefur verið ævintýri líkast.
Velgengnin á árinu kom skemmtilega á
óvart og hlutirnir gerðust fáránlega hratt.
Við stefnum ótrauðir áfram og eigum nóg
af nýju efni,” segja þeir. „Við höfum fundið
fyrir miklum meðbyr frá okkar heimafólki
í Mosó og þökkum kærlega fyrir stuðning-
inn. Völvuspáin spáði fyrir um nýja plötu
á árinu 2014 og væri ekki leiðinlegt ef það
myndi rætast.”
Hljómsveitin Kaleo tók þátt í Músíktil-
raunum, spilaði á risatónleikum Rásar 2
á menningarnótt, kom fram á Airwaves,
fékk mikla útvarpsspilun og voru strák-
arnir ávallt kynntir sem Mosfellingar.
Þeir gáfu út sína fyrstu plötu sem varð sú
næst mest selda á Íslandi fyrir jólin. Þá er
Jökull söngvari tilnefndur til íslensku tón-
listarverðlaunanna sem söngvari ársins.
Mosfellingur óskar þessum flottu tónlistar-
mönnum til hamingju með nafnbótina og
hlakkar til að fylgjast með þeim áfram.
strákarnir úr kaleo taka við viðurkenningunni
úr höndum hilmars ritstjóra mosfellings
M
yn
d/
Ra
gg
iÓ
la
sjá stundaskrá á bls. 22