Mosfellingur - 13.01.2011, Page 4
Geir Rúnar Birgisson tók á dögunum
við rekstri Kjötkompanísins á Grensás-
vegi 48 í Reykjavík. „Þetta kom alveg
óvænt til núna í desember, ég stökk
bara á þetta. Var búinn að leita lengi
að húsnæði í Mosó en aldrei fundið
neitt sem hentaði“ segir Geir Rúnar.
Hann segir þó ekki útilokað að hentugt
húsnæði finnist í Mosó í framtíðinni.
Starfaði 17 ár í Nóatúni í Mosfellsbæ
Geir starfaði í kjötborðinu í Nóatúni
í Mosfellsbæ í 17 ár og kann því vel
til verka en hann starfaði nú síðast í
tækjasölu fyrir kjöt- og fiskiðnað. Búðin
heitir núna Kjötkompaníið en nafninu
verður ef til vill breytt fljótlega. Auk
glæsilegs úrvals af kjöti býður hann
upp á sósur, forrétti, eftirrétti og fleira.
Einnig er góða aðstaða á staðnum til
þess að sinna veisluþjónustu og stórum
fyrirtækjum og hópum. Geir segir að
þetta sé eitt flottasta kjötborð landsins
og býður Mosfellinga sérstaklega
velkomna.
Sunnudagurinn 16. janúar
Fjölskylduguðsþjónusta
í Lágafellskirkju kl. 11.
Sunnudagurinn 23. janúar
Taize - guðsþjónusta
í Lágafellskirkju kl. 20.
Sunnudagurinn 30. janúar
Guðsþjónusta í Mosfellskirkju
kl. 11.
Sunnudagaskólinn er í Lágafells
kirkju á sunnudögum kl. 11.
Sjá nánar um safnarstarf
Lágafellssóknar á heimasíðu kirkjunnar:
www.lagafellskirkja.is
HeLgiHaLd NæStu vikNa
www.lagafellskirkja.is
kirkjustarfið
Karen Rúnarsdóttir
ráðin útibússtjóri
Karen Rúnarsdóttir hefur
verið ráðin í stöðu útibússtjóra
Íslandsbanka í Mosfellsbæ. Karen
hefur frá árinu
2009 starfað sem
viðskiptastjóri
einstaklinga í
útibúi Íslands-
banka að
Suðurlandsbraut
en þar áður
starfaði hún sem
forstöðumaður í markaðsdeild
Íslandsbanka og síðar á útibúasviði
þar sem hún bar m.a. ábyrgð á
mótun og eftirfylgni með sölustefnu
útibúasviðs bankans. Áður en hún
réð sig til Íslandsbanka árið 2006
gegndi hún starfi framkvæmastjóra
Noron ehf og bar þar ábyrgð á
rekstri verslana ZARA á Íslandi. Hún
er með BSc gráðu í viðskiptafræði
frá Háskóla Íslands. Karen tekur
við af Sigríði Jónsdóttur en hún
tekur við starfi umboðsmanns
viðskiptavina hjá Íslandsbanka
af Þórleifi Jónssyni sem lætur af
störfum 1. mars n.k. eftir langt og
farsælt starf hjá bankanum.
- Fyrsti Mosfellingurinn 201164
Lóðaleigusamningur
gerður við PrimaCare
Bæjarstjóri Mosfellsbæjar og
framkvæmdastjóri Prima Care
ehf. hafa undirritað samninga um
lóð vegna fyrirhugaðrar byggingar
Prima Care á einkasjúkrahúsi
og hóteli í Mosfellsbæ. Um er að
ræða tvo samninga, annars vegar
lóðarleigusamning þar sem gert
er ráð fyrir lóðarleigu samkvæmt
gjaldskrá Mosfellsbæjar og hins
vegar kaupréttarsamning þar sem
Prima Care er veitt heimild til þess
að kaupa lóðina á tilteknum tíma-
punkti og að ákveðnum skilyrðum
uppfylltum. Um er að ræða stofnun
einkarekins liðskiptasjúkrahúss
og hótels fyrir erlenda sjúklinga í
Mosfellsbæ. Undirbúningur verk-
efnisins hefur verið í gangi sl. tvö
ár og hillir nú undir að hönnun
spítalans geti hafist. Alls er gert
ráð fyrir 80-120 rúma sjúkrahúsi
með fjórum skurðstofum sem
anna mun 3-5 þús. aðgerðum á ári.
Markhópurinn er fyrst og fremst
bandarískir sjúklingar. Á myndinni
má sjá Gunnar Ármannsson
framkvæmdastjóra Prima Care og
Harald Sverrisson bæjarstjóra.
Á nýársdag kl. 16.48 fæddist fyrsti Mosfellingur ársins 2011.
Það var stúlka sem mældist rúmar sextán merkur og fór fæðingin
fram á sjúkrahúsinu á Akranesi. Foreldrar hennar eru Ragnheiður
Þorvaldsdóttir og Ari Hermann Oddsson og búa þau í Kvíslartungu.
Fyrir eiga þau hjónin tvo drengi þá Kristján Hrafn og Odd Carl.
Mosfellingurinn og ljósmóðurinn Hafdís Rúnarsdóttir tók á móti
stúlkunni og að sögn hennar gekk fæðingin hratt og vel fyrir sig og
mæðgurnar eru við góða heilsu. „Það er alveg yndislegt að geta
fylgt barni eftir í heimaþjónustu eins og ég er að gera núna því þá
hafa þegar myndast tengsl við foreldrana en svo skemmtilega vill
til að ég þekkti þessa fjölskyldu áður þar sem ég var með yngri son
þeirra í heimaþjónustu árið 2007.”
Margir foreldrar úr Mosfellsbæ leggja leið sína á fæðingardeild-
ina á Akranesi en aldrei fyrr í nær 60 ára sögu sjúkrahúsþjónust-
unnar hafa fæðingar verið jafnmargar og á nýliðnu ári en 359 börn
fæddust á deildinni. Fæðingum fjölgaði um rífleg 30% frá árinu
2009 en þá komu í heiminn 273 börn sem líka var metfjöldi.
Óskírð Aradóttir kom í heiminn á sjúkrahúsinu á Akranesi kl. 16.48 á nýársdag 2011
fyrsti Mosfellingur ársins
Frá vinstri: Hafdís ljósmóðir, Kristján
Hrafn, Ragnheiður, Ari Hermann, Oddur
Carl og óskírð Aradóttir. Mynd/Ruth
SÓkN Í SÓkN
– LiFaNdi SaMFÉLag
Vertu með í sókninni!
Mosfellingurinn og kjötiðnaðarmaðurinn Geir Rúnar Birgisson opnar á Grensásvegi
geir rúnar opnar kjötbúð
Í kjötbúðinni hjá Geira færð
þú alvöru steikur, tilbúna
rétti og veisluþjónustu.
laugardagskvöldið 22. janúar 2011