Mosfellingur - 13.01.2011, Qupperneq 16

Mosfellingur - 13.01.2011, Qupperneq 16
Sigríður Dögg hefur margra ára reynslu af fjölmiðlastörfum, lengst af sem blaðamaður. Hún tók við starfi forstöðumanns kynningarmála Mosfellsbæjar árið 2008 og segir meg- inhlutverk sitt að efla jákvæða ímynd og sýnileika bæjarins jafnt út á við sem innan bæjarfélagsins. Hún hefur einnig umsjón með verkefnum sem tengjast atvinnu- og þróunarmálum sem og ferðamálum. Sigríður Dögg fæddist í Reykjavík 28. september árið 1972. Foreldrar hennar eru þau Auðunn Hlynur Hálfdánarson tæknifræðingur hjá Vegagerðinni og Berta Sveinbjarnardóttir kennari og deildarstjóri í Krikaskóla. Hún á tvö yngri systkini en þau eru Hlynur Þór tannlæknir fæddur 1975 og Helga Kristín lögfræðingur fædd 1980. Um tveggja ára aldurinn flutti hún ásamt fjöl- skyldu sinni í Borgarnes og ólst þar upp. Skemmtilegustu kvöldin „Ég er mikill bókaormur og var búin að lesa allar barnabækurnar á bókasafninu þegar ég var níu ára. Ég fór á bókasafnið með föður mínum hvert einasta fimmtu- dagskvöld því þá var ekkert sjónvarp og þetta kvöld var fyrir mér skemmtilegasta kvöld vikunnar. Ég æfði frjálsar íþróttir á sumrin en hætti því þegar ég var á tólfta ári og fór að æfa sund.“ Stofnuðu sunddeild „Það voru tveir frumkvöðlar sem að stofnuðu sunddeild Skallagríms en það voru Ingimundur Ingimundarson og móðir mín Berta Sveinbjarnardóttir. Ég var í hópi þeirra fyrstu sem hóf að æfa sund í Borgarnesi fyrir alvöru og fann mig í þeirri íþrótt. Þegar ég lít til baka finnst mér eins og hvorki fyrr né síðar hafi lífið verið jafn- auðvelt, skóli, borða, læra, sund, borða, sofa,“ segir Sigríður Dögg brosandi. Fannst námið krefjandi „Eftir útskrift úr menntaskóla ætlaði ég mér í læknisfræði í Háskólanum en hætti við og skráði mig í bókmenntafræði. Ef- laust hafði íslenskukennarinn minn, Jón Kalman Stefánsson, áhrif á þessa ákvörðun óafvitandi, hann er svo frábær kennari að hann hreif mig með sér í óseðjandi áhuga sínum á bókmenntum. Mér fannst námið krefjandi í byrjun, allt í einu þurfti ég að tileinka mér gagn- rýna hugsun og rökstyðja mál mitt í ritgerðum, verkefnum og prófum. Hingað til hafði ég lært allt utan að og farið létt með það.“ Diploma í hagnýtri fjölmiðlun „Ég kynntist föður elstu dóttur minnar á þessum árum, Stefáni Einarssyni. Við bjuggum saman í sjö ár og eignuðumst dóttur árið 1997 sem við skírðum Diljá Björt. Það slitnaðu upp úr sambandi okkar Stefáns þegar Diljá var á þriðja ári. Þá var ég búin með B.A. í bókmenntafræði og Diploma í hagnýtri fjölmiðlun og var orðin starfandi blaðamaður á Morgunblaðinu.“ Fréttaritari í London „Ég hafði unnið á Morgunblaðinu í tæpt hálft ár þegar ég var send í vinnuferð til London. Sú ferð átti eftir að verða afdrifa- rík því þar átti ég endurfundi með gömlum fjölskylduvini, Edward Williams, sem ég hafði kynnst þegar foreldrar mínir bjuggu um hríð í Englandi. Við störfuðum í sama geira, en hann var fréttastjóri á sjónvarps- fréttastöð í London. Við Edward felldum hugi saman. Ég samdi við Styrmi Gunnars- son um að fá að gerast fréttaritari í London og hann tók vel í það og ég hélt af stað út í heim með dóttur mína með mér.“ Dýrmæt reynsla „Við Edward giftum okkur sex mánuð- um síðar á Þingvöllum en eftir þriggja ára hjónaband fóru að koma alvarlegir brestir í sambandið. Ég hafði sagt skilið við Morg- unblaðið og fékk vinnu á einni stærstu PR skrifstofu heims, Weber Shandwick Worldwide. Þar var ég hluti af teymi fjöl- miðlaráðgjafa sem veitti ráðgjöf til stórra fyrirtækja. Þarna vann ég í þrjú ár og var það dýrmæt reynsla sem nýtist mér heldur betur í starfi mínu í dag. Ég flutti aftur heim til Íslands árið 2004 og við Edward slitum samvistir stuttu síðar.“ Rannsóknarblaðamaður ársins 2005 „Stuttu eftir að ég kom heim fékk ég vinnu á Fréttablaðinu. Skrif mín um póli- tík, efnahagsmál og fjölmiðlafrumvarpið svokallaða vöktu fljótt athygli og ég var tilnefnd til blaðamannaverðlaunanna það árið. Mesta umtalið vakti greinaflokkur minn um einkavæðingu bankanna og fréttir mínar um tölvupóstmálið svokallaða eða umtöluð fréttaskrif um aðkomu áhrifa- manna í aðdraganda málaferla gegn for- svarsmönnum Baugs. Fyrir þau skrif hlaut ég verðlaun Blaðamannafélags Íslands sem rannsóknarblaðamaður ársins 2005 sem ég var mjög stolt af.“ Draumaprinsinn fundinn „Ég kynntist stóru ástinni í lífi mínu á Fréttablaðinu, Valdimari Birgissyni. Að mínu mati var Valdimar ólíklegur í kær- astahlutverkið, hann er tíu árum eldri en ég, óvirkur alkahólisti og átti þrjú börn með þremur konum. Ekki beint lýsing á drauma- prinsinum, en hann var samt draumaprins- inn þegar upp var staðið. Við byrjuðum að spjalla í vinnunni algjörlega á saklausum nótum, enda var hann í sambúð á þessum tíma og átti ársgamalt barn. Smám saman gerðum við okkur ljóst að það væri að þró- ast eitthvað meira á milli okkar en vinátta. Valdimar batt fljótt enda á sambúð sína og við urðum par, eftir fáeinar vikur ákváðum við að fara að búa saman. Þremur mánuð- um síðar bað hann mín yfir möndlugrautn- um á aðfangadag og við giftum okkur árið 2005. Ári seinna eignuðum við dóttur sem var skírð Bríet Erla.” Vikufréttablaðið Krónikan „Ég hóf störf aftur á Fréttablaðinu en það hafði margt breyst í fjölmiðlaumhverf- inu. Við hjónin ákváðum að stofna okkar eigin fjölmiðil vikufréttablaðið Krónikuna sem varð því miður ekki langlíft af ýmsum ástæðum og DV keypti útgáfufélagið.Ég komst að því um sumarið að við ættum von á öðru barni og sonur okkar Birgir Marzellíus fæddist árið 2008 og áttum við Valdimar þá samtals sex börn.” Samhugur, velvild og vinskapur „Ég sá auglýst starf hjá Mosfellsbæ og ákvað að sækja um. Ég fékk starfið og hóf störf í ágúst 2008. Stuttu síðar fluttum við í Mosfellsbæ. Starfið er fjölbreytt og spenn- andi. Mosfellsbær er vel rekið sveitarfélag. Stjórnendur þess, allir sem einn leggja sig fram við vönduð vinnubrögð í þágu íbú- ana. Ég er stolt af því að vinna með öllu þessu frábæra fólki og ekki síst bæjarstjóranum Haraldi Sverrissyni. Hér ríkir mikill sam- hugur, velvild og vinskapur. Undanfarin ár hafa óneitanlega mótast af þeim niður- skurði sem við höfum þurft að glíma við í kjölfar hrunsins. En við höldum í bjartsýn- ina og siglum í gegnum þetta saman” segir Sigríður Dögg brosandi er við kveðjumst. - Viðtal / Mosfellingurinn Sigríður Dögg Auðunsdóttir Mynd­ir: Ruth Örnólfs og úr einka­sa­fni Sigríður Dögg Auðunsdóttir, forstöðumaður kynningarmála hjá Mosfellsbæ, fann stóru ástina í þriðju tilraun og lítur björtum augum á lífið. Er mikil keppnis- manneskja Va­ld­ima­r og Sigríður Dögg á brúðka­upsd­a­ginn. HIN HLIÐIN 16 Að mínu mati var Valdimar ólíklegur í kærastahlut- verkið, hann er tíu árum eldri en ég, óvirkur alkahólisti og átti þrjú börn með þremur konum. MOSFELLINGURINN Eftir Ruth Örnólfsdóttur ruth@mosfellingur.is Nafn: Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Fjölskylduhagir: Gift Valdimari Birgis- syni og við eigum samtals sex börn. Lýstu þér í fimm orðum: Ástríðufull, bjartsýn, heiðarleg, samviskusöm, óhrædd. Fallegasti staður í Mosfellsbæ: Akrar, yndislegt að ganga þaðan niður með Varmánni á fallegum sumardegi. Hvern myndir þú helst vilja hitta? Á unglingsárum leit ég mest af öllum upp til fréttakonunnar Christiane Amanpour á CNN og langaði mikið til að fá að hitta hana. Ég var svo lánsöm að fá að kynnast henni í London. Í dag á ég enga svona drauma, ef til vill vegna þess að ég hef hitt fullt af heimsfrægu fólki og finnst það ekki neitt merkilegra en að hitta minna frægt fólk nema síður sé. Hvað myndi ævisagan þín heita? Já, ég þori, get og vil. Hvernig færðu útrás fyrir gremju? Ég loka mig inni í herbergi með góða bók.

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.