Mosfellingur - 13.01.2011, Page 24
Kristján Helgi kjörinn
karatemaður ársins
Karatesamband Íslands hefur út-
nefnt Krisján Helga Carrasco sem
æfir karate hjá karatedeild Aftur-
eldingar karatemann ársins 2010.
Hann er landsliðsmaður í karate
og keppir í báðum greinum karate;
Kata og Kumite. Kristján Helgi hefur
náð góðum árangri á árinu bæði
innanlands og utan en hann hefur
keppt bæði í unglingaflokkum og
fullorðinsflokkum. Helsti árangur
Kristjáns á árinu er Bikarmeist-
aratitill fullorðinna og Grand Prix
meistari unglinga, Íslandsmeistari
í Kata unglinga ásamt þremur verð-
launum á erlendum mótum.
Samstarfssamningur
knattspyrnudeildar
Í Eldingu, blaði knattspyrnudeildar,
sem kom út í desember 2010 var
kynntur til sögunnar samstarfs- og
styrktarsamningur deildarinnar. Í
honum felst að Afturelding,
fyrirtæki sem og einstaklingar,
gera með sér heiðursmannasam-
komulag um samstarf sem miðar
að fjárhagslegum stuðningi við
Aftureldingu. Markmið samnings-
ins er að styðja við samfélagslegar
skyldur beggja aðila og leggja rækt
við knattspyrnuiðkun í Mosfellsbæ.
Starf knattspyrnudeildar er gríðar-
lega metnaðarfullt er miðast við að
koma Aftureldingu í fremstu röð á
komandi árum. Til þess að svo megi
verða þurfa bæjarbúar og fyrirtæki
að leggja sitt að mörkum.
Nánari upplýsingar má finna á
www.afturelding.is eða hjá Rúti
Snorrasyni, rutur@afturelding.is
Sigrún með Zumba
partý á föstudögum
Á föstudaginn kl 18.00 byrja opnir
Zumba partý tímar í World Class.
Zumba eru einföld spor sem eiga
rætur sínar í salsa, afro, bollywood
og disco. Allir geta verið með án
þess að vera með dansgrunn, enda
er aðaláherslan lögð á stuð og
skemmtun. Mosfellingurinn Sigrún
B. Ingvadóttir einkaþjálfari mun
sjá um tímana, en hún hefur nú
lokið námi og hefur öðlast alþjóðleg
kennararéttindi í Zumba.
- Íþróttir24
Skilti
Límmiðar
Fánaprentun
Gluggamerkingar
Seglborðar
Bílamerkingar
NÝTT FÁNAEFNI
Silkiprent er fyrsta fyrirtækið til að framleiða útifána á Íslandi. Frá upphafi hafa
allar breytingar á útifánum komið frá Silkiprenti. Nú er en ein nýjungin komin,
sérinnflutt nýtt efni í útifána frá Frakklandi sem kemur í staðin fyrir gataða efnið
sem við höfum notað í mörg ár. Þetta efni hefur alla sömu eiginleika og eldra efnið
en það eru engin göt í því, sem þýðir margfalt vandaðari prentun. Efnið er léttara
og gefur betri endingu og liturinn er jafn sterkur báðum megin.
Hafið samband við sölumenn okkar í síma 544 2025.
Afgreiðum fána samdægurs.
Silkiprent | Melabraut 19 | 220 Hafnarfjörður | 554 2025 | www.silkiprent.is | silkiprent@silkiprent.is
ÞESSI FYRIRTÆKI HAFA ÁKVEÐIÐ AÐ
NOTA NÝJA EFNIÐ FRÁ SILKIPRENT
Vinsamlegast
berist til
markaðsstjóra
Handboltastrákar fæddir ´94 og ´95 tóku þátt í
Norden Cup mótinu í Svíþjóð sem fór fram á milli
jóla og nýárs. Þetta mót er óopinbert norður-
landamót félagsliða yngri flokka og er meisturum
og sterkustu liðum hvers lands boðin þátttaka í
mótinu ár hvert. Aftureldingu var boðin þátttaka
fyrir Íslands hönd í ár vegna góðs árangurs liðsins
í keppnum hér heima á síðasta tímabili. Í hverjum
aldursflokki keppa 16 lið frá öllum norðurlönd-
unum og náðu strákarnir frábærum
árangri í mótinu og höfnuðu í 4.
sæti. Spilaðir voru 6 leikir á 4 dögum
þannig að álagið var mikið á þennan
fámenna hóp. Strákarnir urðu efstir í
sínum riðli og unnu þar á meðal glæst-
an sigur gegn sænsku meisturunum í
þessum aldursflokki 28-20.
Dýrmæt reynsla fyrir strákan
Okkar menn fóru alla leið í undanúrslit og
spiluðu til verðlauna um 3. sætið í mótinu gegn
sænska stórliðinu Skövde. Sá leikur tapaðist
naumlega með einu marki eftir framlengdan leik
og var það vissulega svekkjandi, en
það gleymdist fljótt því árangur-
inn var engu að síður mjög góður.
Strákarnir vöktu mikla athygli á
mótinu fyrir skemmtilegan og góðan
handbolta, og flotta framkomu
innan vallar sem utan. Þátttaka í
þessu gríðarlega sterka móti á eftir
að reynast þessu sterka og efnilega
liði dýrmæt reynsla í framtíðinni og
á eftir að styrkja þá í baráttunni um meistaratitla á mótum hér
heima á næstu árum.
Efnilegir handboltastrákar úr Aftureldingu fóru á Norðurlandamót félagsliða í Svíþjóð
Frábær árangur á Norden Cup