Mosfellingur - 22.12.2011, Page 33

Mosfellingur - 22.12.2011, Page 33
 - Jólahugvekja32 gleðileg jól www.isband.iswww.100bilar.is Óskum bæjarbúum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á árinu. Farvegur kærleikans í heiminum Aðventan er senn á enda, myrkasta skammdeg- ið gengið í garð og bjartasta ljósið framundan, sjálf jólin. Við minnumst sögunnar um nýfædda barnið í Betlehem, sögu sem við höfum væntan- lega öll heyrt svo oft áður. En hvað táknar þetta barn sem er grundvöllurinn að boðskap jólanna? Hvað er það í boðskapnum sem fær okkur til að horfa á lífið í sínu víðasta samhengi og hvetur okkur til að koma auga á hin raunverulegu gildi í lífinu? Hvað er það í boðskap jólanna sem er svo mik- ilvægt? Eitt það mikilvægasta og dýrmætasta í lífi sérhverrar manneskju eru tengslin sem hún á við annað fólk. Það er okkur mikilvægt að vera í einlægum og heiðarlegum samskiptum hvert við annað og að geta deilt með hvort öðru bæði sorg og gleði, vanmætti og sigrum. Við þurf- um ekki annað en hlusta á reynslu þeirra sem upplifa einangrun, einelti og útskúfun til að skilja að án jákvæðu tengslana við annað fólk, visnum við og deyjum. Það sem einkennir helst þennan margbreytilega og oft annasama tíma aðventu og jóla eru umfram allt sam- skiptin sem við eigum við hvort annað, við okkar nánustu, ættingja og vini og samferðarfólk nær og fjær. Við hugsum hvert til annars þegar við skrifum á jólakort, sendum jólakveðjur og velj- um gjafirnar. Við notum tímann til að safnast saman undir ýmiskonar formerkjum á jólafund- um og tónleikum, í jólaföndri eða bakstri, jóla- bingói eða hlaðborði, jólaboði eða balli. Jól og aðventa eru þar af leiðandi líka tilfinningaríkur tími því þau gera okkur einstaklega meðvituð um tengsl- in sem við eigum við aðrar manneskjur, gæði þeirra eða jafnvel skort á þeim. Séu samskipti okkar heil og nærandi er næsta víst að við göngum til móts við þennan tíma með birtu í hjarta sem nær að lýsa upp skammdegið og útrýma myrkrinu. Að sama skapi gildir að ef samskipti okkar við okk- ur sjálf, annað fólk og jafnvel Guð eru löskuð eða hafa rofnað er hætt við að við séum uppteknari af myrkrinu innra með okkur, finnum litla gleði og eigum erfitt með að skynja birtu jólanna framundan. Hvergi verður okkur þetta ljósara en þegar við syrgjum og söknum og tökumst á við jólahátíðina án þeirra sem við elskum. Kjarni þess sem fagnaðarerindi jólanna boðar okkur er kærleikur – kærleikur sem verður til í samskiptum. Ný- fædda barnið sem við horfum til í Betlehem er óskrifað blað, nýtt upphaf sem ber með sér fyrirheit um ótal lit- brigði mannlegra samskipta. Það eru fyrirheit jólanna. Jólasagan minnir okkur á að kærleikur Guðs verður til í jákvæðum samskiptum okkar mannanna, Guð er í tengsl- unum, við erum farvegur Guðs í heiminum. Guð hefur gert okkur ábyrg fyrir því að finna kærleikanum farveg á sem flestum stöðu og sem víðast í mannlegu samfélagi. Til þess höfum við óþrjótandi tækifæri. Það er boðskapur jólanna. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól og kærleiksrík sam- skipti á nýju ári ! Arndís G. Bernhardsdóttir Linn, guðfræðingurJólahugvekja Flugumýri 16d s. 577-1377 / 896-9497 www.retthjajoa.is

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.