Mosfellingur - 19.03.2010, Side 8
Framkvæmdasýsla ríkisins
fyrir hönd mennta og menn
ingarmálaráðuneytisins og
Mosfellsbæjar bauð til opinn
ar hönnunarsamkeppni um
Framhaldsskólann í Mosfellsbæ.
Um er að ræða u.þ.b. 4000 m²
byggingu sem staðsett verður í
miðbænum nánar tiltekið við
Háholt. Alls bárust 40 tillögur
í samkeppnina og er gert ráð
fyrir því að dómnefnd tilkynni
úrslit um miðjan apríl. Fram
haldsskólinn í Mosfellsbæ
kennir sig við auðlindir og
umhverfi í víðum skilningi og
verða þær áherslur samfléttaðar
við skólastarfið.
Átta kórar halda
saman tónleika
Einstakt sönglíf ríkir í Mos
fellsbæ og fá sveitarfélög geta
státað af jafn ríkri kórastarfsemi.
Átta kórar í Mosfellsbæ/Kjalar
nesi halda sameiginlega tónleika
í Kjarnanum sunnudaginn 21.
mars. Markmiðið með tónleik
unum er að vekja athygli á þessu
mikla kórstarfi, leyfa almenningi
að kynnast fjölbreyttri starfsemi
kóranna og efla samstarf á milli
þessara söngaðila.
Í Mosfellsbæ eru starfræktir
tveir barnakórar, tveir kven
nakórar, sex blandaðir kórar
og einn karlakór. Kórarnir sem
taka þátt í tónleikunum eru:
Álafosskórinn, kórstjóri Helgi R.
Einarsson; Barnakór yngri deild
ar Lágfells og Varmárskóla,
kórstjóri Berglind Björgúlfsdótt
ir; Kammerkór Mosfellsbæjar,
kórstjóri Símon H. Ívarsson;
Karlakór Kjalnesinga, kórstjóri
Páll Helgason; Mosfellskórinn,
kórstjóri Vilberg Viggósson;
Skólakór Varmárskóla, kórstjóri
Guðmundur Ómar Óskarsson;
Karlakórinn Stefnir, kórstjóri
Gunnar Ben og Vorboðarnir,
kórstjóri Páll Helgason. Þegar
átta kórar leggjast á eitt, má
búast við mjög áhugaverðum
tónleikum. Á efnisskránni verða
lög frá öllum heimshornum.
8 - PrimaCare byggir sjúkrahús í Mosfellsbæ
40 tillögur að nýjum
framhaldsskóla
Hálft ár er liðið frá því að Mos
fellsbær og PrimaCare skrifuðu
undir viljayfirlýsingu um byggingu
einkarekins liðskiptasjúkrahúss
og hótels í Mosfellsbæ. Mosfell
ingur hitti Gunnar Ármannsson,
framkvæmdastjóra PrimaCare, til
að forvitnast um stöðuna á verkefn
inu og horfurnar á að hugmyndin
verði að veruleika.
V iið ætlum að taka fyrstu skóflustunguna þann 1.1.11 og gera fyrstu aðgerðina 12.12.12,”
segir Gunnar Ármannsson, fram
kvæmdastjóri PrimaCare fullur eld
móðs og bjartsýni þegar hann er
spurður um hvernig miði áfram í
því metnaðarfulla verkefni að koma
á fót einkasjúkrahúsi sem sérhæfir
sig í liðskiptaaðgerðum fyrir útlend
inga. „Auðvitað er þetta ekki í höfn,
en við erum á réttri leið,” segir Gunn
ar. Fyrstu vikuna í mars hitti Gunnar
fulltrúa allra þeirra fyrirtækja sem
PrimaCare er í samstarfi við. Fund
urinn markaði upphafið að átta
vikna verkefni sem felst í því að laða
fleiri frumfjárfesta að hugmyndinni
um stofnun einkarekins liðskipta
sjúkrahúss og hótels í Mosfellsbæ
sem ætlað er erlendum sjúklingum
eingöngu.
„Næstu mánuðir eru nánast próf
steinn um það hvort okkur takist að
láta þessa hugmynd verða að veru
leika,” segir Gunnar. Fjármagnið frá
viðbótar frumfjárfestum er ætlað til
þess að vinna hugmyndina á það
stig að hægt verði að laða að erlenda
fagfjárfesta til að fjármagna bygg
ingu sjúkrahússins og rekstur þess
á upphafsstigum. „Við erum fyrst og
fremst að leita til íslenskra fjárfesta
á þessu stigi,” segir Gunnar. „Okkur
hefur tekist að safna yfir eina mill
jón dollara en eigum enn nokkuð
í land til þess að ljúka fjármögnun
þess sem upp á vantar til að kosta þá
vinnu sem eftir er.”
Sjúkrahúsin tvö geta
stutt hvort annað
Talsverð umræða hefur verið um
annað einkarekið sjúkrahús hér á
landi, sem fyrirhugað er að hefji starf
semi innan skamms á gamla vallar
svæðinu svokallaða á Miðnesheiði.
Aðspurður segist Gunnar sannfærð
ur um að ef vel er að málum staðið
geti sjúkrahúsin tvö stutt hvort við
annað. „Eftirspurnin eftir aðgerð
um er meiri en nægileg svo þessi
tvö sjúkrahús geti haft nóg að gera,
það er engin spurning. Í sameiningu
getum við sett Ísland í fremstu röð
við gerð liðskiptaaðgerða og að hér
sé heilbrigðisþjónusta á heimsmæli
kvarða,” segir Gunnar.
Á áðurnefndum fundi samstarfs
aðilanna var farið ítarlega yfir verk
efnið og stöðu þess. Eitt þeirra atriða
sem upp kom við skoðun ráðgjaf
anna var að af margvíslegum ástæð
um væri heppilegast fyrir verkefnið
ef sjúkrahúsið yrði staðsett á landi of
an Akra, vestan Hafravatnsvegar, en
það er í eigu Mosfellsbæjar. „Í kjöl
farið tókum við þá ákvörðun með
fullri vitund allra hagsmunaaðila að
velja sjúkrahúsinu þann stað,” segir
Gunnar.
vongóður um að verkefnið takist
Aðspurður segir Gunnar erlendu
samstarfsaðilana hafa mikla trú á að
það takist að láta hugmyndina verða
að veruleika. „Áður en við hittumst
á þessum vinnufundi taldi ég miklar
líkur á því að þetta tækist hjá okkur
en eftir fundinn tel ég líkurnar enn
meiri,” segir Gunnar. Hann segir að
stærsta hindrunin sé enn sem áður
framundan. „Þó svo að það hljómi
eilítið öfugsnúið þá tel ég að það
geti reynst okkur erfiðara að ná í
litlu peningana en þá stóru.”
Til marks um trú erlendu sam
starfsaðilana á verkefninu nefnir
Gunnar að Oppenheimer Invest
ment hafi boðist til að vinna með
PrimaCare undir þeim formerkjum
að þeir fái ekki greitt fyrir en öll fjár
mögnun er í höfn. Það sé nokkuð
sem þeir leggi ekki í vana sinn enda
um eitt virtasta ráðgjafarfyrirtæki á
sviði fjármögnunar í heiminum að
ræða með aðsetur í Sviss.
Með sjálfbærni að leiðarljósi
PrimaCare sjúkrahúsið og hótelið
verður byggt og rekið með sjálfbærni
og umhverfisvitund að leiðarljósi.
„Það var ekki síst þess vegna sem
okkur fannst Mosfellsbær rétti stað
urinn fyrir þennan rekstur,” segir
Gunnar. „Bæjaryfirvöld hafa markað
sér skýra stefnu í umhverfismálum
og einnig hvað varðar uppbyggingu
á sviði heilsutengdrar þjónustu hér í
Mosfellsbæ,” segir Gunnar.
Við munum einnig horfa til um
hverfisverndarsjónarmiða við hönn
un og byggingu sjúkrahússins og
hótelsins og þannig leggja okkur
fram við að gera það í sem mestri
sátt við umhverfið og náttúruna,”
segir Gunnar. Einn samstarfsaðila
PrimaCare, alþjóðlega verktakafyr
irtækið Skanska, hefur sérhæft sig í
byggingu á umhverfisvænu húsnæði
og verður með yfirumsjón með
þeim hluta verksins og veitir jafn
framt vottun þess efnis.
Ánægður með Mosfellinga
Gunnar lýsir yfir mikilli ánægju
með samstarfið við Mosfellsbæ
til þessa, jafnt við meirihluta sem
samstarfsaðilar primaCare
• hill international
• Shiboomi
• oppenheimer investment
• Skanska
• Clifford Chance
Gunnar Ármannsson framkvæmdastjóri PrimaCare er bjartsýnn á að einkarekið liðskiptasjúkrahús og hótel rísi í Mosfellsbæ
Fyrsta aðgerðin gerð 12.12.2012
„Okkur hefur tekist að
safna yfir eina milljón
dollara en eigum enn
nokkuð í land til þess að
ljúka fjármögnun þess
sem upp á vantar.”
„Bæði er hér um að ræða
hugmynd sem byggir
alfarið á aðgerðum á
erlendum sjúklingum og
hins vegar eru umhverfis
málin stór þáttur í við
skiptahugmyndinni.”
StaðSetningin
Loftmyndir ehf.
Gunnar Ármannsson framkvæmdastjóri
Primacare er fullur bjartsýni.
Áætluð staðsetning er í nágrenni Sólvalla,
ofan Akra, í landi Mosfellsbæjar.