Mosfellingur - 19.03.2010, Side 13

Mosfellingur - 19.03.2010, Side 13
www.mosfellingur.is - 13 Samfés Samféshátíðin 2010 var haldin í Laugardalshöll helgina 5.­6. mars. Um það bil 5000 unglingar mættu og þar á meðal 130 úr Mosó. Ball var haldið föstudaginn 5. mars og sjálf söngvakeppnin var haldin laugardaginn 6. mars í beinni út­ sendingu á Skjá 1. Félagsmiðstöðin Igló úr Kópavogi sigraði söngva­ keppnina með laginu Óli lokbrá. Á ballinu var mikið um franska kossa en einnig var stiginn lostafullur dans. Fjórar unglingahljómsveitir komu fram ásamt Ingó, Jeff who, röppurunum Dabba T, Mc Gauta og Geira LG. Að lokum steig íslenski poppkóngurinn Páll Óskar á svið, stúkan tæmdist og salurinn trylltist.  HrafnhildurMalenTraustadóttir  ogHebalindHalldórsdóttir9.EJ Könnun á viðhorfi til skólans og félags­ miðstöðvarinnar Tveir Nemendur i 9. BÁ gerðu könnun á viðhorfi nemenda i eldri deild Varmárskóla á skólanum og félagsmiðstöðinni Bólinu. Könnun­ in var framkvæmd á þemadögum og voru nemendur í eldri deild á aldrinum 13­16 ára spurðir, rannsakendur gættu að því að hafa aldur og kyn að jöfnu við gerð rannsóknarinnar. Helstu niðurstöðurnar voru að nemendurnir hafa mikla skoðun á reglum skólans t.d varðandi notkun síma í frímunundum og flestir töldu að leyfa ætti notkun síma á göngunum. Niðurstöðurnar komu út þannig að krökkunum finnst bara gaman i skólanum og sérstaklega skemmti­ legt að vera með öðrum krökkum. Flest öllum krökkunum fannst kennarnir bara mjög fínir og niðurstaðan kom út þannig að Halldór var talinn skemmtilegasti kennarinn. Nemendum finnst námsfögin mis erfið en flestum fannst heimilis­ fræði skemmtilegasta fagið og svo stærfræði erfiðasta fagið. Misjafnar skoðanir voru á hvernig krökkunum fannst maturinn en að meðaltali er hægt að segja að maturinn sé ekki slæmur en ekki svo góður. Nemendurnir sögðu að félagslífið í skólanum gæti verið betra en þegar þau voru spurð um Bólið voru þau ánægð með félagslífið þar og það skemmtilegasta væri að vera með krökkunum og fara i billjard.  KatrínSveinsdóttir  MagnearósSvansdóttir Úthlutun styrkja til efnilegra ungmenna Öll ungmenni á aldrinum 14 til 20 ára, með lögheimili í Mosfellsbæ, sem skara fram úr og hafa sýnt sérstaka hæfileika á sínu sviði geta sótt um styrkinn. Markmið Mosfellsbæjar með styrknum er að koma til móts við þau ungmenni sem geta ekki með sama hætti og jafnaldrar þeirra unnið sumarvinnu hjá Mosfellsbæ vegna mikils álags, skipulags eða annarra sannarlegra þátta sem tengist íþrótt þeirra, tómstundum eða listum. Þannig er það vilji bæjarins að þau geti samhliða notið sumarlauna líkt og jafnaldrar þeirra. Styrknum er ekki ætlað að mæta útgjöld­ um né er um að ræða verðlaunafé fyrir unnin eða óunnin afrek. Styrkhafa er heimilt að vera í launaðri vinnu nefndan tíma, en þá skerðist styrkurinn í hlutfalli við starfshlutfall. Íþrótta- og tómstundanefnd hefur eftir- farandi viðmið þegar styrkjum er úthlutað: · Meðmæli þjálfara, kennara eða annars leiðbeinanda umsækjanda sem fylgja skulu með umsókninni. Þar skulu koma fram upp­ lýsingar um ástundun, hæfileika, virkni og framkomu umsækjandans. · Fram skulu koma upplýsingar frá um­ sækjanda hyggist hann þiggja launaða vinnu á styrktímanum. Sé um slíkt að ræða þarf að tilgreina starfshlutfall og hvort ósk­ að er hlutastarfs hjá vinnuskóla bæjarins og eða Mosfellsbæ. · Gæta skal jafnræðis við val á styrkþegum bæði hvað varðar kynferði sem og milli listgreina og íþrótta­ og tómstundagreina. Þessa jafnræðis skal gætt innbyrðis við hverja úthlutun sem og á milli ára. · Árlega veitir Íþrótta­ og tómstundane­ fnd styrki til 3­5 einstaklinga, breytilegt milli ára þar sem kostnaður fer eftir aldri styrkþega og hvort um hlutfallsgreiðslur sé að ræða. Styrkurinn er greiddur sem laun frá Vinnuskóla Mosfellsbæjar. Fyrir unglinga í þeim árgöngum sem starfa í Vinnuskóla­ num er greitt í samræmi við samþykktan taxta hverju sinni og í jafn langan tíma og samsvarar aldri hvers og eins. Ungmenni sem eldri eru fá greidd laun í samræmi við gildandi kjarasamninga, í jafn langan tíma og Mosfellsbær veitir öðrum ungmennum sumarvinnu. Styrkþegi skal útfylla sérstaka skilagrein og skila henni til Íþrótta­ og tómstunda­ nefndar fyrir 20.ágúst. Hann skal þar gera grein fyrir nýtingu tímans sem varið er í það verkefni sem styrkt er. Sótt er um styrkinn á vef bæjarins, www.mos.is. Umsóknarfrestur er til 12.apríl 2010. Nánari upplýsingar veitir Þjónusturver Mosfells­ bæjar í síma 5256700 milli kl. 8:00 og 16:00. Íþrótta­ og tómstundanefnd Mosfellsbæjar. Íþrótta- og tómstundanefnd auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til efnilegra ungmenna sem leggja stund á íþróttir, tómstundir eða listir VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja Þemadagar í varmárskóla - fjölmiðlasmiðja var starfrækt og má sjá Þeirra afrakstur hér á síðum mosfellings Þemadagar í varmárskóla

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.