Mosfellingur - 19.03.2010, Side 16

Mosfellingur - 19.03.2010, Side 16
Myndlistarsýning í lágafellslaug Ragnheiður Þorvaldsdóttir hef­ ur sett upp myndlistarsýningu í anddyri Lágafellslaugar. Sýn­ ingin er opin alla daga eða á opnunartíma sundlaugar­ innar. Verkin eru alls 15. Þau spinna yfir vítt myndefni t.d. hesta, kindur, náttúru og álfkonur. Ragnheiður hefur sótt nám í Myndlistar­ skóla Mosfellsbæjar. Sýningin stendur til 7. apríl. Söluaðilar tóbaks virði lög og reglur Fjölskyldusviði Mosfellsbæjar hefur borist ábending um að dæmi séu um að söluaðilar tóbaks í Mosfellsbæ hafi selt börnum undir 18 ára aldri tóbak í andstöðu við ákvæði laga þar um. Skaðsemi tóbaks á heilsu er óumdeild og mikilvægt að standa vörð um að börn ánetjist ekki þeirri fíkn. Fjölskyldusvið hefur sent bréf til söluaðila tóbaks í Mosfellsbæ þar sem þeir eru hvattir til að virða ákvæði 8. gr. laga nr. 6./2002 um tóbaksvarnir. - Fréttir af fólki16 Myndasýningin Saga hljómsveitanna mun prýða veggi Cafe Kidda Rót þegar veitingastaðurinn opnar í Háholtinu. Sýningin er í boði Landsbóka­ safns Íslands. „Án stuðnings safnsins hefði sýningin ekki orðið að veruleika. Sýningin er byggð upp á auglýsingum úr Morgunblaðinu og má þakka blaðinu fyrir að hafa verið frumkvöðull í þeirri þjónustu við landsmenn og hljómsveitir að auglýsa dansleiki og skemmtanahald í blaðinu,” segir Kiddi. Sýningin spannar sögu allra hljómsveita sem auglýstu í blaðinu frá 1968­ 1988. Kiddi Rót fékk viðurnefni sitt einmitt á sínum tíma þegar hann var rótari hljómsveita og viðlogandi tónlist frá 1972­1985. „Við stefnum að því að geta opnað veitingastaðinn í vikunni fyrir páska. Nú er verið að leggja lokahönd á staðinn,” segir Kiddi Rót og hlakkar greinilega til að eiga viðskipti við Mosfellinga og nærsveitunga. Hann er Heimsfrægur í mosfellsbæ lúxus borgari með eggi, beikoni, iceberg, gúrkum og lauk ásamt frönskum 1040,- Cafe Kidda Rót opnar vikuna fyrir páska í Háholti kiddi op­nar með sýningu MOSFELLINGUR Hvað er að FréTTa? seNdu okkur líNu... mosfellingur@mosfellingur.is Lionsklúbburinn Úa í Mosfellsbæ var stofnaður 10. desember 2007. Fundir eru haldnir einu sinni í mánuði frá september til maí. Þess utan er farið í gönguferðir eða heimsókn í fyrirtæki og endað á kaffihúsi eða í heimahúsi. Þetta er liður í að kynnast betur og hafa gaman saman. Klúbburinn hefur veitt styrki til góðgerðarmála í Mosfellsbæ og nú nýlega í alþjóðarhjálparsjóð Lions vegna jarðskjálftans á Haíti. Einnig til Alþjóðabjörgun­ arsveitar Landsbjargar vegna hjálparstarfa þeirra á Haíti. „Viljum við í Lionsklúbbnum Úu bjóða öllum áhugasömum konum á kynningarfund sem haldinn verður í Hraunhús Völuteig 6 hér í bæ þann 24. mars kl. 20.” Nánari upplýsingar er að finna á www.lions.is heimasíðu Lionshreyfingarinnar, þar er hægt að velja Lionsklúbbinn Úa. Kynningarfundur hjá Lionsklúbbnum Úu lions lætur gott af sér leiða Úurnar halda að jafnaði fund einu sinni í mánuði. 70 ára kvenfélag í Kjósinni Kvenfélag Kjósarhrepps hélt upp á 70 ára afmæli sitt sunnudaginn 14. mars í Félagsgarði. Athöfnin hófst með að formaður félagsins Hulda Þorsteins­ dóttir í Eilífsdal flutti ávarp þar sem hún rakti sögu og starf félagsins. Oddviti Kjósarhrepps flutti ávarp og færði félaginu að gjöf f.h. íbúa Kjósarhrepps þrjú spjöld þar sem fram kemur saga félagsins og starf þess í máli og myndum. Verða spjöld­ in fest á vegg í Ásgarði. Af tilefni af afmælinu færði félagið ungbarnavernd Heilsugæslunnar í Mosfells­ umdæmi heyrnmælingartæki, sem er fyrsta sinnar tegundar að verðmæti kr. 250 þúsund og sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar meðferðarbekk að andvirði kr. 300 þúsund. Þá gaf félagið Bókasafni Kjósarhrepps vélritaðar fundargerðabækur félagsins frá upphafi en vélritun þeirra er nýlokið af tilefni afmælisins. Fundargerða­ bækur félagsins voru afhentar Kvennasögusafni Íslands til varðveislu. Uppábúnar kvenfélags- konur í afmæli félagsins. Hulda Þorsteinsdóttir formaður kvenfélagsins.

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.