Mosfellingur - 12.01.2007, Síða 4
Þakka samstarfi ð
Til nemenda
minna í 6. SHG
Varmárskóla
2005-2006 og
foreldra þeirra.
Gleðilegt ár, takk
fyrir ánægjulegt
samstarf á liðn-
um árum.
Innilegt þakklæti fyrir hlýja
jólakveðju og frábæra jólagjöf sem
við Björgvin hlökkum til að nota.
Þið eruð alveg einstök.
Kveðja Sesselja.
Mosfellingum
fj ölgar ört
Samkvæmt nýjustu tölum
Hagstofu Íslands eru Mosfellingar
nú orðnir 7.501. Íbúum hefur því
fjölgað um tæplega 400 á einu
ári. Á þessu ári er því líklegt að
íbúafjöldinn fari vel yfi r 8.000.
Jón Kalman hlýtur
viðurkenningu
Rithöfundurinn Jón Kalman
Stefánsson hlaut hina árlegu
viðurkenningu Rithöfundasjóðs
Ríkisútvarpsins nú á dögunum.
Viðurkenningunni fylgdi 600.000
króna styrkur. Þá er bók Jóns,
Sumarljós og svo kemur nóttin
tilnefnd til bókmennta verðlauna
Norðurlandaráðs 2007 en þau
verða veitt í byrjun mars.
Leituðu hjálpar í
nærliggjandi hús
Birgir brenndist á andliti en var
í hönskum sem komu í veg fyrir
bruna á höndum. Strákarnir tóku
í sun dur tvær vítistertur og settu
púðrið úr þeim í plastpoka. Síðan
gerðu þeir gat á pokann og kveiktu í
með skelfi legum afl eiðingum. Birgir
segir að þeir félagarnir hafi ekki gert
sér grein fyrir því hversu kraftmikil
sprengjan myndi verða. Strax eftir
sprenginguna leituðu drengirnir eftir
hjálp í nærliggjandi húsum og stuttu
síðar kom sjúkrabíll sem fl utti þá á
slysadeild Reykjavíkur.
Undraverður bati á húðinni
Birgir Örn gisti í nokkra daga á
Barnaspítala Hringsins ásamt öðrum
drengnum en sá þriðji slapp það vel
að ekki þurfti að leggja hann inn á
spítala. Faðir Birgis, Birgir Haralds-
son, segir að sár sonar síns hafi gróið
hratt og undravert hversu fl jótt húðin
er búin að jafna sig. „Það er alveg
ótrúlegt að sjá muninn á síðustu
dögum. Það er líka borið á húðina
Móa jurtasmyrsli í tíma og ótíma og
þetta smyrsli hefur reynst frábærlega
við að græða sárin. Þá á starfsfólk
spítalanna okkar hrós skilið fyrir vel
unnin störf.” Birgir segir einnig að
það sé ótrúlegt að allir drengirnir hafi
sloppið við augnskaða.
Víti til varnaðar
Birgir Örn segist hafa lært mikið
á þessari dýrkeyptu lexíu. Menn eigi
ekki að fi kta við sprengjugerð því
lítið þurfi til þess að illa fari. Það sé
vonandi að fólk nýti sér lífsreynslu
hans sem víti til varnaðar. „Ég mun
aldrei gera neitt svona aftur á ævinni
enda var sársaukinn ólýsanlegur”,
sagði Birgir Örn við blaðamann
Mosfellings.
Of mörg slys af þessu tagi
Á hverju ári verða alltaf slys
af völd um fl ugelda. Það er afar
nauðsynlegt að foreldrar brýni fyrir
börnum sínum hversu hættulegt
það getur verið að fi kta með eldfi m
efni og fl ugelda. Menn hugsa alltaf
að svona lagað geti ekki komið fyrir
mann sjálf an heldur einungis aðra.
Mikilvægast er að fræða ungmennin
um virkni og skaðsemi þess að fi kta
með fl ugelda.
agust@mosfellingur.is
Jólatrén í Hamra-
hlíð bjarga jólunum
Mikil eftir-
spurn var fyrir
jólatrjám fyrir jól-
in. Svo mikil var
hún að allsstaðar
á höfuðborgar-
svæðinu voru
trén uppseld rétt
fyrir jól, nema
hjá Skógræktarfélagi Mosfells-
bæjar. Mikið var því um fólk í
Hamra hlíðinni á Þorláksmessu
og aðfangadag og vonandi að
sem fl estir hafi náð sér í jólatré.
Formaður félagsins er Elísabet
Kristjánsdóttir.
Með ólíkindum
að sleppa við
augnskaða
Birgir Örn Birgisson 14 ára varð fyrir
skelfilegri lífsreynslu á gamlárskvöld
Þrír ungir Mosfellingar fóru óvarlega með fl ugelda nú um áramótin.
Birgir Örn Birgisson og tveir félagar hans, bjuggu til heimatilbúna
sprengju sem þeir kveiktu svo í á gamlárskvöld. Sprengjan sprakk í
höndum þeirra og allir slösuðust drengirnir en mismikið þó.
Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar4
Eins og mörgum er kunnugt er
Mosfellsbær þátttakandi í sameigin-
legu þróunarverkefni Lýðheilsustöðv-
ar og sveitarfélaga sem nefnist „Allt
hefur áhrif einkum við sjálf“.
Markmiðið með verkefninu er að
bæta lífshætti barna og fjölskyldna
þeirra með áherslu á hreyfi ngu, bætt
mataræði og andlega vellíðan.
Stofnaður var stýrihópur í Mos-
fellsbæ árið 2005 sem síðan hefur
unnið að markmiðssetningu og
aðgerðaráætlun vegna verkefnisins.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar sam-
þykkti aðgerðaráætlun stýrihópsins
á fundi sínum þann 1. nóvember
síðastliðinn. Með því varð Mos-
fellsbær fyrsta sveitarfélagið, af
þeim tuttugu og fi mm sem taka þátt
í verkefninu, til þess að samþykkja
aðgerðaráætlunina.
Í aðgerðaráætluninni eru lagðar til
leiðir til þess að ná þeim markmiðum
sem sett eru fram í áætluninni. Til
þess að markmiðunum verði náð er
nauðsynlegt að virkja til samstarfs
ýmsa aðila í sveitarfélaginu svo sem
grunn- og leikskóla, foreldrafélög,
eldri borgara, atvinnurekendur og
alla þá aðila sem koma að íþrótta- og
tómstundastarfi í Mosfellsbæ.
Lýðheilsustöð mun sjá um mat á
verkefninu en stöðumat var tekið á
árunum 2005-2006. Þá voru sendir
út spurningalistar til skólastjórn-
enda leik- og grunnskóla, barna og
unglinga í 6., 8. og 10. bekk og til for-
eldra 11-12 ára barna. Niðurstöður
þessara kannana má nálgast á heima-
síðu Lýðheilsustöðvar: www.lyd-
heilsustod.is. Kannanir verða síðan
endurteknar á árunum 2007-2010.
Lýðheilsustöð mun einnig standa
fyrir fræðslu í sveitarfélögunum fyrir
starfsmenn stofnana, foreldra og
nemendur.
Stýrihópur verkefnisins mun á
næstu dögum blása til sóknar og hefj a
aðgerðir. Aðgerðaráætlunin verður
send til allra aðila sem ætlunin er
að virkja til samstarfs. Mikil áhersla
verður því lögð á að ná góðu samstarfi
við grunn- og leikskóla og alla þá sem
koma að íþrótta- og tómstundastarfi í
Mosfellsbæ.
Aðgerðaráætlunina má lesa í
heild á heimasíðu Mosfellsbæjar
www.mos.is. Þar er hnappur fyrir
verkefnið sem heitir: Allt hefur áhrif
einkum við sjálf.
Að lokum.
Nokkur heilræði eftir jólin:
Borðum ávexti og grænmeti
Ávaxta- og grænmetisneysla
Íslendinga hefur aukist talsvert á
undan förnum árum en hún þarf
samt að vera mun meiri til að upp-
fylla ráðleggingar um hollt mataræði.
Íslendingar borða að meðaltali
aðeins tæplega helminginn af því
sem ráðlagt er, sem er að minnsta
kosti 500 g á dag eða 5 skammtar
sem oft er talað um. Skammturinn
getur verið meðalstór ávöxtur eða
um 100 g af grænmeti.
Munið 5 á dag!
Stundum hreyfi ngu sem veitir
okkur vellíðan, miðað við getu og
áhuga
• Fullorðnir hreyfi sig rösklega
í minnst 30 mínútur daglega
• Börn hreyfi sig rösklega í
minnst 60 mínútur daglega
• Markmið fyrir fullorðna er að ná
minnst 10,000 skrefum yfi r daginn
Fyrir hönd stýrihópsins
Sólborg Alda Pétursdóttir
verkefnisstjóri
Samstíga náum við árangri