Mosfellingur - 12.01.2007, Síða 7
ELDRI BORGARAR
Stór og sterkur
athafnamaður
Hjalti „Úrsus” Árnason er Mosfellingur ársins
Hjalti „Úrsus” Árnason er Mos-
fellingur ársins 2006. Þetta er í ann-
að sinn sem þessi heiðurstitill er
veittur af bæjarblaðinu Mosfellingi
en Sigsteinn Pálsson, fyrrverandi
bóndi á Blikastöðum, hlaut titilinn
fyrir ári síðan.
Hjalti er einn mesti afreksmaður
landsins í kraftlyftingum og hefur
unnið til fjölda titla sem slíkur, bæði
hérlendis sem og erlendis. Undan-
farin ár hefur hann lagt metnað sinn
í að skrásetja sögu eins þekktasta
afl raunamanns Íslands, Jóns Páls
Sigmarssonar. Mynd hans, sem ber
heitið „Þetta er ekkert mál”, er mest
sótta heimildamynd sem gerð hefur
verið á Íslandi og er meðal annars
tilnefnd til Edduverðlaunanna. Hátt
í 12.000 manns hafa séð þessa heim-
ildamynd sem hefur vakið mikla ath-
ygli. Mikill áhugi er meðal erlendra
kvikmyndargerðarmanna að fá hana
sýnda. Sala myndarinnar hérlendis í
formi DVD er þegar komin í gullsölu
sem er ótvírætt merki þess að myndin
hafi fallið í góðan jarðveg. „Það er von
mín að minningin um Jón Pál, þennan
frábæra félaga og vin, gleymist aldrei”,
sagði Hjalti. Að lokum vildi Hjalti
bæta við að sú nafnbót að vera Mos-
fellingur ársins væri sannur heiður.
Mosfellingur óskar Hjalta velfarn-
aðar og til hamingju.
Myndlistaskólinn í Reykjavík með útibú á Korpúlfsstöðum
Fjölbreytt námskeið í boði
Starfi ð felst í stuðningi við hreyfi hamlaðan
dreng. Viðkomandi þarf að geta hafi ð störf hið
fyrsta. Laun skv. kjarasamningi LN og Stamos.
Upplýsingar gefa Jóhanna Magnúsdóttir,
skólastjóri í síma 525-9200 eða 896-8230 og
Sigríður Johnsen skólastjóri í síma 896-8210.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu skólans
eða senda í tölvupósti á netföngin:
johannam@lagafellsskoli.is
eða sigridur@lagafellsskoli.is
Mosfellsbær - Þverholti 2 - sími: 525 6700 - www.mos.is
Starfsmaður
óskast
í 70-100% starf
Nú um áramótin fengu for-
eldrar og aðstandendur fi mm
ára barna í Mosfellsbæ sent
bréf frá bæjarstjórn. Innihald
bréfsins hef ur vafalaust glatt
við takendur en efni þess var að
nú um ára mótin var fi mm ára
deild leikskólanna í Mosfellsbæ
gerð gjaldfrjáls. Bréfi ð var
undirritað af Karli Tómassyni,
forseta bæjarstjórnar, og Ragn-
heiði Ríkharðsdóttur bæjarstjóra.
Karl sagði þetta stór tímamót í
bæjarfélaginu og það væri gaman
að Mosfellsbær væri eitt fyrsta
bæjarfélag landsins til að koma
þessu mikla framfararskrefi í
framkvæmd. „Þetta eru tímamót
sem allir ættu að fagna” sagði
Karl Tómasson.
Gjaldfrjáls 5 ára
deild um áramót
MOSFELLINGUR
Hjalti Árnason tekur við nafnbótinni
Mosfellingur ársins úr höndum Hilmars
Gunnarssonar ritstjóra Mosfellings. Með
á myndinni er Brynja Hlíf dóttir Hjalta.
ÁRSINS
Forseti Íslands Hr. Ólafur Ragnar Gríms-
son var meðal gesta á forsýningu heimil-
damyndar Hjalta um Jón Pál. Á myndinni
sýnir Hjalti forsetanum hvering steinatök
fara fram.
7Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar - Mosfellingur
Valdimar Léó sagði sig úr Samfylkingunni á dögunum en er ekki hættur í pólitík
Hefur áhuga á Frjálslyndaflokknum
Vinirnir Jón Páll og Hjalti að taka við
verðlaunum úr höndum Mark Ten eftir
sigur í heimsmeistarakeppni. Myndin er
tekin í Montreal, Kanada árið 1986.
Valdimar Leó stendur á
tímamótum. Hættur í Sam-
fylkingunni en ekki í pólitík.