Mosfellingur - 03.02.2006, Síða 15

Mosfellingur - 03.02.2006, Síða 15
15Mosfellingur Gjafmildir Kiwanisfélagar í afmælisskapi Það verða stórtónleikar á vegum Tónlistarfélags Mosfellsbæjar föstu- daginn 10. febrúar næstkomandi. Tríó Reynis Sigurðssonar mun flytja ljúfan jazz í Hlégarði og hefjast tónleikarnir kl.21. Reynir hefur kennt fjölmörgum Mosfellingum á slagverk af ýmsu tagi í gegnum tíðina. Hann var lengi slagverksleikari Sinfóníu- hljómsveitar Íslands en nú síðari ár hefur Reynir komið fram með jazz- sveitum sínum. Þá hefur hann tekið að sér ýmsar skemmtanir og spilað þar á píanó, marimba og harmónikku. Félagar Reynis sem koma til með að spila með honum eru ekki af verri endanum. Það eru þeir Jón Páll Bjarna- son gítarleikari og Gunnar Hrafnsson bassaleikari. Jón Páll hefur lengi spilað á gítar og spilaði lengi vel í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Hann hefur einnig verið tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna. Gunnar Hrafnsson er einn helsti jazzbassaleikari Íslands. Hann hefur verið með Stórsveit Reykjavíkur frá upphafi en sú hljómsveit var valin jazzflytjandi ársins 2005. Það má enginn tónlistarunnandi láta þessa tónleika fram frá sér fara og vonandi er að sem flestir mæti í Hlégarð á þessa stór- tónleika. Kvenfélagskonur keyra um sveitina í leit að efni í annálinn. JAFNRÉTTISVIÐURKENNING MOSFELLSBÆJAR ÁRIÐ 2005 ÓSK UM TILNEFNINGU Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar gerir ráð fyrir því að árlega sé þeim einstaklingi, stofnun, fyrirtæki eða félagasamtökum í Mosfellsbæ sem hefur staðið sig best í vinna að framgangi jafnréttisáætlunarinnar veitt jafnréttisviðurkenning. Með hliðsjón af fyrrgreindu er hér með óskað eftir tilnefningu um aðila sem til greina geta komið. Í tillögunni skal vera skrifleg lýs- ing á því jafnréttisstarfi/verkefni sem viðkomandi aðili hefur innt af hendi í bæjarfélaginu ásamt rökstuðningi fyrir tillögunni. Tillögurnar berist í síðasta lagi 28. febrúar 2006 til þjónustuvers Mosfellsbæjar Þverholti 2, merkt „Jafnréttisviðurkenning árið 2005“. f.h. fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar félagsmálastjóri

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.